Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1920, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.08.1920, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 127 barnanna smitaður, á þriðja, þar sem hún kom stöku sinnum, eitt barn. —• ÞaS er engin smáræðishætta, sem fylgir því að hafa berklaveika á barnaheimilum, jafnvel þó lítið beri á veikinni. F r é 11 i r. Frá læknum. Jón Ólafsson frá Hjarðarholti er nýkominn heim frá Spitz- bergen Býst við að setjast hér að fyrst um sinn, ef til vili við Þjórsárbrú. Gunnlaugur Einarsson er bráðlega á1 förum til útlanda til frekara náms(?) Magnús Snæbjörnsson i Flatey hefir fengið ferðastyrk til utanfarar. Heyrst hefir að um Bolungarvik sæki Halldór Kristinsson, Halldór Stef- ansson og Sigvaldi Kaldalóns. Halldór Hansen læknir er nýfarinn til Englands. Hefir hann fengið styrk til þess að kynna sér lækningar á meltingarsjúkdómum og bjóst við að fara viða um lönd. Kristinn Björnsson, sem fyr var læknir á San Domingo, er hér sem stendur í kynnisför. Hann er nú búsettur í Höfn. Landlæknir hefir ekki haldið kyrru fyrir í sumar. Hann hefir, síðan hann kom úr utanförinni, heimsótt lækna og lyfsala sunnan og vestan. Héldu Vestmanneyingar honum veglegt samsæti. Mun öllum þykja gott. að hann hefir tekið aftur upp eftirlitsferðir sínar. Sjötugsafmæli átti Júlíus Halldórsson læknir þ. 17. ágúst. Hann hefir vfir 30 ár gegnt héraðslæknisstörfum í stórum, erfiðum héruðum (Þing- eyjarsýslu, Húnavatnssýslu og um tíma jafnframt Skagafjarðarsýslu), búið auk þess stórbúi, bygt alt upp á Klömbum og þar á meðal stórt ibúð- arhús úr steini sléttað túnið, gert garðinn frægan, verið víkingur til allra starfa og hvergá hlíft sér. Og hvernig lítur svo gamli maðurinn svo út eftir alt stritið? Eg sé litinn mun á honum i 26 ár, nema að heyrnin er nokkru lakari. Hann er kátari, fjörugri, frjálslyndari og jafnvel hraust- ari en flestir ungu mennirnir. Það er hreinasta meining'arleysa að hann skuli nú vera orðinn sjötugur. Júlíus Halldórsson hefir eigi að eins átt ])vi láni að fagna, að lifa ágætu heimilislífi og sjá börnum sínum farnast vel, heldur ólust og upp hjá honum ýmsir góðir menn, sem eflaust eiga lionum að nokkru leyti að þakka mentun sina og gott gengi. Er nóg að minna á próf. Sæmund Bjarnhéðinsson og Signrjón Jónsson héraðslækni. „Klambramenn“ færðu þeim hjónum sitt gullúrið hvoru og aðrir ýmsar góðar gjafir, þar á meðal silfurrekna vínflösku úr kristalli. Hún er með því eðli, að aldrei þrýtur vín í henni og eru slikt gjörningar. Væri flaskan upptæk og báskagripur, ef hún væri ekki í læknishöndum, og ])að manns, sem aldrei hefir drykkjumaður verið. Heillaóskir bárust þeim hjónum úr öllum áttum. Júlíus og kona hans hafa einn slæman galla: Þau hjónin eru háska- lega gestrisin. G. H. Stjórnarkosningin. Um 20 atkvæðaseðlar hafa komið frá læknum. Koma ekki fleiri ? Ársskýrslur 1919 eru komnar úr 24 héruöum og búið er! Allir óska þess að landlæknir gefi út, snemma á liverju ári, svo vandaðar heilbrigðis-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.