Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1920, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.12.1920, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ 181 Sæm. Bjarnliéöinssonar, því hann hefir meö þekkingu sinni, alúð og sam- viskusemi leyst af hendi lífsstarf, sem lcngi mun uppi. Enga nýjung, ekk- ert meöal, sem til greina gat komið að nota, hefir hann látið óreynt. En hann Iætur ekki mikið yfir sér, þessi læknir. Að okkur ólöstuðum, islensku læknunum, er eg hræddur um að færri okkar hefðu haldið þessu jafnlítið á lofti og Sæmundur hefir gert. Vér vitum það, læknarnir, að Sæmundur er vcl að sér í læknisfræði; hann er einn af þeim fáu íslensku læknum, sem þektur er úti í heiminum, því nafns hans er getið i flestum húð- sjúkdómabókum, sem út koma nú á tímum. En það lítur ckki út fyrir, að almenningi sé það ljóst, hvilikt afreksverk þessi maður hefir unnið á Laugarnesi. Að minsta kosti sér maður þess ekki getið opinberlega i blöð- um eða tímaritum, og er þó margs getið þar, sem minna er um vert. En i hjörtum þeirra sjúklinga, sem honum var trúað fyrir, hefir hann reist sér þann minnisvarða, scm aldrei fyrnist. Hann hcfir reynst þeim afburða iæknir og tryggur vinur, eins og hann reynist öllum, sem þekkja hann best. Eg vil ráða collegum mínum, sem koma utan af landi, að fara inn á -Laugarnesspítala, því eg er viss um, að það verður þeim minnisstætt ekki síður en mér. Eg verð að lokum aö biðja Lbl. velvirðingar á þvi, að það er ekki mikið vísindabragð að þessum linum. Það eru að eins tilfinningar sem brjótast út. Þ. Edilonsson. Veginn og léttvægur fundinn. Þessi orð hljómuðu fyrir eyrum mér, er eg hafði lesið í októberhefti Læknablaðsins, að yngri læknir en eg haföi fengið veitingu fyrir Hóls- héraði. Eg hafði sótt um hið nýstofnaða Hólslæknishérað ásamt yngri prakti- serandi lækni, — sem hafði sest þar að. Eg hafði i io ár þjónað í læknis- héraði, sem má telja eitt af lökustu og erfiðustu heruðum þessa lands, — en var „veginn og léttvægur fundinn“. Hver var orsökin? Eg veit þaö ekki. Kannske sú, aö cg hefi reynt að gera skyldu mína í þessu héraði, og það þó við smánarkjör hafi átt að búa, eöa sú, að eg hefi tapað að nokkru heilsu minni í þessu erfiða embætti, og þvi ekki eins fær til erfiðra feyðalaga og áður; hugði ])ó, að eg mundi g<eta fengið hérað (úr því það var laust), sem hægra vai' að starfa í, en þó tekjubetra, — en var „veginn og léttvægur fundinn“, og það ekki einu sinni eg, heldur allir eldri læknar í lélegri og erfiöari héruöum. Þeir voru dæmdir lika til æfinlegrar þrælkunar, þar sem ]>eir eru komnir, því meginreglan er hér með gefin, aö eldri læknar ganga ekki fvrir þeirn yngri viö veit- ingu á betri embættum, þó þeir reynist nýtir læknar. 2. nóv. 1920. Sigvaldi Kaldalóns, héraðslæknir í Nautevrarhéraði.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.