Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1920, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.08.1920, Blaðsíða 12
122 LÆKNABLAÐIÐ sinna þarfa, og hvað þeim aS ööru leyti hefði dottið í hug. Þær yröu auö- vitaÖ þennan dag gestir læknisins. Þjóðverjar töluöu eitt sinn um aö koma slikum 1 j ó s m æ ö r a d e g i á hjá sér, en ekki veit eg hvaö úr því varð. — Þá er ljósmæðrum það nauðsyn, engu síöur en öörum, að hafa eitthvert t í m a r i t í sinni grein. Slíkt tímarit ætti félag ljósmæöra að gefa út meö aðstoð einhvers góðs læknis og landssjóður á að styrkja það svo, að það geti borið sig án okurverðs. Stórt þarf það ekki að vera til þess að lyfta undir og vekja, auk þess skemtilegt að fá sam- band við fjarlægar stéttarsystur. Ef það þykir of mikið ráðist í, að gefa út íslenskt rit, ættu allar ljósmæður að fá danskt eða norskt ljósmæðra- blað, helst ókeypis. f) E f t i r 1 i t m e ð s k ó 1 a b ö r n u m veröur ætið mikilsvarðandi mál í augum þeirra, sem hugsa um uppvaxandi kynslóðina. Það er ennþá í algerðustu bernsku, þó í.urnir læknar leggi bersýnilega alúð við það, en með tímanum getur þab borið góða ávexti, ef yfirvöldin styðja læknana röggsamlega i því, að nauðsynlegar endurbætur séu f r a m k v æ m d a r. Pirquetrannsókn á ölium börnum gæti gefið afarmikilvægar upplýsingar um útbreiðslu á berklaveiki og hvaða heimili séu í hættu stödd, við- tal læknis við börnin getur orðið þeim minnisstæð leiðbeining eins og Sigurjón Jónsson drap eitt sinn á o. s. frv En það er ekki nóg að segja læknum að lita eftir skólunum. Jafnframt átti að gefa þeim nákvæmar reglur fyrir slikri skoðun, vandlega athugaðar og samdar með ákveðnum markniiðum fyrir augum. Síðan átti árlega að viiina úr skýrslunum. Alt þetta þurfti bæði góða stjórn og eftirlit, ef það átti að koma að gagni. g) T a n n 1 æ k n i n g og munnhirðing manna munu flestir læknar meta lítils í samanburði við nmrgt annað. Þó eru tannsjúkdómar algeng- ustu kvillarnir og áreiðanlega þýðingarmiklir, því frá tönnum og munni (tonsillae) stafa, auk annars, allskonar kryptogen-infectiones. — Hvernig á nú alþýða vor að fá gert við tennur sínar? Eg sé enga aðra leið, en að læknar kunni sjálfir einfaldar tannlækningar, geti fylt tennur, sem ekki eru mjög skemdar o. s. frv. Þetta ætti að takast íueð því að auka og efla kensluna í tannlækningum á Háskólanum. h) Stærsta heilbrigðismálið er ótalið enn: húsnæði alþýðu og byggingar. Því fer svo f jarri, að það liggi fyrir utan verkahriug héraðslækna, að sé nokkuð skylda þeirra, þá er það það. að fylgjast með i því og greiða eftir megni götu fyrir hverri glóðri tillögu, sem fram kann aðkoma.Vér hljótum að liggja flatir fyrir berklaveiki og öðrum næmum sjúkdómum meðan húsakynnin eru svo aumleg sem þau eru viða. Að fá þau bætt er cenditio sine qua non, bæði frá menn- ingar og heilbrigðis sjónarmiði. — Svipað má að vísu segja um föt og fæði, en þó erum vér ekki þar eins hörmulega á vegi staddir. Þegar riú margt annað bætist við þessi stórmál, t. d. almennur þrifnaður, böð o. fl. þá sést það best hve mörg menningarmál hvila á herðum góðs hér- aðslæknis. Hver læknir á að vera ötulasti menningarf rðmuður í sínu héraði, — en vér eigum margt ógert í þessum efnum, sem hér er ekki timi til að ræða. (Framh )

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.