Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1920, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 01.08.1920, Blaðsíða 3
6. árg. Ágúst, 1920. 8. blað. Frá Lauganesspítalanum. Um sullaveikina. Eg gat þess í grein minni í októberhefti Læknablaðsins 1919, að sulla- veiki væri mjög tíð meðal sjúklinga spítalans, eins og eg hafði áðúr minst á í grein um þetta efni árið 1905, í Lepra og Ugeskr. f. L. Það liggur í augum uppi, að sullaveiki kemur miklu oftar fyrir hjá fólki, en menn hafa hugmynd um, vegna þess að hinn sullaveiki finnur eigi stundum neitt til sullsins eða neinna óþægilegra afleiöinga af honum, er alfriskur með öðrum orðum, og þá ekki nein ástæða íyrir hann að leita læknishjálpar eða læknisskoðunar. Þetta getur komið fyrir þótt sullirnir séu orðnir stórir, ef þeir ligg’ja á hentugum stað. En auk þess eru þeir oft svo litlir og Hggja svo langt inni í lifur, að varla má búast við að læknir fyndi þá, þótt hann fengi ástæðu til að skoða sjúklinginn. Þetta hefir mönnum leng'i verið ljóst. Eina ráðið til þess að fá hugmynd um, hve tíður sjúkdómurinn er i raun og veru, er því rannsókn á líkum, en það er ómögulegt að nokkrum mun, nema í spitölum og full erfitt hefir víða reynst, að fá fólk hér til að gefa leyfi til þess að kryfja líkin. Eins og eg gat um i októberblaðinu 1919, höfðu þá dáið 136 sjúklingar holdsveikir í Laugarn'esi og síöan hefir einn bæst við. Af þessum 137 voru 112 krufnir. Þrjátíu af þeim höfðu sulli, eða tæp 27%. Auk þeirra dó ein kona þar, sem ekki var krufin, en hafði verið skorið i hana á Landakotsspítala vegna sulls (lifrarsulls?). 1—2 árum áður en hún kom i holdsveikraspítalann. Þannig hafa af 113 sjúklingum á r e i ð- anlega 31 haft sulli. Um það geta allir verið ásáttir, að sullaveikin hjá Laugarnessjúkling- unum hefir verið ótrúlega almenn, þegar borið er santan við skýrslur lækna frá seinni tímum úr einstökum héruðum. En hér getur ekki nein efasemd komist að. Það eina, sem athugavert er við þessa skýrslu — ef nota ætti hana til að leiða ályktanir um sullaveiki í landinu — er það, aÖ hún nær yfir of fáar krufningar, og svo hitt, að hér er að eins um einh flokk sjúklinga að ræða. En það væri líka eðlileg aðfinning. Að holdsveiki geri menn móttækilegri fyrir sullasýkingu, hefir maður ekki heyrt, ?nda ekki sérleg-a líklegt. Hinu gæti verið nokkuð til í, sem prófessor G u ð m u n d u r M a g n ú s s o n giskar á, ,,að . á holdsveikra-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.