Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1916, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 01.02.1916, Blaðsíða 10
24 LÆKNABLAÐIÐ vitiosus eftir gastroenteroanastomosis, en naumast t. d. viö sull, sem sprungiö heföi inn í magann, pancreas-cystur, sem þrýstu að skeifugörn- inni, stóra hydronephrosis með uræmi-einkennum (uppköstum) o. s. frv. Gegn peritonitis, sem líkst getur afarmikiö, einkum ef sótthitinn er lítill, mælir einkum lögun og oft hin skarpa takmörkun útbungunarinnar, eymslaleysið, hin miklu gutlhljóö og það, aö defense musculaire vantar. — Mótsett viö ileus paralyticus er hér aftur hin takmarkaða útbungun og deyfan yfir henni og þaö, að uppköstin eru aldrei fæculent., þ. e. a. s. galllitarefnið er aö eins finnanlegt sem bilirubin og biliverdin, en aldrei sem h y d r o bilirubin, sem auökennilegt er fyrir þau, auk lyktarinnar. (Viö Sublimatprófun Schmidts litast það r a u 11, hin græn eöa ekki neitt. Hiö síðasta er aftur á móti sameiginlegt fyrir þenna sjúkdóm og allar háttsitjandi (infrapapillerar) þarmlokanir, af öörum orsökum. Þær geta líka myndast snögglega eða hagaö sér eins og sn. sjúkdómur, þótt þær í eðli sínu séu hægfara. Það eina sem þá er til leiðbeiningar, auk allra líkindanna, er þaö, aö þeim fylgir næstum aldrei svo mikil útvikkun á maganunt, þvert á móti, maginn hefir stælst svo við mótstöðuna, aö iörahreyfingar hans finnast eöa sjást oft utan á og útbungunin er þvi miklu rninni. Viö þenna sjúkdóm aftur á móti eru allar iðrahreyfingar rnagans lamaöar og hann liggur algjörlega slappur. — Þaö veröa þó engin glögg takmörk sett á milli þessara sjúkdóma, þeir geta hæglega fylgst aö, því sá fyrri eykur rnjög tilhneiginguna til þess síöari. — Sitji þrengsli (lokun) ofan viö papilla Vateri, eða í pylorus sjálfum, eru gall-uppköstin næstum útilokuö og getur það því aö eins likst sjúkdómnum, i þeim fáu tilfellum, þar sem brot kemur á görnina svo ofarlega. Útbungunin viö pneumatosis getur mjög líkst útb. viö þenna sjúkdóm; henni fylgir þó mótsett honum, bradycardi og bankhljóöiö er tympanit. í stað deyfunnar. Horfur sjúkdómsins (prognosis). Án viðeigandi læknishjálpar er sjúk- dómurinn banvænn í flestum tilfellum (90—100 pct). En með vaxandi þekkingu á honum hefir dánartalan færst niöur, svo aö seinni ára skýrslur telja hana um 65—53 pct; mest er undir því komið aö þekkja sjúkdóminr. og geta spornað viö því að hann komist á hátt stig, því þá er hann oft ólæknandi. Viðsjá sjúkdómsins (prophylaxis). Hún hefir mjög mikla þýöingu og er einkum í því fólgin að láta sjúklinga, sem svæföir hafa veriö, hreinsa og skola vel munninn og slím það, sem í hálsinn safnast, gefa þeim ismola í munninn, ef þeir kveljast af þorsta, og láta þá spýta út, en ekki renna niður og vara þá viö aðgleypa loft, en hafi þeir þrálát uppköst, er bezt ef unt er, að leggja þá á hægri hlið og láta þá hafa hátt undir lendunum. Sérstakrar varkárni veröur aö gæta þegar sjúkl., eftir operat. eða alvar- lega næma sjúkdóma, fara aö fá meira aö boröa, einkum af þurri fæðu, sem tæmist seinna úr maganum; fljótandi, hálffljótandi og maukkend fæöa þolist ólikt betur, en oft nauösyn aö gefa þessum sjúkl. eins mikiö og unt er af kjarngóöri fæöu. Þá ber aö vara menn yfir höfuö viö mjög miklu ofáti, einkum ef þeir ekki eru vanir því, eða þurfa að reyna mikið á sig rétt á eftir (einkum nota kviöarvöövana). Reynslan sýnir aö sjúkd. kemur ekki svo sjaldan eftir að gipsumbúðir hafa verið lagöar á vegna spondy-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.