Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.10.1915, Side 15

Læknablaðið - 01.10.1915, Side 15
LÆKNABLAÐIÐ 157 þetta verSa til þess aö glæöa þá tröllatrú, sem alþýða hefði á lækningakrafti vínsins og væri rangt af læknum aS stuöla að því. ÞaS er eins og landlæknirinn, og aðrir andstæSingar þessa máls, gleymi því alt af, hvort sem það er nú óviljandi e'Sa ekki, aS ómengaSur vínandi fæst í öllum lyfjabúSum, og aS af honum stafar hættan, ef um nokkra hættu er aS ræSa, því hann vilja drykkjumenn fá en alls ekki léttu vínin. því hygg eg, aS eftirlitserfiSleikarnir aukist ekki mikiS, og eg fullvissa land- læknirinn um, aS hafi hingaS til veriS um nokkra misbrúkun aS ræSa, þá muni hún stöSugt minka eftir því sem frá líSur. ViSvíkjandi tröllatrú al- þýSu á vínum, sagSi landlæknirinn aftur söguna, sem kom í stjórnarráSs- bréfinu um manninn, sem vildi fá Lacrima Christi viS geSveiki. Eg trúi því nú ekki frekar en landlæknir, aS vín þetta lækni geSveiki, og því skil eg ekki hvernig á því stóS aS landlæknir lét manninn fá lyfseSil upp á þetta. HvaS eftir annaS kom þaS í ljós í þinginu, aS menn skildu ekki — eSa vildu ekki skilja — réttindakröfu læknanna, en báru þeim á brýn, aS þeir vildu gerast yfiralþing o. s. frv. (G. B.). Þetta er alger misskilningur, en vér viljum ekki aS þingmenn fari aS segja okkur fyrir, hvaS vér eigum aS fyrirskipa sjúklingum vorum og gera sig aS yfirlæknum. Þó bólaSi á. þessu hvaS eftir annaS, t. d. sagSi séra Kr. Daníelsson: „aS ef þaS sann- aSist um efni, sem væru á lyfjaskrá, aS þau væru jafnháskaleg og áfengi, þá væri h a n n strax meSmæltur Jdví aS taka þau úr lyfjaskránni. Sveinn Björnsson, Jón Magnússon og SigurSur Eggerz tóku þaS líka upp hjá sjálfum sér aS draga öliS undan, er þeir tóku upp tillögu Magnúsar Péturs- sonar; þ e i m, lögfræSingunum, fanst þaS vera óþarft til lækninga. ÞaS mun skoSun flestra lækna, aS nokkur bót sé fengin meS þessu, en aS sjálfsögSu munu þeir halda fram réttindakröfum sínum þar til þeir fá þeim fullnægt. MATTH. EINARSSON. Læknamál á alþingi. Ýmsir læknar hafa eflaust búist viS því, aS hreyft yrSi viS einhverjum mikilsvarSandi læknamálum á þinginu í sumar, launum þeirra, eftirlaun- um, taxta eSa öSru slíku. Orsökin til þess, aS ekki var í þetta ráSist, mun einkum hafa veriS sú, aS nú situr milliþinganefnd aS störfum, sem á aS athuga launamáliS í heild, og lítil von um aS launakjörum lækna verSi breytt fyr en tillögur hennar eru komnar í ljós. Eg átti tal um þetta í byrjun þings viS landlækni, sem ex offi.cio er talsmaSur héraSslækna, og kvaSst hann ekki mundi þessum málum hreyfa í þetta sinn, enda þykir mér líklegt aS þaS hefSi orSiS til lítils. Þessi voru þá helztu málin, sem tekin voru til meSferSar: Þess var getiS í síSasta blaSi, aS fé var veitt á fjárlögunum (1917) til kenslu í p a t h '0 1. a n a t. og 1) a k t e r i o 1. viS háskólann. Má því telja, aS stofnaS sé dócentsembætti í þessum greinum, eins og Læknadeildin hafSi fariS fram á. Þarf ekki aS fjölyrSa um hve hneykslanlegt þaS er, aS enginn maSur á öllu landinu kunni þessar fræSigreinar til hlýtar og þaS í landi,

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.