Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1920, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.12.1920, Blaðsíða 14
LÆKNABLAÐÍÐ 188 og sjaldan gerSur keisaraskurður, en auk þess allajafna konunni tekið b 1 ó ö, 500 grm. i einu, og þa'ð jafnvel á undan fæðingu. Þetta hefir gef- ist svo vel, að af 156 konum meö ecclampsia dóu aö eins 7% eöa jafnvel 6.4°/o. Er þetta hálfu minna en veriö hefir hjá Essen-Möller, sem leggur alla áherslu á, aö fæöingu sé hraöaö sem mest (sect. cæsarea o. f 1.). Hjá flestum konum gekk fæöingin fljótt, en hjá surnum dróst hún yfir sólar- hring frá því fyrsta krampakastiö kom. — Þaö er gleöilegt fyrir íslenska lækna, aö heyra svo góöan árangur af einfaldri ineöferð, því ekki er ætíö hlaupið aö þvi aö gera sectio cæsarea lege artis. (Nr. 42). Placenta prævia. B. Lundkvist rit.ar um meðferð hennar á Almánna Barnbördshuset. Sjálfkrafa fæddu 22 konur, hjá 25 var belgur sprengdur, hjá 44 var barni snúiö og fótur dreginn fram, viö 5 var þanið út meÖ belg, en 16 voru „tamponeraðar". Af konum þessum dóu aö eins 3 og hjá öllum haföi barninu verið snúiö. Tamponade var oftast gerð með belg í vagina en ekki með grisju. Hann gafst vel og virtist ekki valda veru- legri smitunarhættu. Lundkvist telur aö sect. cæsarea myndi ekki hafa bjargaö þeim sem dóu, þó gerö heföi verið. Af börnunum dóu alls 70%. Af þeim sem vógu 2—3 kg. lifðu 16 en dóu 33, af þeim sem vógu full 3 kg. liföu 18 og dóu 15. Verst urðu þau úti, sem snúiö var. — Ef mest er hugsað um mæðurnar er keisaraskurður óþarfur, aftur getur hann bjargaö mörgum börnuni. (Nr. 44). August Krogh, sem Nóbelsverölaunin fékk, hefir verið kunnur fáum læknum hér og líkl. fæstum í sínu fööurlandi, því svo kveða Danir: Da för man navnet August Krogh, tilfældigt hörte sige, da var man nærmest lige klog — og lige glad tillige!------ En cftir ]ivi sem G. Liljestrand segir frá, eru afrek hans mikil og marg- vísleg. Læknir er hann ckki, en magister í náttúrufræöi og dr. phil. 1906 ritaöi hann verölaunaritgerö um útrensli köfnunarefnis gegnum lungun, og fann aö þaö var lítið sem ekkert, minna en menn höföu ætlað. 1908 rann- sakaði liann efnabyltingu Eskimóa, sem jeta stundum 1804 grm. af sel- kjöti á dag og 218 grm. af fitu, og verkur gott af. Útkoman varö, að þeir hagnýta kjötiö ágætlega og að eggjahvita þess getur treinst all-lengi í líkamanum eins og nokkurs konar foröabúr. Þá hefir hann rannsakaö áhrif hitans á efnabyltinguna, en aöalverk hans er þó öndunarstarfið. Hann hefir sýnt, aö kenning Bolus um að lungun| störfuðu sem kirtill og tnynd- uöu kolsýru, cr röng, og aö loftiö kemst inn i blóðið viö einfalda diffusion, og á sama hátt fer þaö úr blóðinu út í vefina. Hann hefir sýnt, að háræöa- fjöldinn yfirgengur allan þjófabálk, eu fæstar standa opnar meðan lítiö er starfaö. Viö aukið starf opnast fleiri og fleiri farvegir og fær líffæriö þá jafnframt meira blóö og meiri næringu. Þetta eru aðalatriöin sem Lilje- strand telur. (Nr. 48). Heilsan og læknarnir. Það er alkunnugt aö fjöldi manna í útlöndum reynast ekki liötækir er þeir eru rannsakaðir á nýliðastöðvunum. Sumir hafa meöfædda ágalla (litlir vexti o. f 1.), en fjöídinn allur er líka heilsu- veill. Þaö ganga þannig úr 20—65%. Þá deyr og fjöldi manna á besta aldri áður en ellin gefur þeim gilda afsökun. Vátryggingarfélög í Ame- ríku reyndu þvi, aö láta ágæta lækna rannsaka nokkur þúsund af skiól- stæöingum sínum og sáu þeirn svo fyrir læknishjálp, og lifsreglum, sem

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.