SÍB-blaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 7

SÍB-blaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 7
Tilgangurinn að hvetja fólk til athafna -segir Halla Þorvaldsdóttir; sálfrœðingur hjá Hollráðum Halla Þorvaldsdóttir, sál- fræðingur, er fagstjóri hjá ráð- gjafafyrirtækinu Hollráð, sem veitir ráðgjöf fyrir náms- og vinnumarkað. Fyrirtækið býður m.a. upp á námskeiðið „Starfslok - ný framtíð”, sem hefur það að markmiði að veita cdhliða fræðslu og und- irbúning fyrir starfslok. í fyrstu er boðið upp á grunn- námskeið þar sem farið er yfir helstu grundvallaratriði sem lúta að starfslokum sem í flestum tilvikum eru stór tímamót í lífi fólks. Full ástæða er til að aðstoða fólk á þessum tímamótum við að finna nýja möguleika til að njóta lífsins; að hlakka til starfslokanna í stað þess að kvíða þeim. „Hollráð hafa á að skipa sérfræðiráði sem gerir það að verkum að við getum nýtt betur þá sérþekkingu sem er fyrir hendi. Við skipuleggj- um okkar vinnu þannig að við fáum sérfræðinga á ólíkum sviðum til að mynda starfshópa, eins og í kringum starfslokin. Hver sérfræðingur fjallar um þá hlið starfslokanna sem að hon- um snýr,” segir Halla. í starfslokahópn- um eru þau Árni Tómas Ragnarsson, læknir, Berglind Magnúsdóttir, sálfræð- ingur, Þórir S. Guðbergsson, félagsráð- gjafi, Rannveig Baldursdóttir, iðjuþjálfi og Kristín Á. Ólafsdóttir, leikari. Þegar Halla er innt eftir því hverjar helstu niðurstöður starfshópsins hafi verið segir hún meginniðurstöðuna vera þá að nauðsynlegt sé að taka tillit til margra þátta þegar fjallað er um starfslok. „Það hefur verið tilhneiging í umfjöllun um starfslok að líta fyrst og fremst á hagnýt atriði, ekki síst fjármál fólks og þá einkum lífeyrissjóðs- og tryggingamál. Það er auðvitað mjög mikilvægt. Fjárhagur fólks hefur auðvit- að heilmikið að segja, ekki síst þegar hann minnkar. Hins vegar hangir fleira á spýtunni og að því þarf að huga,” bæt- ir hún við. Það hefur sýnt sig að það sem fólk kvíðir mest er sú óvissa sem starfslok- um fylgir. Halla segir sjálfsmynd fólks oft byggjast á því við hvað það starfar og því sé eðlilegt að fólk velti fyrir sér hvað tekur við þegar það lýkur störf- um. Hún telur nauðsynlegt að opna um- ræðu um þetta. „Fólk hefur ekki aðeins áhyggjur af breyttum fjárhag heldur líka t.d. af heilsu sinni og þar erum við komin að mikilvægu atriði sem huga þarf að í námskeiðum eins og þeim sem við stöndum fyrir. Þau eru t.d. hreyfing, svefn og mataræði. Á námskeiðinu er fjallað um mikilvægi hreyfingar fyrir lík- amlega og andlega heilsu. Skipulögð hreyfing getur verið einn af föstu punktunum í tilverunni en mikilvægt er að hafa þá sem flesta þegar vinnurútín- an, sem hefur skipað svo stóran sess í okkar daglega lífi, hverfur. Það er mark- miðið með námskeiðunum að fá fólk til að horfa á starfslokin sem dyr inn í nýja og skemmtilega framtíð í stað þess að hræðast þau eins og einhverja ógæfu sem yfir það dynur. Áherslan í okkar námskeiðahaldi er fyrst og fremst lögð á að hvetja fólk til athafna.” Raunveruleg lífsgæði Námskeiðin eru annars vegar hugsuð fyrir almenning, fólk sem að eigin frum- kvæði vill undirbúa sig fyrir breytingar, hins vegar fyrir fyrirtæki, sem með því að bjóða starfsmönnum sínum á nám- skeið vilja undirbúa þá fyrir starfslok. „Með því móti geta fyrirtækin stutt við bakið á sínum starfs- mönnum við það að skapa sér góða og uppbyggilega framtíð eftir starfslok, eftir að starfsmennirnir hafa skilað fyrirtækjunum sínu. Við lítum á það sem hluta af okkar vinnu að koma slíkum hug- myndum á framfæri innan fyrirtækja. Allt lífið erum við að undirbúa okkur fyrir næsta æviskeið. Það er því mikilvægt að hefja undirbún- ing fyrir starfslok snemma, til að auðvelda aðlögunina,” segir Halla. Námskeiðin eru að mestu byggð upp á erindum og um- ræðum. Halla segir að nám- skeiðin séu 12 klst, sem deilist niður á þrjú til fjögur skipti, en Hollráð leggja þó á- herslu á að aðlaga þau að þörfum og óskum hvers hóps. „Við reynum að vinna út frá lífsgildum hvers og eins og þannig komast að því hvað hver og einn vill undirbúa sig fyr- ir. Við reynum að meta það hvað gerist þegar við hættum störfum, hvað við missum og hvað við fáum í staðinn.” í framhaldi er ætlunin að bjóða fólki upp á ákveðin valnámskeið í kjölfar grunnnámskeiðsins. Þar má nefna nám- skeið um samskipti þar sem gerð er grein fyrir algengum breytingum sem verða á samskiptamynstri við maka og börn, fólki er gefinn kostur á því að kynna sér undirstöðuatriði slökunar eða yoga, svo dæmi séu tekin. „Á stór- um tímamótum í lífinu höfum við oft til- hneigingu til að horfa svolítið inn á við og líta yfir farinn veg. Við hvetjum fólk til þess að nota það tækifæri sem starfslokin eru, til að átta sig á styrk sínum og ekki síst að velta fyrir sér ósk- um sínum og löngunum. Slíkt er mikil- vægt til að tryggja góða og ekki síst á- nægjulega framtíð eftir starfslok. Svona sjálfsskoðun getur farið fram á margan hátt en áhugasviðsgreining, sem boðið er upp á hjá Hollráðum getur verið skemmtilegur kostur. Fólk sem komið er á starfslokaaldur býr yfir míkilli reynslu og sú reynsla getur nýst á margbreytilegan hátt, líka á allt öðrum sviðum en það hefur áður beitt sér,” sagði Halla að endingu. 7

x

SÍB-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍB-blaðið
https://timarit.is/publication/979

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.