Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1916, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 01.02.1916, Blaðsíða 3
LEBllBLllII 2. árgangur. Febrúar 1916. 2. blað. Dilatatio ventriculi acuta. Dilat. ventric. acuta, snöggleg magavíkkun, sem fólgin er í því, aö mag- inn hættir, svo aö segja, alt í einu, aö geta tæmt sig og þenst því meira eöa minna út af innihaldi sínu, án þess þó um upprunalega hindrun viö pylorus sé aö ræöa, er, eftir síöustu ára reynzlu og rannsóknum að dæma, miklu algengari og ekki nærri alt af eins hættulegur sjúkdómur og menn áöur höfðu haldið. Þannig fann Payer (1911) t. d. meiri og minni útvíkkun á maganum á öllum þeim sjúklingum (um 300), sem hann rannsakaði eftir svæfingu, þótt maginn væri eðlilega stór á undan henni. Þlins vegar höfðu menn all-lengi þekt fágæt en mjög alvarleg og ban- væn .dæmi snögglegrar magavikkunar og voru algerlega sammála um það, hver sjúkdómseinkennin væru, en aö því er snertir orsakir sjúkd. og uppruna, hafa skoðanir læknaheimsins veriö óvenjulega skiftar. Við líkskoöanir og holskuröi, sjúkdóms þessa vegna, fundu menn, auk geisi- mikillar magavíkkunar, svo oft útvikkun á skeifugörninni (duoden.) og lokun á henni, vanalega þar sem garnahengið (radix mesent. og A. og V. mesent. supp.) gengur yfir hana. Meö öörum orðum, á þeim sjúkl. hefir ekki um dilatatio ventriculi acuta eina veriö aö ræöa, heldur um d i 1 a- tatio acuta ventriculi cum occlusione duodeni (arterio- mesenteriale). — Tvær skoðanir hafa því jafnan veriö ríkjandi um upp- runa sjúkdómsins. Önnur skoðunin er sú, aö það beri að skoöa hann sem stýflu eöa lokun (ileus) ofarlega í görnunum, vegna þess að þaö f r u m 1 e g a (primæra) sé skyndileg lokun á skeifugörninni af völdum heng- i s i n s og aö magavíkkunin sé aö eins afleiöing af því. Sjúkd. var því kallaður ýmsum nöfnum, sem á þaö benda. (Arterio-mesenteriale eöa duo- deno-jejunale Darmverschlusz, Mesenterialileus, o.cclusion aigué du duo- dénum o. s. frv.) Hin skoðunin er, aö þaö f r u m 1 e g a í sjúkdónmum sé s k y n d i 1 e g 1 ö m u n e r 1 e 1 ö i t i I v í k k u n a r á m a g a n u m, sem á vissu stigi, eöa ef svo liggja atvik aö geti lokað skeifugörninni. Ýms heiti sjúkdóms- ins benda á þetta. (Acute Magenláhmung, postnarkotische Magenláhmung, dilatation aigué de l’estomac avec occlusion duodénale o. s. frv.) Alls hafa sjúkd. verið gefin rúm 20 mismunandi heiti (Gastro-mesen- terialieus, Kombinationsileus o. s. frv.) Á síðustu árum hafa menn meir og meir aðhylst síöari skoöunina og fært

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.