Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.02.2012, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 03.02.2012, Blaðsíða 4
www.mulakaffi.is I mulakaffi@mulakaffi.is OKKAR LANDSFRÆGU HJÓNABAKKAR OG ÞORRATROG HENTA VEL FYRIR STÓRA OG SMÁA HÓPA MUNIÐ AÐ PANTA TÍMANLEGA! SÍMI 553 7737 Prentminjasafn á Hólum Michelsen_255x50_B_0911.indd 1 28.09.11 15:10 Einkareknar læknastofur rannsakaðar Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur ákveðið að stofna ráðgjafahóp til að fara í saumana á faglegum þáttum í starfsemi einkarekinna læknastofa og gera tillögur til úrbóta eftir því sem þörf krefur. Tilefnið er álitaefni í tengslum við innflutning og notkun gallaðra brjóstapúða. Velferðar- ráðherra segir, að því er fram kemur á síðu ráðuneytisins, þetta mál hafa vakið upp fjöl- margar spurningar sem tengist einkarekstri í heilbrigðisþjónustu almennt, einkum vegna þjónustu sem veitt er án greiðsluþátttöku ríkisins. Magnús Pétursson ríkissáttasemjari er verkstjóri ráðgjafahópsins. - jh J óhanna Sigurðardóttir forsætis-ráðherra hefur óskað eftir því að fjármálaráðherra og vel- ferðarráðherra geri grein fyrir því hvers vegna kjararáð ákvað að lækka laun framkvæmdastjóra Fríhafnar- innar þegar kona tók við starfinu af karli; frá fjármálaráðherra því kjara- ráð heyri undir hann – frá velferðar- ráðherra því jafnréttismál eru á hans könnu. Fréttatíminn sagi frá því í síðustu viku að Ástu Dís Óladóttur hafi verið úrskurðað sömu dagvinnu- laun en 85 þúsund krónum lægri heildarlaun þegar hún tók við starfi framkvæmdastjóra Fríhafnarinnar af Hlyni Sigurðssyni. Hún er með meiri menntun og reynslu. Einnig kom þar fram að konur undir kjararáði fá að meðaltali 654.092 fyrir dagvinnu en karlar 698.355. Meðalheildar- laun kvenna eru svo 731.936 en karla 878.083 krónur. Þá undraðist Ásta Sigrún Helgadóttir, Umboðsmaður skuldara, að hún fengi einungis tíu einingar fyrir álag og yfirvinnu, sem er langtum minna en mörgum karl- anna hefur verið úthlutað. Forsætisráðuneytið vísar til þess, eftir ósk Fréttatímans um viðtal við forsætisráðherra, að Jóhanna hafi hvorki lagalegar heimildir né aðrar forsendur til þess að beita sér beint í málum af þessu tagi. Jafnréttisstofa geti hins vegar beitt sér fyrir því að Kærunefnd jafnréttismála taki mál til skoðunar. Kristín Ástgeirsdóttir, fram- kvæmdastýra Jafnréttisstofu, segir að þar sem Kærunefnd jafnréttismála hafi vísað máli Ástu Dísar frá í kjölfar þess að kjararáð hækkaði laun henn- ar til jafns á við laun forverans og greiddi henni mismuninn, geti Jafn- réttisstofa ekki beðið nefndina um að taka málið upp aftur. Hins vegar skoði hún hvort biðja eigi Kærunefnd jafnréttismála um að skoða hvort kjararáð hafi úrskurðað að konur skuli hafa lægri lægri laun en karlar. Svanhildur Kaaber, formaður kjararáðs, sagði að hún gæti ekki  KJararáð áKvörðun um lægri laun Konu en Karls Jóhanna spyr hvers vegna kjararáð lækkaði laun konu Forsætisráðherra krefur fjármála- og velferðarráðherra svara við því hvers vegna laun framkvæmdastjóra Fríhafnarinnar lækkuðu um 85 þúsund krónur þegar kona tók við starfinu af karli. Framkvæmdastýra Jafnréttisstofu skoðar hvort hún biðji Kærunefnd jafnréttismála að fara yfir úrskurði kjararáðs með það fyrir augum að úrskurða hvort það fari að lögum. Ennþá gamlir, svart hvítir tímar – þegar sjálfsagt þótti greiða konum lægri laun en körlum, eða hálfkláruð ákvörðun kjararáðs um að lækka laun forstöðumanna ríkis- ins? Um það er deilt. Ásta Dís Óladóttir, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar. tjáð sig við Fréttatímann þar sem hún væri erlendis. Í samtali við RÚV hafnaði hún því að kjararáð úrskurðaði konum lægri laun en körlum. Ástæða þess að Ásta Dís Óladóttir hafi í fyrstu fengið lægri laun en forverinn væri sú að kjararáð hefði ekki verið búið að lækka launin fyrir þau störf sem fóru undir kjararáð árið 2009 til fulls vegna meðalhófsreglunnar – um að lækka laun forstöðumann- anna ekki óhóflega mikið. „[Þ]ar af leiðandi fannst okkur rétt í ljósi ábendinga Ástu Dísar að hækka hana upp í þá fjárhæð sem forveri hennar var í,“ sagði hún við RÚV. Staða Umboðs- manns skuldara, sem Ásta Sigrún Helgadóttir sinni, sé hins vegar ný og hún er því með sambærileg laun á við aðra í svipaðri stöðu. Fimm sitja í kjararáði. Þrjú eru kosin af Alþingi. Einn valinn af Hæstarétti og annar af fjár- málaráðherra. Kjararáð ákveður starfskjör þjóðkjörinna manna, ráðherra og dómara og margra annarra ríkisstarfsmanna. