Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.02.2012, Blaðsíða 19

Fréttatíminn - 03.02.2012, Blaðsíða 19
„Held það sé ekki gott að hafa of mikinn tíma til að hugsa“ Framhald á næstu opnu arra þá Carl Möller, sem kennir á píanó og hljómborð, en við erum ný- lega búin að bæta því við tónlistar- námið í skólanum, Jón Pál Bjarna- son gítarsnilling sem allir þekkja og Helga E. Kristjánsson bassa- og gítarleikara. Allt eru þetta einstak- lega hæfileikaríkir tónlistarmenn sem hafa spilað saman í áratugi,” segir Svanhildur. Þegar við hittumst eru rólegheit í skólanum, enda tveir klukkutímar þar til hann opnar og nemendur mæta. Svanhildur er yfirveguð og róleg þrátt fyrir að hún eigi eftir að skreppa heim áður og sækja for- stjórann, herra Prins, sem á sinn heiðurssess í skólanum. Þegar Ólafur Gaukur lést í fyrra, höfðu þau Svanhildur átt hálfrar aldar samleið. Hún segir að vissu- lega sé erfitt að missa maka sinn eftir svo langan tíma: „Við vorum ekki bara hjón,“ segir hún hugsandi. „Við vorum félagar og  góðir vinir. Við áttum svo auðvelt með að tala saman, ræða öll mál og hann studdi mig í öllu sem ég gerði og talaði í mig kjark ef á þurfti að halda og það var gagnkvæmt. Hann samdi gríðar- lega mikið af textum, sýndi mér þá alla og bað mig að fara yfir þá. Hann var mjög ritfær, var ritstjóri VR-blaðsins í 20 ár og þótti mjög vænt um blaðið, líkt og þennan gítarskóla. Hann kom hingað oft um helgar til að semja og vinna, enda er gott að vera hérna. Við ferðuðumst mikið saman, unnum saman og vorum bara alltaf saman. Það eru gríðarleg viðbrigði fyrir mig að vera allt í einu orðin ein, en ég hef haldið mér á floti með því að vinna mikið. Ég held það sé ekki gott að hafa mikinn tíma til að hugsa,“ bætir hún við. „Þær stundir sem maður hefur til þess eru oft of margar, þrátt fyrir að ég sé á stöð- ugu spani, og þá hugsa ég um góðu tímana okkar.“ Vinir mínir kalla mig Gauk... Svanhildur var ung þegar hún kynntist Ólafi Gauki. Hún var ráðin til að syngja með Leiktríóinu þar sem hann var einn þriggja hljóm- listarmanna. Síðar, árið 1966, eftir að þau voru gift, var stofnaður Sext- ett Ólafs Gauks og Svanhildur, sem var ráðinn til að spila  í Lídó, hinum glæsta skemmtistað sem þá var. Sjálf er Svanhildur komin af tón- listarfólki. Móðir hennar var Anna Sigurðardóttir Njarðvík íþrótta- kennari, en faðir hennar, Jakob Einarsson, lék meðal annars með hljómsveit Carls Billich. Frá fyrsta fundi hennar og Ólafs Gauks segir hún svo: „Ég spurði hann: ,,Hvað á ég eiginlega að kalla þig? Sumir kalla þig Óla, aðrir Ólaf og enn aðrir Gauk.“  Hann svaraði að bragði: „Vinir mínir kalla mig Gauk“. „Það- an í frá kallaði ég hann alltaf Gauk, því fyrstu árin vorum við eingöngu vinir og samstarfsfélagar, maður sem ég kunni mjög vel við. Ástin kom síðar.“ Þau spiluðu lengi í Lídó og síðan í mörg ár á Hótel Borg. Það leiddi af sér að gerður var sjónvarpsþátt- urinn „Hér gala gaukar“ þegar ís- lenskt sjónvarp tók til starfa. Þegar ég spyr Svanhildi hvernig lög henni líki best að syngja svarar hún án þess að hugsa sig um: „Þau lög sem ég ræð vel við! Oft urðu vinsæl lög sem ég réði ekkert vel við en varð bara að gjöra svo vel að syngja, því þau höfðu slegið í gegn. Sum laganna hentuðu ekki minni rödd, en þau vinsælustu gat engin hljómsveit verið þekkt fyrir að neita að flytja. Það fylgir starfi hljómsveita.