Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1916, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.02.1916, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 23 lagi hafa haft dálítil uppköst, aíS líöa miklu ver, þeir veröa óróir, kvarta um óhægö fyrir brjóstinu, verk eða uppþembu i magastaö, andþrengsli, ógleöi og ákafan þorsta og fyr eöa síðar fara þeir að kasta upp eöa ef uppköst hafa verið fyrir, ágerast þau aftur, veröa stærri og tíöari. Þeim versnar svo stööugt, einkum eykst verkurinn í lífinu, þeir veröa mæönari og uppköstin ákafari. Stundum byrjar sjúkd. enn þá skyndilegar, meö óþolandi v.erk í magastað, hræöslu og óstöðvandi uppköstum. Útlit sjúklinganna breytist þó vanalega ekki að sama skapi í byrjun, en þegar frá liður leynir sér ekki aö um alvarlegan sjúkdóm er að ræöa. —■ Sjúkl. liggja aldrei kyrrir, andardrátturinn tíður og erfiður, það slær út um þá köldum svita, drættirnir í andlitinu veröa skarpir og raunalegir og oft hafa þeir engan frið fyrir uppköstum. Þau eru oft tíð, en lítil, góð munnfylli í einu, en stundum eru þau rneiri og sjaldnari. Auk litarins, sem er gulur eða gulgrænn, grábrúnn eða svartgrænn, er einkum stærð upp- kastanna á sólarhring oft það mest áberandi, þau geta numið fleiri lítr- um af þunnum vökva, sjaldnar blönduð nýjum eða gömlum matarleyf- um og oft sjást í þeim blóðrákir. Við efnaprófun finst i þeim gall, blóð og pancreassafi. Við nánari athugun sér maður að sjúkl. eru sífelt að renna niöur og þeir hafa hljóðlausa, eöa hljóðbæra ropa. T u n g a n er óhrein og þur. Kviðurinn er áberandi stór, einkum bungar hann út ofan til og í miðju, en slöður veröa til hliöanna (einkum hægra megin). Þar er bank- hljóðið tympanitiskt, en yfir útbunguninni er venjulega sterk deyfa og mikil gutlhljóð. Eymsli eru lítil og enginn greinilegur défense muscu- laire. Vindar ganga engir, h æ g ö i r koma heldur ekki, þ v a g i ö minkar dag frá degi og getur endað meö anuria. L í f æ ð i n er áberandi hröð, (100—140) lin og lítil, einkum borin saman viö b 1 ó ð h i t a n n, sem er venjulega eölilega hár, eða hæösta lagi 38 stig. Kraftarnir þrjóta nú óðum, lífæðin verður æ hraðari og minni (140—170) og fái nú sjúkl. ekki rétta hjálp í tíma, verður sú óhjákvæmilega afleið- ing, collaps, sjaldnar tetani og mors. — Dauðaorsökin liggur í stöövun blóðrásarinnar, hún stafar aftur, sumpart af vatnsmissinum úr blóðinu (inspissatio sangvinis), sumpart af þrýstingi magans á hjartað og æöarnar í kviöarholinu (plexus splanchnicus, Aorta) og ef til vill af sjálfseitrun frá innihaldi magans og skeifugarnarinnar. — í svæfingar-tilfellum halda loks sumir, að hinum skaölegu áhrifum svæfingarlyfjanna á chromafinu vefina megi nokkru um kenna (Kuru). Aðgreining sjúkdómsins (diagnosis og differentialdiagnosis). Oft er auð- velt aö þekkja sjúkd. ef manni dettur hann á annað borð í hug, einkum ef þau skilyrði eru fyrir hendi,sem reynslan sýnir að auka tilhneiginguna til sjúkd. Einkennin eru líka venjulegast skýr og auökennileg. Þaö eru sjer- staklega þessi galllituðu uppköst, útbungun kviöarins, sem er mest ofan til og oft skarpt takmörkuð (og hefir lögun magans), gutlhljóðið yfir henni og hin hraða lífæð, án verulega aukins blóöhita, sem leiðir menn á rétta leið. — Það, sem hættast er við að sjúkd. sé ruglað saman við, er peritonilis, ileus paralyticus (post. operat,), eða einkum háttsitjandi þarm- lokanir af annari ástæðu (infrapapillerar), miklu síður við stenosis pylori eða þarmlokun ofan papilla Vateri, pneumatosis ventriculi og circulus

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.