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is „Úrskurðurinn með ólíkindum“ „Það er með ólíkindum að svona úrskurður geti legið eftir kjararáð og með nokkrum ólíkindum þegar maður plægir í gegnum málið að þetta hafi verið niðurstaðan eftir skoðun á stöðu þessara einstaklinga hvað varðar menntun og hæfi og allt annað.“ Þetta sagði Björgvin G. Sigurðsson, formaður allsherjar- og menntamálanefndar á Alþingi á þriðjudag. „Það kallar auðvitað á útskýringar og áminningu til allra, bæði kjararáðs og allra annarra sem að fara með launamál og annað sem snertir jafnrétti kynjanna og stöðu fólks í samfélaginu,“ bætti hann við. Eygló Harðardóttir, þingmaður Fram- sóknarflokksins, spurði Björgvin út í málið á Alþingi. Hún vill að ríkisstjórnin fari ofan í saumana á störfum kjararáðs í kjölfar þess að kjararáð lækkaði laun framkvæmdastjór- ans með nýjum úrskurði. „Ég vil að þau í kjararáði íhugi hvað þau eru að gera og hvernig þau vinna vinnuna sína. Það er mjög alvarlegt ef að þau í kjarar- áði eru að brjóta jafnréttislög,“ segir hún. Björgvin sagði á þingi að það væru engir afslættir veittir á jafnréttislögum frekar en öðrum landslögum. Á vegum vígslubiskupsembættisins á Hólum er hafinn undirbúningur að stofnun prentminjasafns. Prentminjarn- ar sem fundist hafa, útgefnar bækur frá Hólaprenti sem gefnar voru kirkjunni á 900 ára afmæli biskupsstóls á Hólum, prentvélar og tæki sem einnig hafa verið gefin og sú staðreynd að útgáfa var rekin á Hólum í 230 ár eru undir- staða slíks prentminjasafns – sem sýna myndi um leið prentsögu Íslands, segir á síðu innanríkisráðuneytisins. Verið er að kanna fyrirkomulag og fjárhagshlið á slíkum rekstri. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra fundaði um síðustu helgi með Jóni Aðalsteini Baldvinssyni vígslubiskupi og öðrum Hólamönnum þar sem málið var rætt. - jh/Ljósmynd innanríkisráðuneytið Ferðaþjónustulán Byggðastofnunar 4,6 milljarðar Heildarútlán Byggðastofnunar í árslok til fyrirtækja í ferðaþjónustu voru um 4,6 milljarðar króna. Þar af voru tæpir 1,4 milljarðar til fyrirtækja í fjórum sveitarfélögum; Hornafirði, Mýrdalshreppi, Skútustaðahreppi og Skaftárhreppi, að því er fram kemur hjá iðnaðarráðuneytinu. Þau ferðaþjón- ustufyrirtæki sem tekið hafa lán hjá Byggðastofnun eru dreifð vítt um land en ekkert sveitarfélag hefur yfir 8 prósent af heildarútlánum stofnunar- innar til ferðaþjónustu. - jh veður Föstudagur laugardagur sunnudagur Veðurvaktin ehf Ráðgjafafyrirtæki í eigu Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings. Veður- vaktin býður upp á veður- þjónustu fyrir einstaklinga, fyrirtæki og opinbera aðila í ráðgjöf og úrvinnslu flestu því sem viðkemur veðri og veðurfari. Veðurvaktin ehf Eikarási 8, 210 Garðabæ Sími: 857 1799 www.vedurvaktin.is S- oG SV-StrekkinGur. Hiti VíðASt ofAn froStmArkS oG úrkomulAuSt um miðjAn DAGinn. HöfuðborGArSVæðið: ÞURRt FRAMAn AF dEGi, En StoRMUR MEð SlyddU RiGninGU UndiR KVÖldið. HVöSS SV- oG V-Átt oG él VeStAn- til, en birtir uPP norðAnlAnDS oG AuStAn. HöfuðborGArSVæðið: KRAPAÉl oG FREMUR HVASSt lEnGSt AF dEGi. Veðrið lAGASt mikið um morGuninn, læGir oG kÓlnAr í bili, Áður en Aftur VerSnAr SunnAnlAnDS SíðDeGiS. HöfuðborGArSVæðið: SKAPlEGt VERðUR UM MoRGUninn, En HlýnAR MEð RiGninGU UndiR KVÖldið. Þrjár lægðir á þremur dögum Í byrjun febrúar verða oft hvað órólegustu dagarnir á vetri hverjum. Við erum nú orðin vön ýmsu þennan veturinn, en samt virðist veðrið ætla að fylgja „reglunni“ því þrennum skilum er spáð yfir landið á rúmlega þremur dögum. Kortin miðast við hádegi. Veður næstu daga verður almennt verra að kvöldlagi og nóttuni en að degi til. lægð seint á föstudag og laugardag gæti orðið skeinuhætt með stormum, einkum vestan- og suðvestanlands. Með þeirri sem væntanleg er seint á sunnudag gerir góða leysingu, annars snjóar á fjallvegum. 2 3 4 1 3 2 3 4 5 3 0 0 0 -2 -1 einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is 4 fréttir Helgin 3.-5. febrúar 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.