SÍB-blaðið - 01.12.1999, Qupperneq 9

SÍB-blaðið - 01.12.1999, Qupperneq 9
Mataruppskriftin Söru- Bernhards smáköhur Það er ekki langt síðan Söru- Bernhards kökurnar fóru að sjást á jólaborðum íslendinga. Þessar kökur þykja hið mesta lostæti og það sem meira er, baksturinn er auðveldari en margur heldur. Hér birtum við einfalda og þægi- lega uppskrift sem allir ættu að ráða við. 600 gr. möndlur 500 gr. flórsvkur 10 eggjahvítur Hakkið möndlur fínt. Stífþeytið eggjahvíturnar. Sigtið saman möndlur og flórsykur og blandið eggjahvítunum varlega saman við. Sett með tsk. (ca 1/2) á vel smurða plötu bakað í 15 mín við 180 gr. Krem 2.5 dl. svkur. 2.5 dl. vatn. 10 eggjarauður 4 msk. kakó 1/2 tsk. Neskaffi 500 gr. smiör Vatn og sykur soðið við hœgan hita í ca. 8.mín., þar til það er orðið að glœru sírópi. Eggjarauðurnar stíf- þeyttar, sírópinu blandað varlega saman við og síðan kakói, kaffi og smjöri hrœrt út í. Kreminu er smurt á kökurnar og þœr frystar. 800 gr. af Opal-súkkulaðihjúp er brœddur í 2 msk. af matarolíu og kremhlið kökunnar dýft í löginn. Kökurnar frystar á ný. Lokað í dag aðfangadag Gleóileg Jól! Aðfangadagur jóla og gamlársdagur 1999 í kjarasamningum, sem undirritaðir voru 11. júní 1999, var sérstök at- kvæðagreiðsla um að aðfangadagur yrði frídagur um alla framtíð, gegn því að tengsl orlofs og launaflokks voru rofin fyrir nýráðna bankastarfsmenn. Félagsmenn SÍB samþykktu þennan sérstaka samning í allsherjar at- kvæðagreiðslu. Þannig gildir það nú í fyrsta skipti að allir félagsmenn SÍB eiga frí á aðfangadag jóla, föstudaginn 24. desember 1999. Allir bankar, sparisjóðir og aðrir vinnustaðir fé- lagsmanna SÍB verða lokaðir 24. des- ember og félagsmenn SÍB geta undir- búið komu heilagra jóla í frið og ró. Þann 12. október s.l. sendi Sam- band íslenskra viðskiptabanka bréf til SIB um lokun afgreiðslustaða banka og sparisjóða um áramótin 1999 - 2000. Þar er tilkynnt að afgreiðslu- staðir verði Iokaðir 31. desember 1999 og 3. janúar 2000. í bréfinu segir: „Ekkert var ákveðið um lengri opnun- artíma 30. desember 1999, enda er á- kvörðun þar að lútandi alfarið í hönd- um einstakra fyrirtækja og stofnana”. I fréttatilkynningu, sem send var í nafni fjármálafyrirtækja þann 22. nóv- ember s.l., kemur fram að greiðslu- miðlunarkerfið mun starfa eins og vanalega. í fréttatilkynningunni segir m.a.: „Líkur á því að eitthvað fari úr- skeiðis um n.k. áramót eru litlar. Engu að síður telja fjármálafyrirtæki og stofnanir nauðsynlegt að sýna fyrir- hyggju og búa sig undir að eitthvað geti farið úrskeiðis.” Þrátt fyrir að fjármálafyrirtækin hafi afgreiðslur sínar lokaðar 31. desember þá er ekki um samningsbundinn frídag starfs- manna að ræða eins og á aðfangadag. Lokunin er fyrst og fremst öryggisað- gerð og alfarið í höndum hvers fyrir- tækis, í samvinnu við starfsmenn, hvernig vinnudegi verður háttað frá klukkan 9 til 12 þann 31. desember 1999. Eftir kl. 12.00 er gamlársdagur frídagur eins og verið hefur, og rétt er að undirstrika.

x

SÍB-blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍB-blaðið
https://timarit.is/publication/979

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.