Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1916, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.02.1916, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 31 er bærinn ræöur yfir, handa þeim, sem spítalavist þurfa? Reykja- vikurbær hefir hingað til hliöraö sér alveg hjá því aS sjá sjúklingum sínum fyrir spítalavist. HöfuSstaSurinn hefir látiS Jósefssysturnar hafa fyrir aö halda uppi spítala; þær hafa haft fyrirhöfnina, útgjöldin og stundum van- þakklætiö. Systurnar hafa veitt reykvískum sjúklingum sérstakan afslátt og reynst mörgum fátæklingum vel; allar vinna þær kauplaust. Þær hafa aldrei beöiö landiö eöa bæinn um styrk til reksturs spítalans og heldur ekki veriö boöinn hann. Bæjarfélagiö fyrirveröur sig jafnvel ekki fyrir aS leggja vatnsskatt á þetta guösþakka fyrirtæki. Útsvar þurfa þær þó ekki aS greiöa! Jósefssysturnar vita þaö vel, aö spítali þeirra er ekki svo fullkominn sem skyldi; Landakotsspitalinn er heldur ekki reistur meö þaö fyrir aug- um aö vera landsspítali og háskólaspitali. Stór-bruninn, sem varö hér í bænum á síöastliðnu vori, hefir opnaö augu okkar fyrir þvi, aö brunahættan er þar mjög mikil. Spítalinn er reistur úr timbri; stofur allar pappalagðar innan; auövitaö gæti eldur eytt lnisinu á mjög skömmum tíma. Mannbjörg er alt af erfið á sjúkraþúsum þar sem fjöldi sjúklinganna er ósjálfljjarga. Eins er ástatt á Lauganesspítala og Kleppshælinu. E 1 d h æ 11 a n vofir yfir öllum þessum spítölum. Landakotsspitalinn er reistur áriö 1902, og var þá áætlaöur hæfilega stór eftir stærö bæjarins; pláss var ætlað 50—60 sjúklingum, en íbúar Reykjavíkur voru þá rúm 7 þúsund. Vegna stækkunar bæjarins — íbúa- tala Reykjavikur er nú rúm 14 þúsund — og þar af leiðandi fjölgun sjúk- linga, hafa systurnar á seinni árum oftast nær haft 70—80 sjúklinga á spítalanum í senn. Þetta er óheppilegt og skaölegt á marga lund. Ekki ein- ungis sjúklingum meö almenna sjúkdóma hefir orðið aö hrúga saman á spítalanum; Sá ósómi hefir hingaö til átt sér staö, aö Reykjavíkurbær á engan spítala, þar sem hægt er aö einangra sjúklinga meö skarlatssótt, taugaveiki, mænusótt, difteritis og aöra landlæga, næma sjúkdóma. Hjálpin hefir hér aftur komið frá Landakotsspítala. Hann hefir hlaupið undir bagga meö bæjarfélaginu og veitt viötöku sjúklingum meö taugaveiki og difteritis, enda þótt spítalinn sé alls ekki ætlaöur slikum sjúklingum. Eg þarf ekki aö lýsa fyrir lesendum Læknablaösins hve óhóeppilegt þetta fyrirkomulag er. Skarlatssótt stingur sér niöur viö og viö hér í bænum; sjúklingarnir eru „einangraðir“ i heimahúsum; einangrunin er oft og tíðum sama og engin, enda óframkvæmanleg í litlum og lélegum húsakynnum; getur veriö að öll fjölskyldan búi í einni stofu og húsfaðirinn þurfi aö ganga út til vinnu sinnar. Skarlatssóttin hér í bæ hefir, eftir þvi sem læknunum ber saman um, veriö mjög væg á seinni árum og þess vegna hefir alt „slampast af“. En þessi væga skarlatssótt gæti vel snúist i skæöa farsótt; slíkt getur orðið fyr en varir. Hvernig er bærinn þá settur? Ef til kæmi, ætti hann ekki rúm fyrir einn einasta sjúkling. Á landsspítalanum fyrir- hugaða þyrfti auövitaö aö vera deild, i sérstöku húsi, ætluð sjúklingum meö epidemiska sjúkdóma. Stúdentunum veitti heldur ekki af aö sjá þar sem flesta þess konar sjúklinga. Fastur læknisvöröur mundi auðvitað veröa á landsspítalanum, svo sem tíökast erlendis. Þangaö gætu leitað sjúklingar utan úr bæ, sem þurfa fljótrar hjálpar viö. Þó læknarnir séu margir i Reykjavík, er oft

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.