Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1920, Blaðsíða 4

Læknablaðið - 01.08.1920, Blaðsíða 4
LÆKNABLAÐIÐ 114 heimilum, þar sem holdsveikar manneskjur sýkja aSrar, sé einnig hætt- ara viö sýkingu frá hundum.“ Eg játa þaS, aS þetta er ekki ósennilegt, en ekki er þaS sannaS. Mér liggur viö aö halda, aS of mikiS sé gert úr þeirri gömlu kenningu, aS holsdveikin sé aSallcga sjúkdómur sóSanna og hinna fátækustu. Liklegt er, aS þetta hafi sína þýSingui, eins og um ýmsa •aSra sjúkdóma, en hamingjan má vita, hvort aS ekki eru hér höfS hausa- víxl á orsök og afleiSingu, hvort aS menn ekki verSi fremur fátækir og sóSar sökum holdsveikinnar, heldur en hitt, aS menn sýkist af þessum ástæSum. — Eg fæ mínar efasemdir um þetta, þegar eg renni huganum til þeirra 200 sjúklinga, sem hafa komiS í holdsveikraspitalann. Vitanlega eru ýmsir sóSafengnir, en mér finst líka, aS þar séu ýmsir, og ekki all- fáir, þrifa- og myndarmenn, svo eg veit eigi, hvort munurinn er svo afar mikill frá þvi, sem eg þekti i sveitum hér áSur fyrri. FólkiS er þar mis- jafnt eins og i spítalanum. — Mér dettur í hug kona og þrír synir henn- ar, sem þar hafa veriS, alt saman myndarlegt fólk. SönnvleiSis frá öSru heimili piltur, nvóSir hans og amnia, eSa þriSja fjölskyldan: tvö systkini og móSir þeirra. Þetta eru þrjár fjölskyldur, en auk þeirra eru margir einstaklingar, sem eigi verSur boriS neitt sóSa-orS. Margir af sjúkling- unum hafa orSiS svo fátækir, aS þeir hafa orSiS aS fá sveitarstyrk, einkum þeir, sem komu í spítalann á fyrri árum. En nvenn verSa aS minnast þess, aS þeir voru flestir orSnir svo veikir þá, sumir blindaSir af sjúkdómnum, handarvana eSa fótavana, alþaktir sárum, svo fólkiS vildi sem minst mök hafa viS þá. Tiltölulega sjaldan mun ])aS hafa veriS fátæktin, sem gerSi þá holdsveika, en áreiSanlega holdsveikin, sem gerSi þá fátæka. En svo eg viki nú aftur aS sullasjúklingatölunni þar í Laugarnesi, þá skal þess getiS, aS sullir höfSu sjaldnast fundist í lifanda í lífi, voru .latent'. AS eins hjá 7 sjúklingum tókst mér aS finna þá í lifanda lifi. AS aSrir læknar, sem leiknari eru, hefSu kunnaS aS finna sjúkdóminn hjá fleir- um, er ekki ómögulegt, en allur þorrinn mundi aS þeirra dómi hafa haft latent sullaveiki. Langfæstir þessara sjúklinga höfSu haft nokkur óþæg- indi af henni og eitt er þaS, sem veldur vandkvæSum viS rannsóknina, aS iifrarstækkun á lágu stigi er mjög almenn meSal líkþrárra sjúklinga, svo hún vekur eigi neinn sérlegan grun um sulli. Okkur vantar enn þá almennan spitala, sem geti gefiS skýrslur um krufn'mgar á allmörgum likum af alls konar fólki. ViS höfum aS vísu Landakotsspítalann, en tiltölulegar fáar f u 1 1 k o m n a r krufningar munu hafa veriS gerSar enn þá, þótt nokkuS hafi væntanlega lagast síS- ustu árin, enda engar skýrslur um þær. ÞaS eru ýms atriSi, sem geta komiS til greina, þegar notfæra á slikar skýrslur. Ef maSur t. a. m. ætlaSi sér aS bera saman krufningaskýrslur frá VífilstöSum og Laugarnesspítala, mundi aldur sjúklinganna koma til greina. Eg geri rá!S fyrir, aS á VífilsstöSum deyi menn alment á tiltölu- lega ungum aldri. í Laugarnesi verSa sjúklingarnir tiltölulega gamlir, eins og sjá niá á þessum 31 sullaveikissjúkling, sem dánir eru. Aldur þeirra var: 20—30 ára : 2 60—70 ára : 4 30—40 — : 4 70—80 — : 4 40—50 — : 7 80—90 — : 1 50—60 — : 9.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.