Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1920, Síða 7

Læknablaðið - 01.11.1920, Síða 7
LÆKNABLAÐIÐ 165 áhrif. Fáir munu efast um, a‘S slikt komi fyrir. Eg hefi fyr taliö eitt dæmi og læt mér nægja aö bæta ööru viö: ' Stúlka, 25—30 ára, sem lengi vel hafði bestu heilsu en fremur viðkvæma lund, fékk um tíma slæm hysteriköst me'ð krömpum. Um uppruna þeirra er mér ókunnugt, en smámsaman batnaði henni svo, að ekkert bar á þessu. Hún var vakin upp, í sömu mund og eg, er Akureyrin brann, leit út um gluggann og sá sömu sjón og eg. Samstundis féll hún niður með miklum krömpum og nokkru froðufalli. Eg sá hana eftir fáar mínútur. Hún virtist þá meðvitundarlaus, ljósop augnanna voru víð, kastið yfirleitt mjög likt slagaveikiskasti. Svipuð köst fékk hún svo um nokkurt tímabil á eftir, en þaö dró fljótlega úr þeim og svo hurfu þau áður langt um leið. Bæði eg og stúlkan höfðu orðið fyrir nákvæmlega sömu utanaðkomandi áhrifum, en afleiðingar þeirra voru misjafnar: Jeg varð eldhræddur, hún fékk aftur sína alvarlegu hystero-epilepsia og galt þess, að hún var veil- ari fyrir. Þá er þriðji flokkurinn, er andleg slys leiða bókstaflega til líkamlegra sjúkdóma. Eg gæti trúaö, að þeir væru fleiri en einn, en alkunnugt er þetta með Basedows-sjúkdóm. Eg skal að eins nefna eitt dæmi. Unglingspiltur, bróðir þess, sem fyr er nefndur, lendir í sömu lífshætt- urini og horfir á samferðamann sinn drukna. Þegar hann kom heim, var hann tvímælalaust mjög á annan liátt, en vandi hans var: fámálli, dulari, fjörmirini og ístöðuminni en verið hafði. Það var eins og eitthvert farg þyngdi hann niöur, andlega og líkamlega, þó ekki hefði hann orð á því. Eftir skamman tíma varð þess vart, að augun stóðu meira út en verið hafði, að minsta kosti með köflum. Verulegt struma sá eg| ekki, og hjarta- slag virtist mér eðlilegt. Eg efa þó ekki, að hér hafi verið að ræða um snert af Basedows-sjúkdóm, sem batnaði smámsaman. Hvað skapferli o. fl. snertir, virtist mér, að pilturinn hafi aldrei náð sér allskostar aftur ’eftir þetta áfelli. Hve mikinn þátt ákafar geðshræringar eiga í mb. Basedowii, má sjá á því, að hann hefir orðið hálfu tíðari í frakkneska hernum eftir ófriðinn en áður gerðist (Etienne & Richard). Þetta er að nokkru leyti auðskilið, því við geðshræringar eykst starfsemi gl. suprarenalis og adrenalid í blóð- inu, en það æsir alt sympathicuskerfið, og eykur með þvi á nýjan leik starfsemi gl. suprarenales, svo nokkurs konar svikamylla kemst á í lík- amanum. Það er yfirleitt erigin smáræðis bylting, sem á sér stað í sympa- thicuskerfinu og innrensliskirtlunum, við sterkar geðshræringar, svo von er, að slíkt geti leitt til líkamlegra kvilla. Eg hefi að vísu sagt áður frá minni aðferð við diagnosis og meðferð þessara kvilla, en síðan hefir Freud orðið heimskunnur fyrir sína psycho- analysis eða sálargrenslun. Mér skilst, að aðalatriðin í kenningum hans og lærisveina hans, séu á þessa leið: Sjúklirigarnir gleyma oft þeim viðburði, sem fékk svo ákaft á þá, verða að eins varir við afleiðingarnar og breytinguna, sem á þeiin hefir orðið. Ef það nú tekst, að rifja viöburðinn upp aftur og öll atvik í réttri röð, og koma sjúkl. i skilning um, hverriig á öllu standi, þá batnar hon- u m. Til þess að komast aftur eftir þessu, sem hulið er í undirdjúpum vitundarinnar, notar sálargrenslunin ýms ráð. Sumir leitast við (í fullu

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.