Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.10.1915, Page 13

Læknablaðið - 01.10.1915, Page 13
LÆKNABLAÐIÐ 155 lítiö breytast þó álits þeirra fáu lækna, sem ekki náöist til í símanum, væri leitaö. Eftir töluveröar umræöur var tillaga Karls Finnbogasonar samþykt í efri deild. Þá kom málið til umræöu i neöri deild og urðu nú enn breytingar. Nefndin, sem kosin var, klofnaði, og vildi meiri hluti nefndarinnar fella tillögu Karls Finnbogasonar, en taka upp aftur tillögu Magnúsar Péturs- sonar dálitiö breytta, (ölinu slept), og var þaö samþykt í deildinni. Síðan fór málið til einnar umræöu í efri deild, og voru geröir neöri deildar látnar standa óhaggaðar og málið afgreitt, sem lög fá alþingi. — Sam])ykt Læknafélagsins, sem símuð var læknunum til umsagna, er svoleiöis tilkomin, aö eg, sumarið 1913, ráðlagöi konu hér í bænum aö drekka öl, sér til heilsubótar. Þaö fékst ekki í lyfjabúðinni, og kæröi þá maöur hennar (Magnús Einarsson) til stjórnarráösins. Stjórnarráöið leit- aði síðan álits Læknafélagsins meö svohljóðandi bréfi: „Jafnframt þvi að senda hinu heiðraða Læknafélagi Reykjavikur hjálagt erindi frá dýralækni Magnúsi Einarssyni, dags. 18. f. m., með 2 fylgiskjölum um skilning á lögum nr. 44, 30. júlí 1909 um aðflutningsbann á áfengi, að því er snertir skyldu lyfsala til að hafa eða útvega áfenga drykki, er læknar fyrirskipa handa sjúklingum sínum, skal stjórnarráðið beiðast umsagnar Læknafélagsins um erindi þetta, og óskast fylgiskjölin send með svarinu." Uröu þá nokkrar umræður um málið, en meö því að landlæknir var ekki á fundinum, en æskilegt þótti að heyra álit hans, þá var ákveöið að skjóta á aukafundi næsta dag og gera landlækni aövart. Var svo fundur- inn haldinn næsta kvöld (10. febr. 1914), landlæknir kom ekki, en geröi þau orö, aö hann vildi engin áhrif hafa á svar félagsins, því máliö kæmi seinna til síns úrskurðar. Var þá samþykt gjörö, eins og hún er prentuð hér aö framan, og send stjórnarráðinu, þaöan fór hún til umsagnar land- læknis og svaraði hann þá meö sínu alþekta langa bréfi, sem flestir munu hafa lesiö í stjórnartíðindunum. Þessi læknafélagssamþykt er ekki svo myrk, að ástæða sé til aö mis- skilja hana. í henni felst aö eins sú sjálfsagða krafa læknanna, aö þeir einir og hver fyrir sig ráði því, hvaö þeir fyrirskipa sjúklingum sínum. Því ])aö er ekki á neins læknis eöa lækna færi að ákveða hvaöa efni geti komið hinum eða þessum lækni aö gagni viö meðferð sjúklinga. Og þá má nærri geta, hvaða vit er í að leggja slíkt undir dóm þingmanna. Magnús Pétursson læknir komst líka svo aö orði, aö ef þessir þingmenn, bændur og prestar o. s. frv., sem ekkert vit gætu haft á lækningum, vildu meina sér að nota vín eöa annað til lækninga, sem hann áliti gagnlegt, þá yröi hann að segja: „Viljiö þér ekki gera svo vel og taka við að lækna, sjálfir." Yfirleitt var öll framkoma Magnúsar Pétursson í þessu máli okkur til sóma. Ræöur hans voru allar í anda samþyktar Læknafélagsins, og þó að tillaga hans væri ekki viðtækari, þá var það af því, að hann áleit að ekki mundi hægt að koma henni fram ef hún væri yfirgripsmeiri, eins og lika raun varð á. í sjálfu sér bar landlækni og Magnúsi Péturssyni ekki á milli um það, hvort nota mætti áfengi til lækninga, heldur að eins í hvaða formi það skyldi notað. Magnús vildi nota vínin en landlæknir spíritus-blöndur, og

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.