Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1916, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.02.1916, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 27 umst spítalann; en flestir collegar, sem eg hefi átt tal vitS um þetta mál, líta svo á, sem Landsspítalinn sé fögur framtíöarhugmynd, er eigi mjög langt í land. Á þetta þarf aö komast breyting. Máliö þarf svo mikinn og langan undirbúning, bæði af hálfu fjárveitingarvaldsins, byggingarmeistara og lækna, að mér viröist Læknablaöiö ekki mega lengur láta undir höfuö leggjast aö skifta sér af þessu máli. Vafalaust mundu einmitt 1 æ k n- a r n i r fá miklu áorkaö um framgang málsins. Eg geri ráö fyrir að þjóð- ina vanti ekki vilja til þess að koma á fót Landsspítalanum, þvi allir vilja hlynna að þeim sem sjúkir eru; en almenning skortir áreiöanlega hugmynd um, hve spítalavandræðin í Rvik eru mikil eins og er; hve mikinn heilsumissi og jafnvel liftjón það bakar Reykjavík og öllu landinu, aö hér skortir s p í t a 1 a m e ö nútímans f u 11 k o m n a s t a ú t b ú n- a ð i í öllum greinum. Vér þörfnumst spitalans ekki eingöngu vegna þess að margir sjúklingar — utan bæjar og innan — geta ekki fengiö rúm á Landakotsspítalanum ; vér þörfnumst einnig Landsspítala til þess að lækna- efni vor, hjúkrunarkonur og ljósmæður geti fengið góða mentun hér á landi. Landsspítalinn og háskólinn. Milli þessara tveggja stofnana þarf að vera náið samband. Á Landsspital- anum eiga læknanemendur háskólans að fá fræöslu sina, spítalinn á að vera h á s k ó 1 a s p í t a 1 i. Eg geri ráð fyrir að honum verði skift í deildir eins og gerist erlendis; aðaldeildirnar verða tvær, kírúrgisk og medicinsk deild, og ætti hver þeirra aö rúma 50 sjúklinga.* Þeir háskólakennarar, er hafa á hendi kenslu í kírurgí og medicín, yrðu aö sjálfsögðu jafnframt yfir- læknar, hver við sína deild. Þá fyrst kæmist klíniska kenslan við háskól- ann í gott liorf, ef kennurum og nemendum væri trygöur nægilegur sjúk- lingafjöldi, sem kennararnir í klíniskri læknisfræöi hefðu s j á 1 f i r undir hendi. Nú sem stendur er ástandiö þannig, aö kennarana vantar oft og einatt sjúklinga til kenslunnar og þurfa að fá sjúklinga „að láni“ frá öðrum læknum. Ýmsir sjúklingar kunna þessu sennilega illa og er þeim það vart láandi. Eg geri ráö fyrir aö kennurunum sé óþægilegt aö hafa svo lítil kynni af þessum sjúklingum, sem eru undir hendi annara lækna. Sem stendur er háskólinn alveg kominn upp á náð Landakotsspítala með sjúk- linga til kenslu. Systurnar hafa af góðsemi sinni lofað læknadeild háskól- ans því, að alla sjúklinga Landakotsspítala megi nota við kensluna, hver sem læknir þeirra kann að vera. Systrunum ber auövitað engin skylda til að hjálpa upp á háskólann í þessu efni. Þær hafa óþægindin ein, en háskólinn hagnaöinn. Systurnar leggja háskólanum til kenslunnar sjúk- linga, húsnæði, ljós og hita. Ein þeirra þarf að sjálfsögðu að vera viö- stödd meðan kenslan fer fram ; eitthvað fer umfram af umbúðum og þvíum- líku; herbergi þarf aö ræsta eftir stúdentafjöldann sem viðstaddur er. Syst- urnar hafa aldrei sett neitt upp fyrir ómak sitt og útgjöld og háskólinn hefir heldur ekki boöiö þeim borgun. Á Landakotsspítalanum liggja aðallega sjúklingar meö kírúrgiska sjúk- dóma; lítið er þar um medicínska sjúkdóma. Plássleysið er svo mikið, að þeir sjúkl., sem uppskurðar þurfa, eru látnir ganga fyrir. Þetta ástand er mjög óheppilegt; stúdentarnir sjá mjög litið af medicinskum sjúkdóm- * Þetta er auðvitað að eins lausleg ágizkun mín.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.