Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.02.2012, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 03.02.2012, Blaðsíða 30
F Flestir skildu Ólaf Ragnar Grímsson, for- seta Íslands, svo í áramótaávarpi að for- setatíð hans lyki á sumri komanda, að hann gæfi ekki kost á sér að loknu fjórða kjör- tímabili sínu. Hefð er fyrir því að forseti skýri frá ákvörðun sinni á slíkri stundu. Tvær grímur runnu hins vegar á marga við nánari skoðun á ummælum forsetans. Hann sagði sig og fjölskyldu sína hlakka til frjálsari stunda en vísaði um leið til þess að tímarnir nú væri markaðir óvissu og að á grund- velli þess væri höfðað til skyldu- rækni forsetans, trúnaðarins sem fólkið í landinu hefði sýnt honum. Forsetinn sagðist vissulega hafa íhugað þessi sjónarmið vandlega og sagði síðan: „Niður- staðan kann að hljóma eins og þversögn en er engu að síður sú að aðstæður þjóðarinnar séu þess eðlis að ég geti fremur orðið að liði ef val á verkefn- um verður eingöngu háð mínum eigin vilja, óbundið af þeim skorðum sem embætti for- setans setur jafnan orðum og athöfnum.“ Ólafur Ragnar bætti því síðan við að hann fengi meira frelsi til að sinna hugsjónum sínum og málefnum þegar skyldur forseta- embættisins hvíldu ekki lengur á herðum sér. Ákvörðunin fæli því ekki í sér kveðju- stund heldur markaði upphaf að annarri vegferð. Vegferð forsetans verður önnur að lok- inni Bessastaðavist en af túlkun manna á orðum hans sést að vafi ríkir um það hve- nær sú vegferð hefst. Sá vafi jókst þegar einstaklingar, nánir forsetanum, hófu und- irskriftasöfnun þar sem skorað er á hann að gefa kost á sér í eitt kjörtímabil í viðbót. Þar eru þau rök helst tilgreind að Ólafur Ragnar Grímsson hafi reynst mikilvægur málsvari þjóðar sinnar og veitt öryggi og traust á tímum sundrungar og reiði. Mál- flutningur hans hafi reynst mikilvægur innanlands og ekki síður ytra, sérstaklega í Evrópu. Þar er vísað til deilna um svokall- aðar Icesave-skuldir. Meðal forvígismanna þessarar undirskriftasöfnunar eru Bald- ur Óskarsson, gamall vopnabróðir Ólafs Ragnars og Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra. Ólíklegt verður að telja að þeir hefðu farið af stað með söfnunina án vit- undar og vilja forseta Íslands en í hvatn- ingarorðum Guðna segir meðal annars: „Fram undan eru átök um stjórnarskrá, þjóðaratkvæðagreiðslur, um stöðu Alþing- is og hlutverk forsetaembættisins. Átök um aðild að Evrópusambandinu – glímunni við yfirþjóðlegt vald.“ Efann um afstöðu Ólafs Ragnars Gríms- sonar má einnig lesa úr skoðanakönnun Capacent sem birt var í þessari viku. Spurt var: „Hver myndir þú vilja að gegndi emb- ætti forseta Íslands næsta kjörtímabil?“ Í aðfararorðum Capacent að í könnuninni kom hins vegar fram sá efi sem ríkir um afstöðu forsetans, eða: „Eins og kunnugt er hefur Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gefið í skyn að hann muni ekki gefa kost á sér áfram í embætti á næsta kjörtímabili.“ Við þennan vafa er óþolandi að búa. Það er kominn febrúar og forsetakosningarn- ar fara fram í júní. Afstaða hugsanlegra frambjóðenda til embættisins mótast af því hvort forsetinn sækist eftir endurkjöri eður ei. Kannski hefur forsetinn talið það koma skýrt fram, þegar hann ávarpaði þjóð sína á nýársdag, að hann ætlaði sér að hætta að loknu þessu kjörtímabili. Hann fylgist hins vegar með umræðum í samfélaginu og veit því af mismunandi túlkun á þeim orðum. Ólafur Ragnar á því að segja af eða á og það strax. Hvorki blaðamannafund né þjóðarávarp þarf til. Einföld fréttatilkynning frá skrifstofu forseta dugar. Kosningar Forsetinn segi af eða á Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsinga- stjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Íþróttasálfræði Sálfræðilegir þættir hafa mikil áhrif á frammistöðu Í þróttasálfræði (sport psychology) er ung fræðigrein. Meginmarkmið íþróttasálfræðinnar er að rannsaka áhrif sálfræðilegra