Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.12.1920, Qupperneq 11

Læknablaðið - 01.12.1920, Qupperneq 11
LÆKNABLAÐIÐ 18; í bæ meö 25.000 íbúum teur hann þurfa: 1 heilbrig'ðisfulltrúa, 1 sótt- kveikjufræöing, 3 hjúkrunarstúlkur (eftirlits), 1 mjólkurinspector, 1 þrifn- aðar-inspektor, 1 ritara og 1 hraöritara. Þá þurfi og slíkur bær sóttvarnar- hús. Kostnaður viö jietta veröi yfir 75 c. á mann. —- Fox gerir lítið úr þekkingu manna á sýkingarhætti algengustu sótta, misl., skarlatssóttar o. fl. Segir, aö tilraunir meö sýkingarhátt infl. sýni best vanþekkinguna. Engin full vörn fáist, fyr en menn verði ónæmir meö bólusetn. eöa þvíl. Telur hættulegt aö reyna að stööva mislinga. Þeir veröi þvi verri, er þeir aö lokum gjósa yfir. — (iS. sept.). Ónæmi eftir infl. er litið eöa ekkert, eftir þvi sem reynst hefir í her Bandaríkjanna. Aö minsta kosti er það svo gott sem horfið eftir 1—2 ár. (18. sept.). Áfengi og farsóttir. Amerískir farsótta-spítalar hafa gert tilraun meö aö hætta við að gefa sjúkl. nokkurt áfengi. Það hækkaði ekki manndauö- ann. (18. sept.). Lekanda læknar Schwarz (Þjóðv.) eftir aöferö Weiss, og hefir gefist vel. Sjúkl. eru settir í heit böö, og hitinn aukinn upp í alt að (iog F.). Gonococci drepast við 107,6 F., og er sagt, að sjúkl. læknist eftir 1—2 böð. Viö heita baöiö kemst blóöhitinn upp i 108 eða meira. (18. sept.). Ófriðurinn og sveinbarnafæðingar. í Þýskalandi, Austurríki, Frakklandi og Englandi hefir e k k i boriö á því, aö fleiri sveinbörn fæddust. Skýrsl- ur ná ekki lengra en 1917. Það er því líklega hjátrú, aö^ fleiri piltar fæöist eítir ófriö. (25. sept.). Oxyuriasis og carb. bismuth. Loeper segir einhlýtt, aö gefa fullorðnum 10 grm. af carb. bismuth. i einum skamti, einn skamt á dag í 2 dagfa. Eldri börnum gefur hann 7,4 grm.. ungum 2—3 grm. (25. sept.). Mennirnir og matvælin. Sir William Crookes forseti breska vísindafél. lýsti þvi yfir 1898, aö hungur vofði yfir öllum heimi, mannfjölgun væri svo mikil. Bandarikjamönnum telst svo til, með nákvæmum reiknings- aöferöum, aö fólksfjöldi Bandaríkjanna megi ekki aukast meira en um helming, ef allir eigi aö fá nóg aö borða, þó ræktun sé hvervetna i góðu lagi. Koma jiá 66 menn á hverja fermílu enska, og er ]iaö miklu minna en í jiéttbýlustu löndum Evrópu. La Presse medicale: Fæði manna var fyrir 1—2 mannsöldrum bæöi stórum niinna og lakara en nú gerist. Lbl. hefir getið fyr um þetta á Norðurlöndum. M. R. Legendre hefir nýlega ritaö bók um þetta, og kcmst að þeirri niöurstöðu, að í Frakk- landi hafi fæöi aukist um helming frá 1832—1912. Versti óvinur heilbrigðisframfara er „l’hygieniste buraucrate", segir Roux, formaöur Pasteurs-stofnunarinnar, sem gefur reglur um alt, og fyrirskipanir, en kemur hvergi nærri. — Heilsufræöi er ekki auðiö að framkvæma í fjarlægð, til þess þarf maður aö standa í nánu sambandi og samvinnu viö landslýðinn. (No. 68). Deutsche med. Wochenschrift: Kýlalækning með chloræthylfrystingu. Próf. Borkenheimer notar jiessa aöferö bæöi viö byrjandi kýli og eldri kýli. Verkirnir hverfa og bólgan stöövast, hitasótt batnar og staphylococcar deyja eöa veikjast, og kýli í byrjun læknast fljótt. Eldri kýlin veröa aö vísu verkjalaus, en þau taka

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.