Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1921, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.04.1921, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 57 var þá til í landinu, að hún varS ekki langt um útbreiddari og skæöari ])egar fyrir og um miðja öldina í öllum óþrifnaöinum, varnaleysinu og ])ekkingarleysinu á eðli hennar og útbreiSsluháttum, en fer aftur aS fær- ast í aukana jafnframt því sem þrifnaSur vex þó svo aS draga tekur aS mun úr útbreiSslu annara farsótta og manndauSa af völdum þeirra, og lætur sér lítiS eSa ekkert segjast viS þær varnir, sem reyndar hafa veriS, og ætla verSur aS hafi veriS betri en ekki neitt, þótt ófullkomnar hafi veriS ? Hér finst mér, aS einhver breyting, er orSiS hafi síSustu áratugina á háttsemi eSa lifnaSarháttum manna, hljóti aS koma til greina. breyting, er stuSli svo mjög aS útbreiSslu berklaveikinnar, aS geri meira en vega á móti þvi, sem menn skyldu ætla, aS þrifnaSarframfarir og varnatilraunir drægju úr henni. Eg sé enga leiS til aS gera sér þetta skiljanlegt á annan hátt. En hver er þá þessi breyting? Auknar samgöngur viS útlönd? Þær voru nægar áSur til þess aS flytja berklav. i n n í landiS, og gerSu þaS, en hér er aS ræSa um flutning veikinnar u m landiS. — Auknar samgöngur innanlands ? Þær voru ekki svo litlar áSur, og síst svo lag- aSar („flakkarar" meSal annars), aS ekki hefSu átt aS nægja, ásamt ó- þrifnaSinum og varnaleysinu, til aS greiSa götu veikinnar sæmilega, ef almennar samgöngur hefSu hér úrslita-þýSingu. — TíSari mannfundir yfirleitt? Vafasamt; margföld kirkjurækni þá á viS þaS, sem nú gerist, hug'sa eg aS jafni þaS upp, aS annars konar mannfundir eru nú tiSari. — Sérstök tegund mannfunda, er öSrum fremur greiSi berklav. götu? At- hugandi er þaS, og er þess þá aS gæta, hvort nokkur flokkur mannfunda sé svo miklu tíSari síSustu áratugina en áSur, aS hann geti þess vegna komiS hér til greina; og finnist slíkur flokkur mannfunda, ])á er á l)aS aS líta, hvort þeir fundir, er til hans teljast, eru þess eSlis, aS liklegt sé, eSa a. m. k. hugsanlegt, aS þeir séu betur fallnir til aS greiSa götu berkla- veikinnar en annars konar mannfundir. Eg þykist þekkja mannfundi, sem þetta hvorttveggja muni geta átt heima vi,S, dansfundina sem sé, og ])á einkanlega til sveita og í hinum stærri kauptúnum. Veit eg þaS aS vísu, aS dans var þegar talsvert iSkaSur í Rvík og hinum stærri kauptúnum löngu fyrir 1890, en ])ó miklu minna en eftir þaS. ÞaS hygg eg og, þótt öll gögn vanti mig auSvitaS til aS sanna, aS berklav. hafi fyr náS útbreiSslu i þessum kaupstöSum en til sveita. Ekki veit eg heldui hvenær dans fór fyrst aS tíSkast aS marki i hverri sveit á landinu, en þar sem eg þekki til og hefi haft spurnir af, var þaS ekki fyr en um og eftir 1890, og síSan hafa „framfarirnar“ veriS aS kalla sivaxandi á þessu sviSi. En einmitt um sama leyti fór fyrir alvöru aS verSa vart viS berklav. í sveitunum. Nú er mér ljóst, aS hér geti veriS um tilviljun aS ræða, og ’er þá aS líta á hitt, hvort dansinn hefir nokkuð þaS í för með sér, er gteti gert hann grunsamlegan öSrum mannfundum fremur. Ekki þarf þess lengi að leita: þaS er r y k i S, sem dansendurnir þyrla upp og anda aS sér i djúpum teigum. Setjuin svo, að berklaveikur maSur hræki á gólfiS í kirkju eSa á hreppsfundi. Þó aS hrákinn stigist út um gólfiS og þorni, þá eru ekki miklar líkur til, aS bakteriurnar úr honum geti borist til muna i önd- unarfæri viSstaddra, því aS þar er ekki þyrlaS upp teljandi ryki. Hræki sami maður á gólfið í danssal, þá stiga dansendurnir óSara hrákann út um alt, þurka hann og þyrla bakteríunum upp meS og á rykinu. Og ekki

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.