Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.02.2012, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 03.02.2012, Blaðsíða 26
26 fréttir vikunnar Helgin 3.-5. febrúar 2012 Slæm vika Fyrir Sigríði Margréti Oddsdóttur, framkvæmdastjóri Já. Góð vika Fyrir Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands 5,6 milljarðar var hagnaður Marels á árinu 2011 sam- kvæmt ársreikningi félagsins sem birtur var í vikunni. Það er 152,9 prósent aukning frá árinu 2010. 110 ár eru frá því að gos- drykkurinn Sinalco kom fyrst á markað í Evrópu. Verðlaun í skugga gagnrýni Sigríður Margrét Oddsdóttir, fram- kvæmdastjóri og einn eigenda Já, brosti breitt í síðustu viku þegar hún tók við Gæfusporinu, verðlaunum Félags kvenna í atvinnurekstri. Sennilega er þó lítið eftir af brosinu nú því í kjölfarið hefur hún verið harkalega gagnrýnd af, meðal annarra, bæjarstjóra Akureyrar. Þar lokaði Já starfsstöð sinni í ágúst á síðasta ári, starfsstöð þar sem langflestir starfs- manna eru/voru konur. Þykir það nánast brandari að reka konur úr vinnu og vera síðan verðlaunuð af konum. Jafnframt hefur mönnum ekki leiðst að draga fram í sviðsljósið enn eina ferðina þá umdeildu ákvörðun að setja Egil Einarsson á forsíðu Símaskrárinnar 2011. 25 vikan í tölum moskudeilan Trúarbragðastríð braust út á Facebook í vikunni þegar Facebook-síðan Mótmælum mosku á Íslandi skaut aftur upp kollinum í umræðunni eftir að hafa legið í láginni. Víðsýna og góða fólkið á Facebook snöggreiddist þeim sem hafa lagt nafn sitt við síðuna og hreinsanir hófust. Þorfinnur Ómarsson Í gær höfðu 16 á mínum vinalista “líkað” við rasistasíðuna gegn mosku. Þrír þeirra hafa í dag látið af þessum stuðningi sínum, vonandi bakka hinir út líka. Illugi Jökulsson Ég aðhyllist engin trúarbrögð, finnst þau eiginlega öll jafn furðuleg. En það er fáránlegt og ískyggilegt mannréttindabrot að ætla að gera upp á milli fólks með því að leggja stein í götu einna trúarbragða en ekki annarra. Röksemdir á FB-síðu, þar sem mótmælt er byggingu mosku á Íslandi halda ekki vatni, en geta aukið úlfúð og þröngsýni í samfélaginu. Því miður hafa 127 Facebook-vinir mínir skráð sig á þessa síðu. Þeim verður öllum eytt af mínum vinalista, verði þeir enn skráðir á þessa fordómasíðu eftir þrjá daga. Orri Harðarson á a.m.k. tólf „vini“ á Fésbók sem mótfallnir eru byggingu mosku á Íslandi. Þeir um það. Ekki hefur hvarflað að mér að henda þeim út, þótt „góða fólkið“ beiti slíkum meðulum. Sjálfur er ég t.d. ekkert sérstaklega hrifinn af kirkjum. Erla Hlynsdóttir Úr lýsingu á hópnum Mótmælum mosku á Íslandi: „Dónalegt orð- bragð og óviðeigandi umræða verður fjarlægt.” Sinalco snýr aftur Helgi í Góu er maður sem lætur verkin tala og gladdi margt íslendingshjartað þegar hann til- kynnti að hann væri byrjaður að selja hinn fornfræga gosdrykk Sinalco sem hvarf af landi brott fyrir margt löngu. Guðmundur Andri Thors- son Vonandi að sínalkóið verði betra en Royal-búðingurinn sem ég prufaði aftur eftir öll þessi ár. Þorsteinn J. Vilhjálmsson Skil ekki af hverju hugmyndir um að byrja aftur framleiðslu á Sinalco fá ekki verðlaun Hagþenkis, í það minnsta ljóðstaf Jóns úr Vör, eða íslensku bókmenntaverð- launin með lakkrísröri Ég sprengi klukkan tíu! Sprengjuvélmenni eru sjaldséðari en hvítir hrafnar í Reykjavík en einn slíkur mætti að stjórnarráðshúsinu í vikunni þar sem búið var að koma einhverju fyrir sem virtist ekki geta verið annað en sprengja. Fólki á Facebook var þó ekkert sérstaklega brugðið. Bragi Valdimar Skúlason myndi aldrei þora að hóta sprengju. Andrés Magnússon Aumingja Hrannar hélt auðvitað að það væri eitthvað allt annað í aðsigi, braut rúðu og öskraði út: ”Come and get me, copper!” Á meðan velti Jóka skrifborðinu, setti stól fyrir dyrnar, raðaði í pumpuna og beið þess sem vera vildi. Freyr Bjarnason Er verið að taka upp The Hurt Locker 2 í Reykjavík? Yngvi Eysteins Er einhver að reyna að sprengja ríkisstjórnina? HeituStu kolin á Torkennilegur hlutur fannst í porti bak við Stjórnarráðið að morgni þriðjudags. Óttast var að um sprengju væri að ræða og var hluturinn eyðilagður af vél- menni lögreglunnar. Mikill viðbúnaður var. Húsið við Hverfisgötu 4 var rýmt meðan á aðgerðum stóð. Stjórnarráðið sjálft var hins vegar ekki rýmt. Leit fór einnig fram í nærliggjandi ráðuneytum. Ljósmynd Hari prósent er hlutfallslegur munur á fjölda marka Heiðars Helgusonar fyrir QPR í deildinni og marka þeirra Bobby Zamora og Djibril Cisse sem voru keyptir til félagsins í vikunni á tæpa tvo milljarða. Heiðar hefur skorað átta mörk, Zamora fimm og Cisse eitt. Milljónasparnaður á mörgæsaslóðum Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, skellti sér á Suður- heimsskautið með Dorrit í vikunni. Með í för voru aðrir höfðingjar á borð við Al Gore, kvikmyndaleikstjórann James Cameron og athafnamaðurinn Richard Branson. Segja má að Ólafur Ragnar hafi sparað sér milljónir í ferðinni því líkt og Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaup- þings, getur kvittað upp á kostar margar milljónir að fara í leiðangur á Suðurskautið til að skoða mörgæsir. 6000 manns hafa fallið í mótmæl- unum í Sýrlandi frá því að þau hófust fyrir tíu mánuðum samkvæmt tölum frá Sam- einuðu þjóðunum. SENDU SMS SKEYTIÐ ESL CHR Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! VINNINGAR AFHENTIR Í ELKO LINDUM. 149 KR/SKEYTIÐ. MEÐ ÞVÍ AÐ TAKA ÞÁTT ERTU KOMINN Í SMS KLÚBB. WWW.SENA.IS/CHRONICLE FULLT AF VINNINGUM: BÍÓMIÐAR TÖLVULEIKIR - DVD MYNDIR - GOS OG FLEIRA! VILTU VINNA MIÐA? KOMIN Í BÍÓ! HÖRKUSPENNANDI MYND SEM ENGIN MÁ MISSA AF! 26,3 ár var meðalaldur byrjunarliðs dönsku Evrópu- meistaranna í handbolta í úrslitaleiknum gegn Serbíu um síðustu helgi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.