Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1920, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 01.12.1920, Blaðsíða 3
i2. blað. LIKIÍiBLlllfl 6. árgangur. Desember 1920. Sóttvarnarmál. I. Sóttvarnarhúsin. Þaö eru nú liöin 18 ár, síöan sóttvarnarlögin frá 1902 voru gefin, og |:au eru i gildi enn. í 6. gr. þeirra stendur: ,,í hverjum kaupstaö* á landi hér, skal vera sóttvarnarhús, er sé jafnan lil taks meö öllum útbúnaöi til þess aö taka við sjúkum mönnum frá a'ð- komuskipum, ef þörf gerist aö sóttkvia þá. Sóttvarnarnefnd, er i hlut á, skal hafa umsjón yfir húsum þessum, annast viöhald á þeim og öllum útbúnaöi þeirra, og ráöa þjónustumenn til ]>eirra eftir þörfum, er séu til taks.“ I öll ]>essi 18 ár hafa lög þessi veriö aö engu höfö, eöa því sem næist, jafnt af landsstjórn og sóttvarnarnefndum. Aö nafninu voru húsin reist, en öll aö visu svo ófullkomin, aö þau voru engan veginn viðunandi sjúkra- hús og tvö af 4 (á Seyðisfiröi og ísafirði) algerlega óhæf til þessara afnota. Þessum 2 húsum fylgdi enginn ,,útbúnaður“ til þess að taka við sjúkum, og jafnvel einnig á Akureyri, en lélegur og ófullkominn í Rvk. Þegar vörnin var hafin gegn inflúensunni síðustu var hvaö eftir ann- að gerð gangskör aö því, að fá húsin á Seyðisfiröi og ísaíiröi bætt, eöa n.ý reist í stað þeirra gömlu, en alt situr enn í sama farinu. Þetta eru okkar ær og kýr: aö gefa lög og reglugeröir um allan þrem- ilinn, með miklum kostnaöi og ntálæöi, en hafa það svo alt aö engu er :il kemur! Er nú ekki kominn tími til þess, annaöhvort aö fella ]iessi lagaákvæöi úr gildi, eöa framfylgja þeim i fullri alvöru? Þá má og spyrja hvort ný ákvæði geti komið til tals, sem væru að einhverju leyti hentugri, og þá jafnframt von um, að yrði ekki tra'ökaö jafnskjótt og þau væru gerð. Mversu sem liti'ð er á sóttvarnir gegn útlöndum, og hverri stefnu sem fylgt veröur í þeim, þá er þaö vist, aö h v e n æ r s e m v e r a s k a 1 geta skip flutt h i n g. a ð einn eöa fleiri dauöveika m e n n með hverri farsótt sem vera skal, nema þeim, sem bundnar eru viö hitabeltið, t. d. febris flava. Þessa menn verðurn vér að geta flutt tafarlaust á sjjúkrahúls. og það verður aö vera svo úr garöi gert. aö bæði sé þaö boðlegt sjúklingunum, og einangrun þeirra tryggileg. Þó ])vi sé hér slept, hvaö gera skuli við grunaða menn, (stund- * Líkl. á þetta a'Ö eins viö kaupstaði, sem ]>á voru, er lögin voru gefin. Það væri t. d. ástæðulítið að setja upp sóttvarnarhús í Hafnarfirði.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.