Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.02.2012, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 03.02.2012, Blaðsíða 12
Rýmingarsala40% afsláttur af völdum HOMEDICS vörum Verslaðu á vefnum Frí sending að 20 kg 1 árs skilaréttur* Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögu kl. 11 - 16 • Eirberg • Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is *Verslaðu á vefnum og fáðu vöruna senda frítt í næsta pósthús. Gildir þó ekki fyrir vörusendingar yfir 20kg. Vöru, sem keypt er í vefverslun, má skila innan árs ef hún er ónotuð, í upprunalegum og söluhæfum umbúðum. Aðalstræti 2 / 101 Reykjavík / Sími: 517 4300 / www.geysirbistro.is Borðapantanir í síma 517-4300 Humarsalat & Hvítvín 2.250 kr. Humarsalat með hægelduðum smátómötum, mangó, sultuðum rauðlauk og ristuðum cashew-hnetum ásamt hvítvínsglasi. Bláskel & Hvítvín 2.950 kr. Hvítvínssoðin bláskel úr Breiðafirði ásamt hvítvínsglasi. G e y s ir Bi stro & Bar FERSKT & FREiSTa ndi Fagmennska í Fy ri rr ú m i SpennAndi sjávarrétta tilBoð  Jónína Benediktsdóttir hJálpar fólki í form á 40 dögum Losaði sig við vefjagigt með breyttum lífsstíl Jónína Benediktsdóttir vill sjá vitundarvakningu í samfélaginu. E-efni, sætuefni og viðbættur sykur leiði til þess að æ fleiri fái sykursýki 2. Hún segir lífsstílssjúkdómum stríð á hendur og vill hjálpa þroskuðu fólki að hægja á öldrun, léttast og auka lífsgæði sín. Iðunn Angela Andrésdóttir er ein þeirra sem leitaði til Jónínu og breytti í kjölfarið um takt eftir að hafa skilið, misst fyrir- tækið sitt og húsið. J á, hvort það er hægt að ná fullri heilsu eftir að hafa þjáðst af ýmsum sjúkdómum? Líttu á mig,“ segir Jónína Bene- diktsdóttir heilsufrömuður og hlær hressilega. „Ég var orðin fárveik sjálf af streitu. Ég var með öll einkenni streitusjúkdóma: Svefnleysi, kvíða, vefjagigt. Ég gat ekkert orðið hreyft mig. Ég endaði því í Póllandi,“ segir Jónína þegar hún lítur sjö ár aftur í tímann til þess þegar hún fór fyrst í detox-meðferð. „Ég þurfti að afeitra líkamann til að geta byrjað upp á nýtt, ég varð að fasta og nú er það lífsstíll hjá mér.“ Jónína, sem bauð í kjölfarið upp á detox-meðferðir fyrir lands- menn, heldur ókeypis fyrirlestur um það hvernig megi komast í form á fjörutíu dögum á Grand hóteli á laugardag klukkan þrjú. Hún er einnig að gefa út upplýs- inga- og vinnubók til að hjálpa þroskuðu fólki að hægja á öldrun, léttast og auka lífsgæði sín. Dýrt að vera djönkari „Þetta er fólkið sem er farið að upplifa lífsstílssjúkdóma; fá gigt og finna fyrir öðrum sjúkdómum. Það sefur illa og drekkur of mikið brennivín. Það er í vandræðum. Fyrsta viðleitni fólks er að fá lyf, svo koma meiri lyf. Við Íslendingar eyddum 30 milljörðum í lyf í fyrra og mörg þeirra fara ómelt í klósett- ið. Við vitum yfirleitt lítið um það hvað svona lyfjakokteilar gera fólki. Þeir sem hafa komið til okkar vilja hreinsa sig af þessu og vilja betri líðan með breyttu lífsmynstri,“ seg- ir Jónína. Spurð hvort ekki sé of dýrt að skipta yfir í heilnæmt fæði bendir hún á Benedikt Franklínsson, skjól- stæðing sinn, sem hefur misst 70 kíló og eyðir 90 þúsundum minna en áður í mat á mánuði. „Það er dýrt að vera djönkari.“ Jónína vill sjá vitundarvakningu í samfélaginu og vinnur að því. „Bara vegna þess að ég hef svo mikla reynslu af því að fólk nái sér.“ Jónína hjálpaði Iðunni Angelu Iðunn Angela Andrésdóttir skráði sig á detox-námskeið hjá Jónínu Ben uppi á Keflavíkurflugvelli fyr- ir rúmum tveimur árum. „Ég var rosalega langt niðri á þessum tíma og leið illa,“ segir hún. „Já, síðustu ár hafa verið mér erfið; samanber Landakots-málið, ég missti íbúðina mína, fyrirtækið mitt og skildi. Ég fann enga leið út og fór þarna fyrir algjöra rælni,“ segir hún en Iðunn Angela hefur sagt sögu sína um barnaníð í Landakotsskóla hér á síð- um Fréttatímans. Lífsstílsbreyting með hjálp Jónínu hafi bjargað sér. „Ég var svo tilbúin að hlusta. Ég var tilbúin til að gá hvort mér gæti ekki liðið betur og óhjákvæmilega þegar maður hugsar vel um sig fer manni að líða betur,“ segir hún og bætir við í gamansömum tóni og hlær. „Svo var ég heilaþvegin af þessu sykur- og fitutali og óhollu mataræði.“ Iðunn Angela segir að áður en hún breytti mataræðinu hafi hún 67% ... kvenna á höfuðborgar- svæðinu lesa Fréttatímann* *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent okt.-des. 2011 12 viðtal Helgin 3.-5. febrúar 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.