Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.11.1920, Side 13

Læknablaðið - 01.11.1920, Side 13
LÆKNABLAÐIÐ 171 höfðu veriS þar samfleytt 10 ár. BlóStölufjöldinn (erythrocytae) var tyllilega eSlilegur, blóSrauSinn því sem næst líka. — Ekki er nú svo mikil vísindastarfsemin hér á íslandi, aS nokkur hafi grenslast eftir slíku á mönnum hér í skammdeginu! (17. júlí). ! Parotitis epidem. Cowie segir aS á 97% sjúkl. sjáist rauSur blettur umhverfis opiS á dulct. Stenon. og oft áSur en gl. parot. bólgnar. — Hver vill veita þessu eftirtekt, og segja Lbl. hvort satt er? (17. júlí). Beinkröm og þorskalýsi. Howland og Parker fullyrSa, aS sjá megi batamerki á Röntgenmynd 2 dögum eftir aS dýrum er gefiö lýfei, en eftir 3 vikur á börnum. (17. júlí). Lýsismjólk. Gerstenberger hefir aliS 1200 ungbörn á mjólkurliki meS 10% þorskalýsisfitu. Börnin þrifust vel, fengu hvorki krampa né bein- kröm. — Væri þetta ekki umhugsunarvert fyrir sjávarsveitir vorar? Orsök stams. Menn hafa fundiö (Robbins) meö pletysmograph, aö í stamköstum, eins og viö „schock“, minkar fyrirferS útlima, þ. e. æöar þar dragast saman. Þá hafa menn fundiö viS schock, samfara höfuöslysum, aö heilaæöar voru vikkaSar, gátu svo ins sama til meS stamiö. Bluemel náSi í mann, sem stamaöi og haföi beinlausan blett framantil á höfSi eftir trepanatio. í stamköstunum þrútnaöi hann óeSlilega og þykir honum þaö sönnun fyrir útvíkkun æöa í heilanum. (28. ág.). Áhöld og orkusparnaður. Amerískar tilraunir (Barrot) hafa sýnt, aS orkueySsla var 20—40% meiri, ef maöur vann viö borö meö óhentugri hæö, en ef hæSin var í besta lagi. (28. ág.). Kynþroski og loftslag. Vilhjálmur Stefánsson (noröurfari) ritar grein um kynþroska Eskimóa í N.-Ameríku. Hann segir, aS þaS sjáist ekki á Eskimóuin, aö kalda loftslagiö tefji kynþroskann. ÞaS er ekki hj'ald- gæft, aö Eskimóastúlkur eigi börn 12 ára, og jafnvel á 10. ári. AS jafnaöi verSa stúlkurnar kynþroska 10—13 ára. V. S. getur þess til, aS þetta kunni aS standa í sambandi viö hitann í Eskjimóakofunum, sem er allajafna 26—30 stig, eöa meira. Þó út sé komiS i 40—50 stiga kulda, verkar hann litt á líkamann, sem alstaöar er þakinn meS tvöföldu loSskinni. Hitinn er oft svo mikill i kofunum, aS svitinn streymir niSur allsbera kroppana, svo sífelt þarf aö þurka hann af sér, og mikiS er drukkiö af ísvatni viö þorstanum. Konurnar lifa því mestan hluta æf- innar í suörænum hita. — ÖSruvisi er þessu fariö meö Indiána sem búa noröarlega. Hús þeirra og fatnaöur eru köld og lcynþroski þeirra engu braSari en hvítra manna á sömui slóöum. — V. S. gerir því ráS fyi)ir, aö mismunur á kynþroska-aldri i Evrópu stafi af því aS mönnum þar sé kaldara og kaldara eftir því sem norSar dregur, þvi fatnaöur og hús eru sjaldnast hlý. (4. sept.). — HvaS vitum viö um kynþroskaaldur hér? Tréspiritus-eitrun (suöuspiritus), hafa þeir nú viö aS stríSa í Ameríku. t’eir fara þannig meö hana: 1) Rækileg magaskolun meS sódavatni, 2) rent niöur um slönguna vænum skamti af uppleystu laxersalti (sulph. ma§'n-). 3) sjúkl. haldiS hlýjum í rúminu og gefiS sódavatn (3 grm. í Pela af vatni) aöra hvora klst. 6 sinnum, til þefes aS hindra acidosis. (11 - sept.). Mercurochrom—220. Svo viröist sem amerisku vísindamennirnir Young, Schwarz og White hafi fundiö gott lyf, sem þeir hafa gefiö þetta nafn.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.