Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1916, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 01.02.1916, Blaðsíða 8
22 LÆKNABLAÐIÐ nær svörtum vökva og meira eöa minna lofti. Pylorus finst gapandi og skeifugörnin oft útþanin og full af sams konar vökva og maginn, venju- legast niöur aö þeim staö, þar sem hengiö gengur yfir hana, eöa aö minsta kosti niöur fyrir gallgangsmynnið. Hefir þá þarmlokunin komiö fram viö strenging á henginu og æöunum, sem í því liggja, þannig, aö þarmurinn er klemdur á milli þeirra og hryggjarins. Sjaldnar finst þarmlokunin komin fram viö hvassar beygjur eöa brot á görninni, t. d. viö flexlura duodeno-jejunalis eða flexura duod. sup. Magaveggirnir finnast oft næfur þunnir, stundum þó með nærri eölilegri þykt, venjulega er slímhimnan meö stærri eöa smærri erosionum, enda er innihald magans jafnan blóði blandaö. Smásjárbreytingar eru fremur litlar á magavegnum, vöðvaþræö- irnir þó oft gliðnaðir hver frá öörum og nokkur degeneration í þekju- frumum slímhúðarinnar og vöövafrumunum. Aö eins einu sinni hafa menn fundið drep á skeifugörninni undan henginu (Báumler). Hinn hluti mjó- girnisins finst tómur og samandreginn og troðinn niöur í litlu grindina. I ristlinum er oft meira eða minna loft. En þaö sem mælir meö því, að oftar sé þó um þarmlokun aö ræöa en í þeim tilfellum, sem hún og útvikkunin á skeifugörninni beinlinis finnast og sem menn hingað til hafa eingöngu fariö eftir, er rneöal annars þaö, aö í mörgum tilfellum, sem talin eru til einfaldrar sn magavíkkunar, en leitt hafa þó til dauöa, er pylorus einnig fundinn gapandi og innihald magans galli blandað, munurinn því að eins veriö sá, að skeifugörnin hefir ekki fundist útþanin og þrengslastaöurinn ekki verið augljós. — En þaö er erfitt aö skilja, hvernig þetta getur átt sér staö, ef um einfalda magavíkkun á svo háu stigi væri aö ræöa. Manni skilst, aö magainnihaldið hlyti að tæmast út um þennan gapandi pylorus, ef engin mótstaða væri neðar, svo magavíkkunin kæmist aldrei á þetta stig. Jafnerfitt er að skilja það, hvers vegna gallið fer ])á lika inn í magann, þar sem svo mikill þrýstingur er fyrir, en tæmist ekki á eðlilegan hátt niöur í þarmana, ef engin þrengsli væru fyrir neöan gallgangsmynniö. Hitt er miklu skiljanlegra aö viö sjálfan kviöskuröinn, eöa ef til vill viö slöppun kviðvöövanna viö dauöann, hverfi þrýstingur magans á henginu o f t nógu mikið til þess, aö innihald skeifugarnarinnar og magans nái aö tæmast út, unz þungi magans nægir til þess aö leggja görnina saman. Aö kviövöövaþrýstingurinn hafi allmikla þýöingu í þessu tilliti, sýna bezt líktilraunir Kaysers. Við útþenslu magans meö vökva tókst hon- um ekki að framkalla þarmlokunina, fyr en hann bætti upp aðhald vööv- anna með þrýsting framan aö frá. Aðrir finna magann miklu minni viö líkskoðunina, en hann var áreiðanlega í lifanda lifi (Fagge, Morris) og bendir það í sömu átt. Aö þetta verður þó ekki ávalt, sannar engan veginn þaö mótsetta. Sjúkdómseinkennin. Sjúkdómurinn er, eins og áöur er um getið, lang- algengastur eftir svæfingar (operat.) og úr því einkenni hans viröast vera mjög lík, hver svo sem tildrög sjúkdómsins hafa verið, veröur honum hér einkum lýst með þeim fyrir augum. Mismunandi löngum tíma eftir svæfinguna (frá því um leið og þeir vakna og til 3—11 dögum siðar), venjulega minst einum til þremur sólar- hringum eftir hana, fer sjúkl., sem hingað til hefur liöiö vel eða í hæsta

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.