Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1921, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.04.1921, Blaðsíða 14
6o LÆKNABLAÐIÐ um dansfundum og öðrum mannfundum utan heimilis, þar veröur erfitt aö sýna hvar hver hafi smitast af jafn-langvinnri og hægfara veiki og berklav. þráfaldlega er, ekki síst er því er jafnframt haldiö fram, aö smitunin veröi oftast mörgum árum eöa áratugum fyr en fer aö bera á veikinni. Meöan nefndir siöir haldast, sé eg ekki betur en aö smitunar- færi geti veriö hvar sem vera skal aö kalla, og sakna eg því þess, aö nefndin hefir ekki teljandi minst á neinn af þessum „þjóölegu" siöum, sem eg er sannfæröur um, að liér eru langoftast „fons et origo mali“. Þetta er líklega þegar oröiö full-langt fyrir Lbl., og skal þvi hér látið staöar numið. Er þó ekki alt taliö, sem eg lít nokkrum öörum augum á en nefndin, og aö kalla ekki minst á hitt, sem eg gæti fylgt henni i óskor- aö. Hvernig sem litið er á einstök atriði -— og hver hefir sina kreddu, svo aö ekki verður öllum gert til hæfis — þá hefur nefndin leyst af henidi mikið starf, og gott, þegar á alt er litið. En aö eg hefi fundið aö ýmsu ])ví hjá nefndinni, er kemur í bág viö mínar kreddur, á því á formaður nefndarinnar mesta sök, næst sjálfum mér, því aö hann, sá kennara minna, sem eg held aö eg eigi allra-mest að þakka og vildi helst líkjast, kendi mér aldrei meö orðum né eftirdæmi, að „jurari in verba magistri“. Dalvik, 16. mars 1921. Sigurjón Jónsson. Smágreinar og athugasemdir. Greining og meðferð hixta. (Að mestu eftir A. Martinet). 1) M i ð- s t ö ö v a r ý f i'n g: Chloral, brom, morphin, scopolamin. 2) Heili. Psychönevroses, hysteria, meningitis: Suggestio reeducatio, punctio lumb., lyf. 3) B r j ó s t. Mb. cordis et aortae, pericarditis, plevritis (diaphragm.). Hjartalyf, revulsio praecordialis, brunaplástur o. þvíl., punctio pericardii. 4.) K v i ö u r. Magi (dyspepsia, dilatat, aerophagia), pcritonitis, helmin- thiasis: Diæt, magaskolun, magalyf, sultur, opiata, operationes, vermi- fugae. -—• Viö þetta má eflaust bæta ýfing á þind viö lifrarsjúkd., sulli o. fl. Bólusetning við berklaveiki. 1913 skýröi svissneskur bakteríufræöingur, Henri Spahlinger, frak'kneska Académie de Medicine frá því, að hann heföi fundið nýja bólusetning gegn berklav. (antiserum), sem reynst hefði öllum vonum framar. Lofaði aö skýra nánar frá þessu síðar. Nýlega hefir hann sent félaginu skýrslu um tilraunir sínar undanfarin 6 ár, og auk þess frakkneskra og enskra lækna, sem hafa reynt meðferöina. Eftir henni eiga iafnvel þungt haldnir sjúklingar (t. laryng. & pulm.), sem heilsuhælis- meðferð hreif ekki á, aö hafa læknast. — Frakknesk og ensk dagblöð hafa náð í þessa frétt og láta mikið yfir, segja, aö hér sé um óbrigðult lyf aö ræöa á hvaða stigi, sem veikin er! Lancet 19. febr. segir, sem satt er, að lítiö sé upp úr slíku aö leggja, en segir frá fréttinni. Annars viröist sjálf ritgerðin ekki hafa verið komin til Englands um þaö leyti.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.