SÍB-blaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 16
www.sib.is
í samræmi við samþykktir 40. þings
SIB er hafin vinna við uppsetningu
nýrrar lieimasíðu samtakanna. Slóðin
er www.sib.is Ákveðið var að setja vef-
inn strax upp þó hönnun hans og inn-
setningu á efni sé engan veginn lokið.
Það er álit þeirra sem að verkinu koma
að með þessu séum við enn fyrr að
koma til móts við vilja þings SIB. Einnig
má segja að í raun er vefur sem þessi í
sífelldri þróun og vinnu við hann lýkur
aldrei.
Markmið með rekstri vefsíðunnar
er m.a.:
• Allar upplýsingar um félagið séu til-
tækar félagsmönnum allan sólar-
hringinn - óháð opnunartíma og álagi
á skrifstofu samtakanna.
• Gera kjarasamning og túlkanir á hon-
um aðgengilegri
• Gefa félagsmönnum heildarsýn yfir
þjónustu samtakanna og auðvelda
þeim að nýta sér hana.
• Bæta aðgengi félagsmanna að kjörn-
um fulltrúum og starfsmönnum.
í tímans rás hefur, sem svör við
spurningum og vandamálum félags-
manna.safnast upp margvíslegur fróð-
leikur hjá skrifstofu SÍB. Sumt af því
hefur verið gefið út í sérritum sbr. bæk-
lingurinn Tímamót og bæklingur um
fæðingarorlof sem Eva Örnólfs- dóttir
sá um útgáfu á fyrir hönd SÍB. Þessir
bæklingar hafa fengið útbreiðslu langt
út fyrir raðir félagsmanna SÍB og verið
eftirsótt dreifirit. Öll útgáfa af þessu
tagi sem enn er í gildi mun verða sett á
vef og uppfærð þar eftir því sem efni
breytist. Jafnframt þarf einnig að end-
urútgefa sum þessara rita á prentuðu
formi.
Efni á vefsíðu raðað eftir hnöppum:
Fréttir
Þar er ætlunin að setja jafnóðum og
tilefni er til fréttir af málefnum sem
varða starfsfólk fjármálastofnana og
starfsumhverfi þeirra jafnóðum og til-
efni gefst til. Eins er hugmyndin að nýj-
ustu fréttir séu jafnan á forsíðu vefsins.
Undir þessum hnappi verði síðan liægt
að fletta upp í eldri fréttum.
Hvað er SÍB
Hér mun verða sett inn umfjöllun um
samtökin, tilgang þeirra, lög, þjónustu,
sjóði samtakanna, stjórn, skrifstofu, al-
þjóðasamstarf, reikningar, ofl. Eins
verður hér hægt að senda fyrirspurnir
til starfsmanna og stjórnarmanna.
Aðildarfélög
Hér verður listi yfir öll aðildarfélög,
stjórnarmenn þeirra, skrifstofur aðild-
arfélaga, félagaskrá, og listi yfir vinnu-
staði féiagsmanna innan hvers félags.
Kjarasamningar
Kjarasamningurinn birtist hér í heild.
Hér verða einnig ýmsar túlkanir á kjara-
samningum sem fram hafa komið t.d. í
SÍB blaðinu, samningsferlið, upplýsing-
ar um lífeyrismál, fæðingar- orlof, jafn-
réttismál, starfslok, aksturs-gjald, dag-
peninga, vinnutíma og tryggingamál.
Einnig verður leið til að leggja inn
spurningar um efni þessara þátta.
Trúnaðarmenn
Ýmiskonar fræðsluefni um viðfangs-
efni og störf trúnaðarmanna verður
hér. Þ.m.t. Spurningar og svör, túlkanir
á samningum, handbók trúnaðar-
manna, samningur um trúnaðarmenn,
launastatistik og tilkynningar til trún-
aðarmanna.
Styrktarsjóður
Reglugerð sjóðsins, úthlutunarreglur
og umsóknareyðublað um styrki úr
sjóðnum er komið hér inn. Þessi síða
auðveldar vonandi allt aðgengi félags-
manna að sjóðnum og upp- lýsingum
um hann. Félagsmenn eru hvattir til að
kynna sér þetta efni mjög vel. Sjá er
einnig á bls. 39 í kjarasamningi.
Nefndir SÍB
Hér verður settur listi yfir allar nefnd-
ir SÍB, nefndarmenn, verksvið og við-
fangsefni nefnda. Hér verða einnig upp-
lýsingar um samstarfsnefndir með öðr-
um félagasamtökum hérlendis og er-
lendis.
Fræðslustarf
Væntanlega verða hér greinar sem
birtast í SÍB blaðinu, margskonar nám-
skeiðsframboð til félagsmanna, og af-
sláttartilboð. Hér verða einnig í heild
bæklingar sem samtökin gefa út um
ýmis málefni s.s. starfslok, fæðingar-
orlof ofl.
Aðrir vefir
Tengiliðir við hliðstæð félög hérlend-
is og erlendis ásamt ýmsum hagnýtum
tengingum á netinu.
Að lokum
Rétt er að minna á að vefsíðan er að-
eins enn eitt tæki allra félagsmanna til
16