Læknablaðið - 01.08.1920, Blaðsíða 8
n8
LÆKNABLAÐIÐ
slóöin alist upp hraust og heilbrigö og haldist svo heilbrigS til elliára
sem frekast má.
I. Héraðslæknaembættin verða eflaust framvegis undirstaöa heilbrigö-
ismálanna, eins og þau liafa veriö. S t æ r ö læknahéraöa hefir öll alþýöa
viljaö miöa viö það eitt, aö öllum sé mögulegt að leita læknishjálpar á hverj-
um tíma árs sem er. Eg geri ekki ráö fyrir þvi, aö fallið verði frá þess-
ari kröfu, en henni fylgir þaö að sjálfsögðu, aö launin veröa aö vera ríf-
leg, til þess aö lífvænlegt sé fyrir læknana. Breytingar á héraöaskipun
koma einkum til tals, þar sem ókleift getur orðiö aö vitja læknis, en þaö
mun óvíöa vera nú orðið. Þaö er því líklegt, að héraöaskipunin sé að
mestu leyti komin á fastan fót.
a) F a s t u r e m b æ 11 i s b ú s t a ð u r á hentug'um staö í hverju lækn-
ishéraöi er nú orðin óhjákvæmileg krafa. Þetta hefir ætíö verið eölileg-
asta og hentugasta skipulagið, enda var það tekið upp í fyrstu, er Iækna-
skipun hófst hér á landi, en nú rná heita, aö þaö sé conditio sine qua non,
úr því sæmileg íbúöarhús eru komin upp í 50—100.000 kr. Ef heil læknis-
héruð treystast ekki til þess að koma upp einu sliku húsi, þá nær engri
átt aö félaus læknir sé færari til þess. Að sjálfsögöu veröa hús þessi að
vera svo vel gerö og sómasamleg, að þau séu til fullrar frambúðar.
Stærðin má hvergi minni vera en 16X14 ál., þó húsiö sé meö kjallara
og porti. Þaö viröist sjálfsagt aö héruðin byggi húsin, svo sem tíðkast í
Noregi, og njóti til þess nokkurs styrks úr landssjóði. Meðan svipuð dýr-
tíö helst og nú stendur yfir, getur ekki veriö aö tala unv að miöa leiguna
viö húsverðið, heldur að eins viö tekjur læknisins, eða hvað hann getur
borgaö, án þess aö taka of nærri sér.
Þaö má ganga aö þvi vísu, aö héruðin séu sjaldnast fús til aö taka þessa
byröi á sig, og ýti henni af sér á landssjóð, en að þingmenn þykist hafa
nóg meö sitt fé aö gera. Liggur þá beint viö, aö ekkert veröi úr öllu þessu
eöa kákið eitt. Það er þvi beinlínis viðbújö, aö Læknafélag Is-
lands verði aö gera þaö aö skilyrði fyrir því aö læknar
sæki um héruöin, aö þau sjái lækni fyrir svo góöum bústaö, aö stjórnin
telji hanri sómasamlegan. Þannig; hefir verið rálöiö fram úr þessu í Noregi
og gefist vel.
Fastir læknabústaöir, og þeir góöir aö öllu leyti, verða aö vera tak-
markið. Þaö er nógu erfitt og ófrjálst starf aö vera læknir, þó maöur sé
ekki í vandræðum með aö hafa hús yfir höfuöiö á sér. Eigi aö siður
getur þaö verið sanngjarnt, aö láta sér það nægja, aö héraðið sjái lækni
fyrir sómasamleglum leigubústað fyrir sanngjarna leigu, meðari að svo
erfitt er að byggja sem nú er. Auðvitað verða slíkir leigubústaöir i ann-
ara húsum miður góöir, því þar verður sjaldnast séö viöunanlega fyrir
sérstökum þörfum læknis, lyfjabúri, biðstofu o.'þvíl.
b) Sjúkraskýli verður að fylgja hverju læknissetri, ekki minria
en 2 sjúkrastofur (6x6 áln.). Ef vel á aö vera þarf 3 stofur, svo einangra
megi smitandi eða sárþjáöan sjúkling. 2—4 sjúkrarúm á hverja 1000 íbúa
: héraðinu, er kappnóg, svo fæst héruö hafa meö stór sjúkraskýli aö gera.
Þau veröa þeim byrði og annaö ekki. í litlu héraöi má komast af með
hús, seni er 12X1? ál. að irinanmáli. Sjúkraskýlinu þurfa aö fylgja f 1 u t n-.