SÍB-blaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 19
Viimufundur SÍB og aðildarfélaganna
Hópurinn kampakátur með árangur fundarinns.
Nýverið hittust stjórn SÍB og stjórn-
armenn úr aðildarfélögunum saman á
árlegum vinnufundi. Megin-tilgangur
þessa fundar var að fara í innri skoðun
á starfi SÍB og aðildarfélaganna. En
áður en farið var f þá skoðun fengum
við Eddu Rós Karlsdóttur, hagfræðing
ASÍ til þess að flytja okkur erindi úr-
skýrslu sem var kynnt í fjölmiðlum ný-
lega. Erindið var fróðlegt og í ljós kom
að við Islendingar skerum okkur úr í
flestum málefnum er við berum okkur
saman við Norðurlöndin. Við byrjum
snemma að vinna, vinnum lengri vinnu-
viku en framleiðum minna pr.vinnus-
tund og loks hættum við seinna að
vinna. Sem dæmi má nefna að 44%
þeirra sem eru 65 ára og eldri eru enn á
vinnumarkaðnum á íslandi á meðan
hlutfallið er einungis 5% í Danmörku.
Skýringarnar eru auðvitað margþættar,
og ein þeirra sú að meðal eldri kynslóð-
arinnar telst það dyggð að vinna og
vinna sem lengst. Það sem mér þótti
persónulega vanta sem skýringu,
(kannski bara gleymst að nefna það), er
það að lífeyriskerfið á íslandi er frekar
ungt og þess vegna ekki á færi eldri
kynslóðarinnar í dag að hætta þar sem
áunnin réttindi eru ekki svo mikil. Þá
er einnig vert að minnast þeirra kvenna
sem kannski komu út á vinnumarkað-
inn um fertugt eftir að hafa komið upp
börnum, vinna í 20-30 ár og ná þar af
leiðandi ekki nema 40-60% réttindum.
Það segir sig sjálft að þessi hópur hætt-
ir ekki að vinna fyrr en hann er til-
neyddur til þess.
í erindi Eddu kom einnig fram að
meirihluti eldra fólks telur endur-
menntun og símenntun mjög mikil-
væga. Það er hins vegar merkilegt að
þessi hópur sækir síður menntun en
yngra fólkið. Það er umhugsunarvert
hver er orsök þess. Er það vegna þess
að þessi hópur nennir ekki að læra,
vantar það hvatningu, hamlar vinnu-
veitandinn því að það fari á námskeið,
eða er menntunin sem í boði er kannski
ekki sniðin að þessum hópi?
Naflciskoðun.
Heill dagur fór í naflaskoðun og dugði
varla til. Farnar voru nýjar leiðir í verk-
lagi sem mæltust vel fyrir. Hinn
nýráðni fræðslu og kynningarfulltrúi,
Sigurður Albert, stjórnaði ferlinu af
mikilli röggsemi svo sem góðum kenn-
ara sæmir. Byrjuðum við á því að setja
á lista allt neikvætt sem okkur
kom til hugar um SÍB og aðildar-félög-
in og linnti ekki látunum fyrr en við
vorum búin að setja á blað 59 neikvæða
punkta. Það sem svo flestir höfðu á-
huga á að hnykkja á af þessum punkt-
um var í fyrsta lagi skortur á mennta-
stefnu, opnunartímamál, að SÍB og að-
ildarfélögin mættu vera sýnilegri og
svo þótti einhverjum verkaskipting
milli SÍB og aðildarfélaganna óskýr. Þá
var komið að því að kasta fram því
hvernig við vildum að „fyrirmyndar-
samfélagið” liti út. Eitthvað vorum við
tregari við að varpa fram draumsýninni
því þegar upp var staðið voru punkt-
arnir 41. Þó voru nokkrir afgerandi svo
sem, að allir fái að njóta menntunar,
jafnrétti kynja, starfsánægja og að kon-
um og körlum verði greidd full laun í
fæðingarorlofi. Á svona stuttum fundi
er ekki hægt að finna lausnir á öllum
þeim atriðum sem fram komu, en þessi
vinna skilar þó því að fram kemur það
sem mest brennur á fólki og kemur til
með að njhast okkur í starfinu framund-
an.
Þá má geta þess að lokum á fundin-
um komu fram áhyggjur vegna þess að
upp væru að koma tilfelli þar sem svo
virðist sem verið væri að „ýta fólki lúm-
skt” út úr störfum í bankakerfinu og í
sumum tilfellum væri hreinlega um ein-
elti að ræða. T.d með því að færa það
til í starfi stundum gegn vilja þess, sem
leiðir til þess að fólk jafnvel gefst upp
og segir upp starfi af sjálfsdáðum. Auð-
vitað er það þó vonandi oftar sem til-
færslan er jákvæð fyrir starfsmanninn
því breyting er ekki alltaf til hins verra
eins og við vitum, stundum ber að líta á
hana sem tækifæri. Þá eru jafnvel til
dæmi um uppsagnir þar sem talað er
um að „það sé bara ekki hægt að vinna
með viðkomandi”. Stundum er þetta
kannski rétt, en það er alltof algengt að
einungis er orð á móti orði og er það
mál manna að það vanti að áminningar
séu skriflegar eða að trúnaðarmaður sé
hafður viðstaddur í svona tilfellum.
Margrét Bragadóttir.
19