Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1916, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 01.02.1916, Blaðsíða 16
læknablaðið 30 stofnuninni fyrirhuguöu. Eg dreg ekki í efa, aö ljósmæöraefni vor eigi kost á jafngóöri bóklegri mentun hér á landi sem erlendis; um klinísku fræösluna er ööru máli aö gegna. Fyrirkomulagiö er þannig, aö nemend- unum er skift niöur á þrjár ljósmæöur í Reykjavík og eiga þær aö kenna ljósmæöraefnunum aö skoöa gravid konur og hjálpa þeim viö fæðinguna; m. ö. o., á sjálfum ljósmæöraskólanum fer engin klinisk kensla fram. Allir læknar munu vera á eitt mál sáttir um, aö fyrirkomulag þetta sé mjög ófullnægjandi. Enginn mun finna betur til þessara vandræöa en land- læknir, sem er forstööumaöur ljósmæðraskólans; í grein, sem hann hefir ritaö í Iöunni um stofnun landsspítala, leggur hann einmitt til að komiö veröi upp fæðingarstofnun. Eölilegast væri, aö sami kennarinn kendi bæöi lækna- og ljósmæðra-efnum og væri jafnframt yfirlæknir á fæöingar- stofnuninni. Hjúkruna'rskóli. Eg hefi áöur látið j)á skoðun í ljósi hér í Læknablaðinu, aö vér myndum ekki eignast nægilega fjölmenna og vel mentaða hjúkrunarkvennastétt fyr en kominn væri á fót landsspítali; jiar eiga hjúkrunarkonurnar aö fá mentun sína. Þörfin á fullkomnum hjúkrunar- konum fer sennilega vaxandi eftir því, sem sjúkrahúsum og hjúkrunar- félögum fjölgar. Eins og nú er ástatt, eiga íslenzkar stúlkur, sem vilja gerast hjúkrunarkonur, hvergi hér á landi kost á að læra starf sitt. Þær eiga ekki kost á að læra hjúkrun á Landakotsspítalanum og um annað sjúkrahús er ekki aö gera hér i Reykjavík. Þaö er hart fyrir íslenzkar konur, aö þeim skuli ekki vera trúaö fyrir aö stjórna hjúkruninni á Vífil- staðahælinu og Laugarnesspitala. Þessi orö mín má engan veginn skoöa sem hnjóösyröi til þeirra útlendu hjúkrunarkvenna, sem hér starfa. Við megum vera fegnir aö leita til þeirra í nauöum okkar. En mér finst þaö ekki vera vansalaust íslenzku kvenþjóðinni, aö vera ekki einfær mn að hjúkra veikum mönnum hér á landi. Auövitaö eru islenzkar stúlkur eins fúsar á að gefa sig aö hjúkrun, sem erlendar stúlkur; en hvar eiga jjær að læra starf sitt? Þær jmrfa aö sigla til útlanda og vera á spítölum þar. Meðan svo er, má ekki búast viö, að margt kvenfólk gefi sig aö hjúkruninni. Hverjum kemur til hugar, aö viö mundum hafa nægilega mörgum læknum eöa ljósmæörum á að skipa, ef ekki væri hér á landi lækna- og ljósmæðra- skóli. Sama er um hjúkrunarkonurnar. Þaö veröur alt af kostnaöarsamt fyrir stúlkur að fara utan. Margar hverjar kunna lítiö sem ekkert í fram- andi málum; þær eru þar langt i burtu frá fjölskyldu sinni. Og að loknu náminu geta þær ekki gert sér vonir um glæsileg launakjör. Verður þá meö sanngirni heimtað aö margar íslenzkar konur gefi sig aö jjessu starfi? Nei, viö veröum aö veita j)eim l)óklega og verklega kenslu á landsspítal- anum fyrirhugaöa. Landsspítalinn og Reykjavíkurbær. Það er ekki svo að skilja, að landsspítalans sé brýn þörf eingöngu vegna mentunar lækna, ljósmæöra og hjúkrunarkvenna. Sjálfum sjúklingunum má ekki gleyma! Hér eru alt of fá spítalarúm handa sjúklingum innan bæjar og utan. Reykjavikurbær er í spítalahraki og mun innan fárra ára veröa eini kaupstaðurinn á íslandi, sem á sér ekkert sjúkrahús. Er slíkt vanviröulaust ? Finst borgurum þessa bæjar tryggilegt aö eiga engan stað,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.