Læknablaðið - 01.08.1920, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ
112
ingstæki til sjúkraflutnings (sérstaklega gerö kviktré og ef til vill
sleði eða vagn), því að auðvelt er að flytja sjúkl., og það fárveika, lang"
ar leiðir, ef allur útbúnaður er vandaður.
Þegar þess er gætt, hve fámenn flest héruð eru, og starfið á sjúkra-
skýlunum smávaxið, tel eg það engri átt ná, að þeim fylgú sérstakt for-
stöðufólk með íbúð, launum o. fl. Sjúkraskýlin verða með þvi móti bitling-
ar handa einstökum mönnum.* Sérstakt forstöðufólk kemur fyrst til greina,
tf io—20 sjúklingar eru mikinn hluta árs á skýlinu. Annars verð-
ur læknirinn að reka það sem privatklinik' og upp á
sinn kostnað. Þyki honum það borga sig, getur hann fengið styrk hjá
héraðinu, en auðvitað fylgja þvi skilyrði um borgnn sjúkl. o. fl. Embættin
veröa að vera veitt með ])ví skilyrði, að héraðslæknir annist rekstur sjúkra-
skýiisins. I smáú héruðunum getur heldur ekki verið að tala um, að binda
iærða hjúkrunarstúlku við sjúkraskýlið. Kostnaðurinn yrði of mikill.
c) H e i 1 b r i g ð i s f u ,111 r ú a r. Menn hafa fyrir löngui fundið það,
að lækninum er það ofvaxið að vita ætíð um yfirvofandi sýkingarhættu,
þrifnað manna og lifnaðarhætti í öllu héraðinu, að sjálfur gat hann séð
um minst af þessu. Þetta leiddi til stofnunar heilbrigðisnefnda og heil-
brigðissamþykta, en svo mun vera í flestum sveitum, að hvorutveggja
er nafnið eitt.
Er nú mögulegt að blása lifi í þetta? Án efa er þess þörf, en vandséð
hversu því yrði best komið til vegar.
Beinast lægi við, að fara að dæmi útlanda, halda hinum lögskipuðu
heilbrigðisnefndum, giera læknir að formanni, og halda að minsta kosti
einn fund á ári. Hver nefnd bókfærði þá g-erðir sínar í sérstaka bók. Þessu
fylgja þó þau vandkvæði, að margir hreppsnefndarmenn munu áhuga-
litlir um þessi mál, en tæpast von um árangur, nenta störfin séu unnin
af fúsu geði og áhuga. Auk þess þarf sérstakt lag og lipurð til þess að
vera vel fallinn til slíkra starfa, sent að rniklu leyti verða innifalin i vin-
gjarnlegum leiöheiningum og fræðslu, stundum jafnvel beinni hjálp.
Læknirinn og alt hans hjálparliö má sjaldnast verða hirtirigarvöndur, sem
rnönnum standi stuggur af. Þaðan eiga menn að vænta hjálpar, fræðslu
og góðfúsra leiðbeininga.
Sennilega væri það bæði einfaldast og heppilegast, að kosinn væri að
eins einn heilbrigðisfulltrúi í hverjum hreppi, sem hreppsnefnd og héraðs-
læknir kænti sér sarnan urn, og jafriframt væri fús til að taka starfið að
sér. Oft myndi slíkur fulltrúi vera góð kona, sennilegri ekki sjaldan yfir-
setukonan, sem alla jafna hefir náin kynni af flestum heimilunum. Störf-
in yrðu auðvitað efling hverskonar hygiene, að segja lækni til ef grunur
þykir um sótthættu (berklaveiki o. fl.), hreppsnefnd ef einhverjir líða
skort, og aðstoða þá eftir megni sem eru hjálparþurfar. Hver fulltrúi gæfi
síðan héraðslækni árlega stutta skýrslu um störf sín og framkvæmdir og
árlega þyrfti læknir að geta talað rækilega við heilbrigðisfulltrúana í sínu
héraði, annað hvort hvern fyrir sig, eða stefnt þeim saman á sameigin-
legan ársfund. Slikt gæti verið til margvíslegrar fræðslu og leiðbeininga,
* Þegar eg kom til Akureyrar var þar launaður „spítalahaldari", sem bjó ó-
keypis í sjúkrahúsinu, — en enginn sjúklingurl