Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.04.1920, Qupperneq 11

Læknablaðið - 01.04.1920, Qupperneq 11
LÆKNABLAÐIÐ 57 hús og spítalar, sem eru einstakra manna eignir, og er alt þetta ekki talið meö. Og þó veröa sjúklingar oft að bíða vikum saman, áður en þeir kom- ast inn á spítala. í sjúkrasamlögum voru 1916 940.132 félagar, en 1917 990.690 eða 49% af öllu fólki er var komið yfir 10. árið. Langi: verður þess að bíða, að hlutfallstalan verði eins há á íslandi. íbúar Færeyja voru 1916 18700, en 1917 20000 lauslega talið. Fæðingar- hlutfallið var 1916 32,2%c en 1917 28,6. Dauðahlutf. 1916 13,3%«, en ef 16 Færeyingar eru taldir með, sem druknuðu við ísland það ár, verður dauðahlutf. I4,i%c. Þá dóu af slysum alls 21. Dauðahlutf. var 1917 i2,i%0, af slysum dóu 11. Lítiö var um farsóttir bæði árin, þó gengu mislingar; þó vægari en undanfarandi ár. Hettusótt gekk þar 1916. Fólkstala á Grænlandi var 1916 13632 en 1917 13884. Fæðingarhlutf. 1916 40% og dauðahlutf. 33%, en 1917 var fæðingarhlutf. 39% en dauða- hlutf. 22%. Inflúensa gekk 1916 og dóu úr henni 150 manns, mest gamal- menni. Berklaveiki er algeng á Grænlandi þó loftslag sé heilnæmt og Græn- lendingar seigir fyrir, en óhreinlætið er framúrskarandi, og oft er þar sultur í landi þegar veiði bregst, og nær veikin sér þá betur niðri. Sem dæmi óþrifnaðar getur héraðslæknir einn þess i skýrslu sinni, að maður geti átt á hættu að fá kaffibolla, þar sem kaffi er ofan á, en hráki berkla- sjúklings í botni. Sjúklingurinn notaði þennan bolla til þess að hrækja i (vottur um þrifnað) í stað þess að smyrja hrákanum á pallinn! Um heilbrigðisástandið í Vesturindíaeyjum er getið í skýrslunni fyrir árið 1916, og var það slæmt eins og að undanförnu, en 1. april 1917 kom- ust eyjarnar undir Bandarikin og detta skýrslur þaðan nú úr sögunni. Eins og undanfarandi ár, komu engar skýrslur frá íslandi, og eiga þær nú ekki lengur heima í dönsku skýrslunum. Vonandi standa íslensku skýrsl - urnar ekki dönsku skýrslunum að baki, þegar að því kemur. G. Br. Varnir gegn samræðissjúddómum. Enska félagið The Society for Pre- vention af venereal Diseases, gefur eftirfarandi leiðbeiningar: A, Nauð.-synleg t æ k i. 1. Dálítið af hvítri bómull. Glas með blöndu af yfirmangansúru kali 1 : 1000. Dálítið af calomelsmyrsli. B. F o r s ö g n u m notkuniria. I. Ef ekki er auðið að þvo sér vandlega strax eftir að smitun gat viljað til, skal þannig farið að: — a) Kastað af sér þvagi. — b) Bómullin er vætt í kaliblöndunni. Forhúðin er dregin vel upp og allur limurinn að framan jiveginn vandlega með blautri bómullinni, slímhúðin og sérstaklega umhverfis þvagrásaropið. Þetta verður að gerast að minsta kosti áöur en klukkustund er liðin. — c) Þeg- ar heim er komið eru öll getnaðarfærin þvegin vandlega úr sápu og vatni og síðan er kalomelsmyrslinu núið rækilega inn í hörundið á öllum limn- um og slímhúðina. Forhúðin er toguð vel upp á meðan. Þetta verður að vera gert í síðasta lagi 6 klst. eftir að smitunarhætta vildi til. II. Ef þess er nokkur kostur, skal fullkomin hreinsun gerð tafarlaust eftir að smitun gat viljað til: a) Kastað af sér þvagi. b) Öll getnaðarfærin þvegin vandlega úr sápu og vatni. c) Þar næst þvegin vandlega úr yfir- mangansúru kaliblöndunni. d) Að lokum er kalomelsmyrslinu núið vand-

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.