Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1921, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.04.1921, Blaðsíða 12
58 LÆKNABLAÐIÐ nóg meS- þa'ö, dansendurnir eru einatt meira og minna móöir, anda meö opnum munni o. s. frv., og má nærri geta, aö þetta greiðir líka drjúg- um fyrir. Náttúrlega fullyrði eg ekkert um þetta, en eitthvert „nescio quid“ hlýtur hér að koma til greina, og eg sé ekkert sennilegra en dansinn. Mótbárur get eg hugsað mér ýmsar, en enga, er eyði grun mínum, með- an önnur skýring finst ekki sennilegri. „Berklaveikir menn dansa ekki“. kann einhver að segja. En eg hefi séð þá dansa. Og auk dansendanna eru allajafna áhorfendur, og þeir geta líka verið berklaveikir. — „Menn hrækja á gólf í danssal!“ Kanske ekki í höfuðstaðnum — og hver getur þó fullyrt um hvað gerist á öllum „skröllum" þar — en til sveita var það ekki fátítt, enda ekki fyr en 1903, að farið var að heimta að hráka- dallar væru í samkomuhúsum, og ekki að reiða sig á, að þeir séu þar alstaðar enn. Og þó menn hræki ekki, þá hósta menn, einmitt miklu fremur í rykfullum danssal en annarsstaðar, og hósta-úðinn getur „gert sama gagit“ og hrákarnir. — „En menn smitast yfirleitt þegar á barns- aldri, og „manifest“ berklav. ketnur af auto-infection, en ekki re-infecton, sem infectio í danssal mundi þó vanalega vera!“ Já, hver sem vissi þetta, en það er að eins meira eða minna líkleg tilgáta, að sínu leyti eins og þetta um dansinn, og ein tilgátan getur ekki annari hnekt. —- „Þó að dans væri fátíöur í sveitum á 19. öldinni fram að 1890, þá var sú öldin, að ekki var dansað minna en nú, þegar vikivakarnir voru í blóma!“ Að vísu, en bæði hygg eg, að í þeim dönsum hafi verið þyrlað upp margfalt minna ryki en i nýtisku hringdönsunum, og svo er óvíst, að nokkur berklav. hafi þá verið til á landinu. IV. S. M. i ritgerð sinni og nefndin öll hallast eindregið að ]>eirri skoðun, að langflestir smitist úrslitasmituninni þegar á barnsaldri. Þetta mun vera ætlun flestra berklalækna nú, og fer því fjarri, að egtelji mig hafa reynslu eða þekkingfu til að ganga i berhögg við þá skoðun. Annað mál er það, að rök þau, sem eg hefi séð fyrir ]>essu færð, bæði i ritgerð S. M. og því litlu öðru, sem eg hefi lesið um þetta, eru fjarri því aö s a n n a þetta í minum augum. Þar er að eins um meiri eða minni líkur að ræða, að mér finst, ekki fyrir því að visu. að þar sem berklav. er jafnútbreidd og hér og smitunar-tækifærin ]>ví jafn-algeng munu fjölda-margir ekki að eins af berklaveikum mönnum, heldur og öllum landsmönnum, fá einhverja berklasmitun á barnsaldri, — ]iað er mjög sennilegl, — heldur því, að sú smitun sé conditio sine qua non fyrir berklav. síðar, m. ö. o.: að „mani- fest“ berklav. á fullorðinsárum stafi æfinlega eða oftast af auto-infection frá „focis“ síðan á barnsaldri, en ekki eða örsjaldan af nýrri infectio á unglings- eða fullorðinsárum. En mér finst, að fyrir því (úrslita-þýðingu nýrrar infectionar) megi færa fult svo niiklar likur sem hinu. Skal þar nefnt fyrst og fremst það, sent áður er sagt um dansinn; ef svo er, sem eg hefi hér á undan fært nokkurar líkur fyrir, að hann eigi ekki ódrýgst- an þátt í útbreiðslu berklav., þá er þar að ræða um smitun utan að eftir barnsaldurinn, en ekki auto-infection, og skiftir þar engu, hvort þeir hinir söniu hafa fengið væga berklasmitun á barnsaldri eða ckki, nerna að

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.