Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1920, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 01.08.1920, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ •Ii5 Aö meöaltali varö aldurinn 53 ár. m : Maöur getur því eigi neitaö því, aö þeir hafi haft tímann fyrir sér til áö kraka i sullaveikina, svo sannarlega væri þaö eðlilegt, aö hún kæmi' oftt ar fyrir hjá þeim, heldur en berklaveiku fólki. • • ••> ÖT. í þessum 30 krufnu líkum höföu 17 e i n s t æ ö a s u 11 i og 13 f 1 e iimi Af einstæðu sullunum voru 12 i lob. hepat. dext., 3" í :löbi hepat. sin., 1 i nýra og 1 í pelvis. — Hjá þeim 13 meö m u 11 i p 1 á s ú kf g þá fundust 11 sinnum sullir í lob. dext. hepat., 7 sinnum í lob. sin. hepat.J einu sinni í nýra, einu sinni í pelvis, einu sinni í oment. majus. . 'a Lifrin var eina líffæriö, sem sýndi mikla rauisn við þessa aðkomú* gesti, tók oft á móti fleiri en einum, mest héldu þar til 11 sullir, en þá var auösjáanlega þröngt þar. Sumir héldu til inni í lifrinni, sumir utan á lifrarfletinum rétt undir peritoneum og sumir héngfu í lifrarröndinnj. Sá stærsti af þessum sullum var hnefastór. Þeir minstu á stærö við val- hnot. — Tvisvar voru 4 sullir í lifrinni, en annars oft tveir. Alls var 41 sullur í þessum 13 líkum meö multipla sulli, frá heslihnotsstærð upp i barnshöfuösstærö. I tveim sjúklinguni fundust sullir, sinn í hvorum, meö mjóu mitti. Leit út fyrir, að það væru tveir samfastir sullir, en samganga á milli þeirra. Hafa ef til vill, af of miklum þrýstingi og þar af leiöandi næringarskorti, sullhylkjafletirnir, sem sneru saman, eyöst og op komiö á milli. Annars sást eigi neitt merki á þessari mittismjóu caþs. fibrosa, aö hún væri samvaxin af tveim hylkjum. En eg get varla hugsaö mér aöra ástæðu. í öörum þessara sulla var innihaldiö salvikent meö örþunnum gelékendum lögum á milli, en engar blöörur eöa blöðrupartar. — í hinu líkinu hefir það einhvern veginn gleymst aö geta um innihaldið. Eg veit því eigi, hvort þar hafa verið nokkur sullahús eöa sullungar. Geri helst ráö fyrir, aö svo hafi ekki verið, úr þvi aö þess var ekki getið, en sönnun er ekki fyrir þvi. Ef menn fyndu tvö sullahúsin í svona sámsettum sull, væri þaö full sönnun fyrir þvi, að hann heföi myndast úr tveimur. í þri'ðja likinu meö 1 i-sullalifrina lágu 3 sullir i r ö ö samvaxnir og sá 4. t i 1 h 1 i Ö- a r og samganga milli allra. Á s t a n d sullanna. Af 58 sullum í þessum 30 líkum voru capsulae fibr. á 19 sullum aö meiru eöa minna leyti kalkaöar, hjá sumúm á tiltölulega litlum hluta, en á sumum var hylkið alt kalki-unnið. — 5 sullirnir vórú harðar kalkkúlur, þeir tveir stærstu á stærö viö hænuegg, annar í fob. dext. hepat. og hinn í lob. sin. Hinir 3 voru á hnotsstærð, einn i lob. dext. hepat., einn í lob. quadradus og einn i lob. Sþigelii. Ekki er þaö líklega nema tilviljun, aö af 17 einstæðu sullunum eru 13 meira eöa minna kalkaöir, en af 41 multiplu sullunum (í 13 líkum) eru aö eins 6 kalkaöir aö meira eða minna leyti. Eg þekki aö minsta kosti ekki neinar orsakir til þessa. Einn af steinhörðu sullunum sagaöi eg í sundur. I miöjunni var örlítið hol meö fremur þurum deigkenduin kjarná. Um i n 11 i h a 1 d sullanna er þaö aö segja: Eftir.öllu ástandi þeirra og innihaldi, viröist mikill hluti þeirra vera steindauöir. En þá þykist eg vera v i s s um þaö, þegar innihaldiö er orðið salvikendur eöa siqpgina- gelékendur grautur, án nokkurra sullunga eöa nokkurra blaðra. Vana- lega er þaö gráleitur þykkur grautur meö þunnum gagnsæjunrgelatinösum lögum, liklega leifum af ummynduöum sullungablöörum, en án allrar féstu.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.