Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.02.2012, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 03.02.2012, Blaðsíða 46
Helgin 3.-5. febrúar 201246 tíska Samkeppnin í ræktinni Í ræktinni safnast ólíkir ein- staklingar saman til þess að gera líkama sínum gott. Þetta er staður þar sem samkeppnin liggur í loftinu, án orða og við berum okkur saman við næsta mann. Hvor lyftir þyngri lóð- um, hver getur hlaupið hraðar og hver svitnar meira. Samanburður okkar við næsta mann er þó ekki aðeins tengd- ur æfingunum. Ræktarfatnaðurinn skiptir miklu máli, þá sérstaklega meðal kynsystra minna. Þú þarft að minnsta kosti að eiga tvennar til þrennar íþrótta- buxur. Ekki viltu láta sjá þig í sömu íþróttabuxunum tvo daga í röð og bolurinn sem þú klæðist við má ekki vera of þröngur, að minnsta kosti ekki fyrr en björg- unarhringurinn er farinn. Andlitsmálningin verður að vera óaðfinnanleg og því viltu ekki svitna of mikið; vilt ekki líta út eins og seitt svín ef draumaprinsinn er í næsta tæki. Einhvern tíma í fyrra var ég á teygjusvæðinu að ljúka við æfingar. Við hlið mér sátu nokkrar vinkonur, ekki beint að sinna liðleikaþörfum líkamans. Útundan mér heyrði ég þær tala um stelpu sem sat hinum megin í herberginu. Flott og stælt stelpa í þröngum íþrótta- fötum og greinilega búin að vera taka heilmikið á því. Stelpurnar hneyksluðust mjög á klæðaburði hennar. Þeim fannst hún of mikil glenna, „greinilega hér til að tæla hitt kynið“. En það kaldhæðnislega við þetta var að stelpan sem lét þetta út úr sér, var í nákvæm- lega sömu fötum og þessi stælta stelpa sem hafði haft mikið fyrir æfingum dagsins. Samkeppnin í ræktinni getur dregið fram leiðinlega hlið á okkur. Við þurfum ekki alltaf að sjá og segja það versta um næsta mann. Við verðum að læra að keppa við okkur sjálf. Ekki við stelpuna í teygjusaln- um sem hefur unnið fyrir því að líta vel út. tíska Kolbrún Pálsdóttir skrifar 5 dagar dress Nú er leikkonan Halle Berry komin í hóp þeirra fjölmörgu stjarna sem hefur hannað sérstaklega fatnað á markað. Í vikunni setti hún af stað auglýsingaherferð fyrir nýja skólínu sem við hana er kennd en Berry hannaði skóna í samstarfi með þýsku skókeðjunni Deichmann. Hally hafði haldið þessu verkefni alveg út af fyrir sig fram að þessu og kom þetta því tískuáhugamönnum og aðdáendum hennar nokkuð á óvart. „Þetta eru að mestu þægilegir hælaskór – sem ekki eru of háir. Hælaskór sem væri hægt að hlaupa maraþon í, þess vegna,“ sagði Hally við tímaritið Us Magazine. Skórnir verða aðeins seldir í verslunum Deichmann á þessu ári en munu síðar verða seldir víðar um heim. Halle hannar skó Ítalska tískuhúsið Marni kynnti í vikunni nýjustu hönnun sína fyrir tískurisann H&M. Mikill spenningur hefur legið í loftinu vegna þessarar nýju línu frá Marni enda um harðan keppinaut Donnatellu Versace að ræða, sem einnig vinnur að nýrri vorlínu fyrir sænska fyrirtækið. Línan frá Marni er hátískuleg, eins og búast mátti við, vönduð og fal- leg. Hún er væntanleg í verslanir H&M um allan heim 8. mars næst- komandi og mun seljast í örlítið hærri verðflokki en venjulegt er fyrir flíkur frá H&M. Þriðjudagur Kjóll: Kolaportið Skór: Kolaportið Fötin koma mest úr Kolaportinu Bára Kristgeirsdóttir er 29 ára nemi á öðru ári í grafískri hönnun í Listaháskóla Íslands og liðsmaður fótboltaliðs- ins FC ógn. „Stíllinn minn er mjög breyti- legur frá degi til dags,“ segir Bára. „Ég er mikil buxnatýpa og tel mig vera meiri „tomboy“ heldur en einhverja pæju. Hælaskórnir fá Mánudagur Skór: Spúútnik Buxur: H&M Kjóll: Nostalgía Kápa: Vintage frá Finnlandi oft kyrrir að liggja, nema kannski um helg- ar enda legg ég mikið uppúr því að þægindin komi fyrst. Fötin mín koma líklega mest frá Kolaport inu eða Vintage- verslunum. Ég á mikið af uppá- halds hönn- uðum og er Thelma Design, sem gerir ofboðslega falleg höfuðföt, Hildur Jóman, sem gerir falleg hálsmen og Áróra sem gerir æðislega kraga, sérstaklega í upp- áhaldi.“ Rihanna stjórnar raunveruleikaþætti Söngkonan Rihanna ætlar að færa sig örlítið nær tískunni ef marka má nýjustu fréttir af henni, en nýr raunveruleikaþáttur hefst í mars á þessu ári þar sem hún er potturinn og pannan. Þátturinn er unnin í sam- starfi með bresku sjónvarpsstöðinni Sky Living og byggist á því að nokkrir fatahönnuðir keppast við að heilla sönkonunna upp úr skónum með hönnun sinni. Þátturinn varir í alls tíu vikur og í hverri viku dettur keppandi út, ekkert ólíkt og í tískuþætti fyrirsætunnar Heidi Klum; Project Runway. Sigurvegarinn fær svo að sýna tískulínu sína á hinni virtu Mercedes Benz-tísku- sýningu í vor, auk þess að hanna sviðsbúninga á söngkonuna fyrir næstu tónlistaferð hennar. Marni fyrir H&M Miðvikudagur Félagsbúningur fótboltafélagsins FC ógn Föstudagur: Skór: Eva Buxur: Rauða kross búðin Skyrta: Götumarkaður Jakki: H&M Loðhúfa: Götumarkaður Fimmtudagur Skór: Spúútnik Kjóll: Gjöf frá kærasta - Vivenne Westwood í allt sumar Ísland VÍKURHVARF 6 - 203 KÓPAVOGUR - SÍMI 557 7720 - WWW.VIKURVERK.IS Opið um helgina: Laugardag 12 til 16 Sunnudag 13 til 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.