þátta á frammistöðu og hagnýta þá þekkingu sem fæst með rannsóknum íþróttamönnum og þjálf- urum til hagsbóta. Dæmi um klassískar rannsókn innan íþróttasálfræðinnar er að skoða hvaða áhrif streita hefur á vítahittni hjá körfuboltamönnum, meta hverskonar endurgjöf er heppilegust til að bæta frammistöðu og rannsaka hvaða áhrif sjónmyndaþjálfun hefur á tæknilega framkvæmd á fótatökum í sundi. Þótt að íþróttasálfræði sé ung fræðigrein, í raun rétt að slíta ungbarna- skónum, þá hefur safnast töluverð þekk- ing sem hægt er að hagnýta. Það er til dæmis vitað að það er ekkert sérstaklega vænlegt til árangurs að vonast til þess að einbeiting verði til staðar þegar miklu skiptir að vera með fulla einbeitingu í kappleik. Hver kannast ekki við að hafa horft á viðtöl eftir leik þar sem grautfúll þjálfari segir þungur á brún: „Við misstum einbeitingu í örskots- stund og var refsað grimmilega fyrir vikið.“ Hann er líka kunnuglegur reiði þjálfarinn sem segir háum rómi eftir tapleik: „Ef menn geta ekki einbeitt sér að verkefninu geta þeir alveg eins verið heima.“ Rann- sóknir innan íþróttasálfræðinnar hafa leitt í ljós að ýmsir þættir geta bætt einbeitingu íþróttamanna og í raun er hægt að þjálfa hana upp á markvissan hátt meðal annars með svo kölluðu sjálfstali og lykilorð- um, ákveðinni tegund af markmiðssetningu, sjón- myndaþjálfun og rútínum. Fæstir þjálfarar sem nota skort á einbeitingu sem skýringu á döpru gengi þjálfa einbeitingu leikmanna sinna markvisst líkt og skottækni, styrk og þol. Reyndar er það svo að sálfræðilegar skýringar eru ótrúlega fyrirferðamiklar í skýringakerfi þjálfara og íþróttamanna. „Menn komu ekki með hausinn skrúfaðan á, sjálfs- traustið er í botni, liðsheildinn skóp sigurinn, menn höfðu ekki nægilega trú á verkefninu, hitt liðið langaði bara meira í sigurinn.“ Allt eru þetta skýringar sem allir sem hafa fylgst með íþróttum hafa heyrt..... oft! Líklega hefur hinn almenni íþróttáhugamaður heyrt sál- fræðilegar skýringar á frammistöðu oftar en leikfræðilegar skýringar. Það er hins vegar fullkomlega eðlilegt að þjálfarar og íþróttamenn grípi til sálfræðilegra skýringa í viðtölum eftir leiki. Sálfræði- legir þættir hafa nefnilega mikil áhrif á frammistöðu. Í raun er það svo að lík- legast er að sálfræðilegir þættir ákvarði sigurvegara ef geta er mjög svipuð. Það sem meira er, líklegast er að sálfræðilegir þættir skýri breytingar á frammistöðu yfir stuttan tíma ef ekki koma til þættir eins og meiðsli og/eða miklar breytingar á leikskipulagi. Í þessu ljósi er áhuga- vert að velta fyrir sér frammistöðu einstakra liða og leikmanna á EM í handknattleik sem var að ljúka. Björgvin Páll Gústafsson, markmaður íslenska lands- liðisins, átti afleita leiki í upphafi móts en beit í skjald- arrendur og spilaði nálægt því sem hann er þekktur fyrir í milliriði. Er líklegt að Björgvin Páll hafi tekið stórstígum líkamlegum framförum á þeim tíma sem var á milli leikja í riðli og milliriðli? Nei líklega ekki. Líklegast er að sálfræðilegir þættir skýri að mestu af breytingu á frammistöðu. Evrópumeistarar Dana spiluðu líkt og Björgvin Páll illa í riðlinum sínum en stóðu uppi sem sigurvegarar. Urðu leikmenn Dana mikið betri í handbolta þegar á leið mótið? Líklega ekki. Líklegra er að skýringin á umbreytingu í spila- mennsku þeirra sé sálfræðilegur. Hafrún Kristjánsdóttir er aðjúnkt í tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Veitingahús 6 ummæli 18 ummæli Karma Keflavík ehf Grófinni 8 12 ummæli Krúska ehf Suðurlandsbraut 12 17 ummæli 10 ummæli Saffran SuZushii Stjörnutorgi Kringlunni 4-12 1 2 3 4 5 Efstu 5 - Vika 5 Topplistinn Sjávargrillið ehf Skólavörðustíg 14 www.noatun.is Fermingar- veislur Veisluþjónusta Nóatúns býður upp á úrval af hlaðborðum fyrir fermingarveisluna! pantaðu veisluna þína á 2100 á mann Verð frá 30 viðhorf Helgin 3.-5. febrúar 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.