“ Rómantíkin horfin Við ræðum um breytinguna sem hefur orðið á undanförnum árum, þegar dansstaðir með hljómsveit- um lögðust af og í staðinn komu barir og diskótek: „Það er ekki nærri því eins skemmtilegt,“ segir Svanhildur. „Hér áður fyrr klæddist fólk sínu fínasta pússi og fór á fallega staði til að stíga dans og fá sér í gogg- inn. Það vantar smá rómantík í þetta núna finnst mér. Mér finnst vanta stað hér þar sem boðið er upp á mat, skemmtiatriði og hljómsveit. Ég er sannfærð um að slíkur staður myndi bera sig vel. Slíkan stað myndi fólk frá 35 ára aldri sækja.“ Héldu krabbameininu leyndu Þau Ólafur Gaukur voru gift í 48 ár, en áttu samleið í rúm 50 ár eins og fyrr segir: „Við vorum farin að plana næstu 48 árin,“ segir hún brosandi. „En Gaukur fékk krabbamein eins og annar hver maður virðist fá. Þetta gekk hægt til að byrja með og hann vildi ekki láta vita af því. Hann var að kenna hér og vildi ekki að nem- endurnir vissu að hann væri veikur, svo við vorum ekkert að blaðra um það. Við reyndum auðvitað allt til að finna leið til lækninga fyrir hann. Við fórum meira að segja í leyniferð til Bandaríkjanna, en á sjúkrahúsi á Rhode Island er boðið upp á krabbameinsmeðferð sem heitir „Radiofrequency ablation“ og hefur verið unnið með í nokkur ár. Þótt undarlegt megi virðast fáir krabbameinssjúklingar hér vita af þessari meðferð, enda ekkert verið að flagga henni. Hún felst meðal annars í því, skilst mér, að örbylgjum er beint að meininu sem skreppur við það saman og eyðist og það hefur sýnt afar góðan árangur. En þetta er auðvitað dýr meðferð sem Tryggingastofnun tekur ekki þátt í að greiða fyrir. Hins vegar finnst mér að fólk eigi að hafa val og vil þess vegna segja frá þessu. Læknirinn sem fann upp þessa aðferð heitir Dr. Damien Dupuy. Hann starfar við Rhode Island spítalann og við vorum svo heppin, að það var einmitt hann sem framkvæmdi aðgerðina. En það mun ekki vera alveg sama á hvaða stað í líkamanum krabba- meinsæxlið er. Geislunum er hægt að beina á ákveðna staði, eins og til dæmis lungu og bein, þar sem krabbameins-æxlin í Gauki voru. Það heppnaðist að skjóta bæði meinin í kaf – þau hurfu alveg – en hins vegar höfðu myndast minni æxli í lungum sem ekki var hægt að greina á þeim tíma og því fór sem fór. Þetta er stórkostleg aðferð og það mælir að mínu viti ekkert á móti því að fólk leiti allra leiða þegar það greinist með alvarlega sjúkdóma. Það er í eðli mannsins að leita eftir bata hvar sem er. Eftir heimkomuna fór hann í lyfja- og geislameðferð. Hann þoldi alls ekki lyfin, svo síðasta árið varð honum nokkuð erfitt. Hann kenndi samt hér við gítarskólann alveg fram í apríl í fyrra og lést tæpum tveimur mánuðum síðar.“ Umm ... beikonbragð! Kartöflugratín með beikoni er fljótlegt og auðvelt í matreiðslu. Þú rífur einfaldlega plastfilmuna af bakkanum, stráir osti yfir og það tekur aðeins 20 mínútur að hita kartöflugratínið í ofni. Auðveldara getur það ekki verið! Kartöflugratín - alltaf ljúffengt – íslensk gæði eftir þínum smekk! N ýt t Hátíð í hjarta Reykjavíkur! Eldgleypar, harmónikka, englar, tónlistarmenn, kórar, leikarar og margir fleiri mæta á hvatningahátíðina Kærleikar sem er hugmyndasmíð Bergljótar Arnalds. Á hátíðinni fögnum við lífinu, ástinni og öllu því sem sameinar okkur. Allir velkomnir á Austurvöll laugardaginn 4. febrúar kl. 14:00 sjá nánar Kærleikar á facebook Við kveikjum ljós í skammdeginu á Löngum laugardegi og göngum Kærleiksgöngu í kringum tjörnina með frábærum hljóðfæraleikurum og örugu götuleikhúsfólki. Verum, gerum og njótum þar sem hjartað slær! L A N G U R L A U G A R D A G U R Helgin 3.-5. febrúar 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.