Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1920, Blaðsíða 4

Læknablaðið - 01.12.1920, Blaðsíða 4
17« LÆKNABLAÐIÐ um um icx) farþega!), þá má óhætt gera ráö fyrir því, aö sjúklingar geti veriö um io, þó sjaldan vilji slíkt til, nema um inflúensu sé aö ræöa. Á hverjum sóttvaruarstaö, utan Rvk., veröur því aö vera til boölegt húsrúm handa ca. io sjúklingum, sem grípa megi til meö t. d. i—2 klst. fyrirvara, og sé þá ekkert aö vanbúnaöi, hús, rúm, hitun, matur og drykk- ur, sjúkrahjúkrun o. f 1., — alt veröur að vera til. Undan þessari kröfu veröur ekki flúiö, þó deila megi um rúmafjöldann, og önnur smáatriöi. Spurningin er: hvernig getum vér fullnægt þessu á sem hentugastan hátt? AÖ svo miklu leyti sem mér er kunnugt, er hvarvetna erlendis ráöiö fram úr þessu á svipaöan hátt og lög vor gera ráö fyrir: S é r s t ö k hús eru bygö meö ölluin útbúnaöi, rneira aö segja fast starfsfólk ráöiö til þeirra. Og húsin standa nálega altaf tóm. Hjá því veröur tæpast komist, ef þau eiga aö geta tekiö fyrirvaralaust móti sjúklingum. Ef þessi leið er ekki farin, og hún er oss aö nokkru leyti ókleif (fást starfsfólk), er ekki um annaö að gera, en aö leggja sjúklingana inn á sjúkrahús kauptúnsins, en ]iaö veröur þá aö vera gert tneö þeim hætti, að algerlega megi einangra nokkurn hluta þess, ef þörf gerist, svo að hann hafi allar sinar þarfir fyrir sig, útidyr, salerni og annaö. Þetta er sjálf- gert, ef þar er nægilega stór deild fyrir næma sjúkdóma og auð- velt, ef e n g i r 1 i g g j a þ a r, er á þarf að halda ! Á Akureyri reyndi eg aö fara nokkurskonar milliveg. Sóttvarnarhúsið var sett nokkurn spöl frá spítalanum (einangrun), en á hans lóö. Þvi fvlgdi aö eins lítið eldhús, og var ætlast til, að allur mátur fengist frá sjúkrahúsinu. Niöri i húsinu voru tvær sjúkrastofur, en uppi á/ lofti ætlað- ist eg til, aö gert yröi herbergi fyrir hjúkrunarstúlku, og hinn hluti lofts- ins notaöur sem sjúkrastofa, ef í nauðir ræki. Þvottur i kjallara og sótt- hreinsunarofn. Ef á lieföi þurft aö halda, ætlaöi eg mér, aö taka rúmfatn- aö, hjúkrunartæki og hjúkrunarstúlku frá spítalanum, því aldrei fékst neitt fé til útbúnaöar hússins! Þetta sparaöi fé, en spítalanum bár auö- vitaö engin skylda til þessa, og nú hefir þó hagurinn batnað að því leyti, aö sjúkrarúm eru til og sængurfatnaður. Ef vér nú athugum þessi úrræöi, þá mun það víst, aö stjórn o. fl. vex það í augum, aö byggja sjúkrahús, sem síðan standi tóm! Þegar nú jafn- framt stendur til, að byggja stóran spítala á ísafirði, en sjúkrahúsiö á Seyðisfirði sjaldan fullskipaö, þá sýnist þaö eðlilegast, aö sjúkrahúsin taki móti sjúklingunum og njóti aftur meiri styrks, svo aö þau séu skaö- laus af. Ekki er þetta þó svo einfalt mál sem það sýnist í fyrstu. Setjum nú svo, eins og komið hefir fyrir mig á Akureyri, að 4 börn liggi (á far- sóttadeild spítalans) meö barnaveiki, tvö með nýgeröan barkaskurð, hin i afturbata en þó sjúk. Eöa ef dembt hefir verið 10 sjúkl. meö taugaveiki á spitalann. Samtímis þessu má gera ráö fyrir, aö spítalinn sé fullskipaö- ur öðrum sjúkl. Iivað á nú læknirinn að gera, ef skip ber aö landi með 5—6 fárveika af variola eöa typhus exánthematicus ? Ekki er gott aö flytja barnaveiku börnin inn á einhverja sjúkrastofuna, og rýma fólkinu þaöan burtu, og þó væri um fátt annað aö gera. En svo er eftir að sótt- hreinsa farsóttadeildina. Þaö tekur ekki minna en 6 klst., hvaöa aöferö sent er notuð, og illa getur þaö komiö sér fyrir aðkomusjúklingana, og

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.