Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.02.2012, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 03.02.2012, Blaðsíða 14
Það helsta á tískupöllunum É g myndi segja að vor/sum- ar tískan sé mild- ari útgáfa af vetrart- ískunni,“ segir Pétur Ívars- son, versl- unarstjóri í Hugo Boss í Kringlunni. „Stakir jakkar með olnboga- bótum eru gríðar- lega vinsælir, í allskonar litum, ásamt skyrtum með flottum smá- atriðum. Kakí-bux- ur taka við af galla- buxum og maður hefur sagt við kúnn- ana í gríni að maður verður að selja þeim fyrstu buxurnar en svo koma þeir eins og svangir hundar og kaupa þær í öllum litum. Öll litaflóran er vinsæl í vor, bæði sterkir litir og mildir, en blái liturinn er nýi svarti liturinn í jakkafötum. Menn um þessar mundir eru mun viljugri að kaupa litaðar flíkur en áður hefur verið. Þá eru jarðlitir skór, og þá sérstaklega brúnir, ómissandi fyrir sum- arið en þeir passa vel við staka jakka og kakí-buxurnar vinsælu.“ V or- og sumar- tískan í ár er í raun áfram- hald á þeirri Heritage- þróun sem hefur verið í gangi,“ segir Sindri Snær Jensson, verslunarstjóri Gallerí Sautján í kringlunni. „Heritage- tískan var mjög sterk í vet- ur og heldur áfram í vor með fallegum hnepptum og bláum Oxford- skyrtum, non- denim-buxum og þunnum vestum sem taka við af dúnvestum vetrarins. Peysur með O-hálsmáli verða áberandi og einnig há- skólapeysur. Léttir jakkar í margskonar litum með hvítum böndum og tölum munu sjást víða og á vorin læðast Con- verse-skórnir vinsælu aftur inn á göturnar. Leðurskór eru að færast meira yfir í brúnt og er ómissandi að eiga fallega brúna leður- skó fyrir fínni tilefni. Flauel ryður sér til rúms í vor, bæði í buxum og skyrtum, en gæti tekið langan tíma að festa sig í sessi. Gallajakkinn átti góða inn- komu síðasta sumar og mun vonandi sjást á götum Reykjavíkur þetta sum- arið.“ s umarið verður lit- ríkt og skemmti- legt,“ segir Sigrún Edda Eðvarðsdóttir verslunarstjóri Kron-Kron sem staðsett er við Laugarveg. „Tískan er mjög sportleg en afslöppuð og Ver- han Chinos-bux- urnar sívinsælu verða áfram áberandi. Þær eru gjarnan í fallegum og léttum litum sem eru vel við hæfi nú með hækkandi sól. Léttir bolir og peysur eru áber- andi í vor, mikið um röndótt og köflótt ... já, bara almenn litagleði. En það er eitt af okkar sérkennum; litir og léttleiki. Herr- arnir okkar verða því fágaðir og glæsi- legir í sumar, á afslapp- aðan hátt.“ Að sögn Sigrúnar Eddu er KronKron með nokkur merki, „ansi ólík í herradeildinni okkar. Við erum til dæmis með nokkrun sænsk merki sem hafa verið afar vinsæl og eru að gera það gott, bæði hjá okkur og víða um heim. Acne er eitt af þeim merkjum og hefur til að bera ákveðinn einfaldleika. Hreinar og hlutlausar línur en ætíð einhver skemmtileg smáatriði sem gefa flíkinni skemmtilegan svip. Einnig erum við með Vivienne Westwood-línuna sem er allt annað en stílhrein. Hjá henni er hæfilega mikil dramatík þar sem hinn fágaði breski stíll er pönkað- ur upp. Það verður því mikil breidd í vortískunni í ár hjá okkur.“ Loðnir karlmenn Hönnuðurinn Paul Smith var meðal þeirra sem notaði mikið af loðnum karlkyns fyrirsætum á tískupöll- unum í ár. Þetta er einstaklega vinsæl tíska meðal karlmanna um þessar mundir, bæði úti í heimi sem og hér á Íslandi. Það er hentugt á köldum vetrar- dögum enda hlífir mikið hár og mikið skegg andlitinu fyrir nístandi kuldanum. Einfaldleiki Hönnuðir Lanvin-tísku- línunnar voru ekki feimnir við einfald- leika í ár og var samskonar fatnaður frá toppi til táar sérlega áber- andi. „Það þarf ekki að flækja hlutina meira en það þarf,“ lét Alber Elbaz, aðalhönnuður tískuhússins, hafa eftir sér. Röndótt jakka- föt, röndótt vest og peysa í sama lit er dæmi um einfaldleika fyrirtækisins. Þetta er gauraleg tíska en á sama tíma sparileg og passar við hvaða tilefni sem er. Leður Tískuhúsið Songzio notaði óspart leður í karl- mannslínunni í ár. „Það er eins og konur hafa eignað sér leðrið. Nú reynum við að endur- heimta það.“ sagði kóreski hönnuðurinn Songzio. Línan hans í ár var frekar dökk þar sem svartar flíkur með áberandi miklu af leðri voru ríkjandi. Hnésítt klof Tískuhúsið Ann De- meulemees- ter vakti mikla athygli á tískuvikunni í París á dögunum fyrir sér- stæðar buxur. Fyrirsæturnar klæddust allir buxum með hnésíðu klofi, sem lítur helst út eins og stutt kvenmanns- pils. Vel sniðnir jakkar voru í stíl við buxurnar sem ýttu undir karlmannlegt yfirbragð. Rúllukragi Rúllukragar hafa lengi legið í dvala en nú er þeirra tími kominn á ný. Wooyoungmi -tískurisinn notað mikið af rúllukraga- peysum undir jakka eða frakka á tískupallana í vikunni, ásamt reyndar fleiri stórum tísku- húsum. Þetta eru hlýjar og notalegar peysur sem ágætt er að nota undir jakkana í kuldanum. Vivienne Westwood- skyrta: 54.900 kr Sportleg og afslöppuð tíska Sigrún Edda Eðvarðs dóttir verslunarstjóri KronKron. Acne-peysa: 27.900 kr. Acne-skyrta: 25.130 kr. Buxur: 21.900 kr. Heritage- tískan enn á döfinni Sindri Snær verslunarstjóri Gallerí Sautján kringlunni. Peysa: 17.990 kr. Skyrta: 13.990 kr. Buxur: 12.990 kr. Skór: 14.990 kr. Menn viljugri að kaupa litríkan fatnað Peysa: 36.980 kr. Pétur Ívarsson verslunarstjóri Hugo Boss. Buxur: 22.980 kr. Buxur: 22.980 kr. Skór: 36.980 kr. Helgin 3.-5. febrúar 201214 tíska
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.