Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1921, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 01.04.1921, Blaðsíða 3
4. blað. LIKIIBLlÐlfl 7. árg. Apríl, 1921. Einkenni við byrjandi magakrabba (c. v.) Við fáa hægfara sjúkdóma er diagnosis præcox jafn lífsnauðsynleg og við byrjandi krabbamein i maganum. — Þótt telja megi sjúkdóminn, eins og nú er, nær ólæknandi og árangur af skurðlækningum lítinn, þá eru þó mörg dæmi þess, að sjúklingar hafa orðið albata, eða líf þeirra lengst að mun, ef þeir að eins hafa komist nógu snemma undir hnífinn. Árangurinn er að vísu undir fleiru kominn, og þá einkum undir þvi, hve illkynja meinsemdin er og hvar í maganum hún situr. En af læknisins hálfu verður auðvitað ekki við sliku séð, það eina, sem í hans valdi stendur og það sem honum ber, — er að þekkja sjúkdóminn fljótt, — ef hann á annað borð fær tækifæri til þess. Aö visu er það ekkert áhlaupaverk, þar eð á því stigi vanta oftast öll þau einkenni, sem annars gera sjúkdóminn svo auðþekkjanlegan, þ. e. hann er meira eða minna latent. En í raun og veru standa þá flestir læknar jafnt að vígi, ])ar eð allar margbrotnari rannsóknaraðferðir hafa hingað til að litlu haldi komið og þá sist fyr en tiltölulega seint í sjúkdómnum. Hér verður með nokkrum orðum leitast við að drepa á það helsta, sem iæknirinn verður að hafa hugfast í leitinni að byrjandi magakrabba. Vert er fyrst og fremst að hafa það jafnan í huga, í hve mörgum mynd- um sjúkdómurinn getur verið, og það frá byrjun, og mætti skifta subj. einkennum eftir þvi, á hverju ber mest, í 2 aðalflokka: einkenni frá melt- ingarfærum (typus gastroenteri'cus) og i einkenni frá öðrum líffærum (typus parentericus), []iótt hvortveggja einkennanna gæti venjulegast þeg- ar á líður sjúkdóminn]. Fyrri flokkurinn er langþýðingarmestur, þvi komi sjúkl., sem algengt er, fyrst til læknis vegna einkenna frá öðrum liffærum, þá er það oftast nær sönnun þess, að sjúkdómurinn er kominn á tiltölulega hátt stig, eða er mjög illkynja, en diagnosis præcox verður eingöngu að miða við lækn- anlegleikann (operabilitas). — E i n k e n n i n f r á meltingarfaerunum geta hins vegar verið afar mismunandi, svo aö skifta má þeim aftur i ótal flokka, eftir því, hvaða einkenni eru mest áberandi, en eg læt mér nægja, að minnast á þau algengustu og þau, sem mesta praktiska þýðingu hafa. Lang algengast er það, að miðaldra sjúklingur, sem hingað til hefir haft ágæta meltingu, fer að fá einhver mjög væg einkenni frá meltingarfær- unurn, t. d. munnvatnsrensli, nábít — vægan brjóstsviða, ropa (evt. fýlu-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.