Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1920, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 01.08.1920, Blaðsíða 10
120 LÆKNABLAÐIÐ og vakið heilbrigða samkepni milli fulltrúa í héraðinu. Annars væri nauð- synlegt, a'ð líti'S t í m a r i t væri gefið út á opinberan kostnaö, sem fjall- aöi um þau mál, sem fulltrúum er sérstaklega ætlað að starfa að, og væri sent þeim ókeypis. Sviar hafa slikt hygieniskt rit til fróðleiks og leið- beiningiar fyrir heilbrigðisnefndir. Kaupendur myndi j)að fá all marga aukreitis, ef það væri vel og viturlega ritað. Svíar hafa talið það nauðsynlegt, að sjá afskektum sveitum fyrir nokkr- um forða af nauðsynlegustu lyfjum, umbúðum o. fl. smávegis. Þess mundi ekki síður nauðsyn hjá oss. Mætti þá fela heilbrigðisfulltrúum fjarliggj- andi sveita varðveislu og sölu á slíkum nauðsynjum. Mér virðist því þetta álitlegast: i) Að gerð sé sú lagabreyting, að í sveitum (og kauptúnum?) komi einn heilbrigðisfulltrúi i stað heilbrigðis- nefndar. 2) Að héraðslæknir haldi árlega fund með öllum heilbrigðisfull- trúum héraðsins. 3) Að heilbrigðisfulltrúar í afskektum sveitum hafi nokk- urn forða af nauðsynlegustu lyfjum, sem alþýða ber skyn á, umbúðum o. þvíl. 4) Að stofnað sé alþýðlegt timarit um heilbrigðismál. d) Heilbrigðiseftirlit og sjúkrahjúkrun. Sem stend- ur liggur við, að engar æfðar hjúkrunarstúlkur séu til utan Rvíkur, í þessu konungsríki. Þó hafa nokkrar sóknir, aðallega fyrir forgöngu presta, ráð- ist i að halda hjúkrunarstúlku. Skólahjúkrunarstúlkur þekkjast ekki, og þaðan af síður hjúkrunarstúlkur sem hafa eftirlit með berklaveikum heim- ilum o. þvíl. Þannig er ástandið, en hversu verður úr því bætþ? Meðan hjúkrunarstúlkur eru svo fáar, sem horfur eru á að v-erði næstu áratugi, sé eg ekki að við getum gert oss von um meira fyrst um sinn en eina góða og vel mentaða hjúkrunarstúlku í hverju læknishéraði. Eg ætlast til, að stúlka þessi hafi aðallega á hendi ieiðbeininga- og eftirlitsstörf með berklaveikum heimilum og þeim, sem rérstök sótthætta eða vandkvæði vofa yfir, en þess á milli hjúkri sjúkum hvort heldur sem er á sjúkraskýli héraðsins eða á heimilmn rnanna. Hún þyrfti þá að hafa sérstaka æfingu og þekkingu í þessa átt. Eg geri ráð fyrir, að hún færi einar 4 eftirlitsferðir um héraðið á ári hvferju, kæmi við á þeim heimilum, sem læknir segði til eða heilbrigðisfulltrúar bentu á og dveldi þar allajafna 1—2 daga. Þennan tíma hjálpaði hún húsmóður- inni til að koma öllu á heimilinu i svo gott lag sem unt væri, og gæfi henni leiðbeiningar í hvívetna. Auðvitað þarf til þessa ötula stúlku og einbeitta, en jafnframt lipra og góðviljaða, sem kunni að umgangast alla. Starf hennar yrði að sjálfsögðu fyrst og fremst það, að forða heilbrigð- um frá sýkingu, en jafnframt að útbreiða hreinlæti og menningu. Vera má, að hún yrði ekki hvervetna velkominn gestur til að byrja með, en svo framarlega sem hún er síriu starfi vaxin breytist það fljótt, ef nokk- uð má marka reynsluna ytra. Þeim, sem kann að þykja þessi tillagia mjög fráleit, vil eg benda á, að norska berklafélagið heldur svipaða starfs- menn (hygieniske vandrelærere)* og hafa þeir gefist vel, eru þó margir * Útdráttur úr erindisbréfi þeirra: 1) Starfa í félagsdeildum, sveitum og bæjum eftir þvi sem ritari fél. ákveður. 2) FélagiS borgar launin, en félagsdeildin í hverju héraði ferðakostnað. 3) Hún skal, í samvinnu við lækni og berklafél.deild, efla áhuga á berklavörnum, hygiene og sjúkrahjúkrun, 4) Til þess skal húti hafa tal af serti

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.