Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1921, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.04.1921, Blaðsíða 17
LÆICNABLAÐIÐ 63 blendiö: á aðra hli'öina sultur og seyra, svo liggur viö mannfelli, á hina gort og svall nýhakaöra auömanna. Eftfrfaransi kafli er úr bréfi til G. H.: „Wienar-læknar eiga í félagi stæröarhús, meö ágætum fundasal, sem rúmar líkl. undir 1000 manns (uppi og niöri), lestrarsölum meö besta út- húnaöi og ágætu bókasafni, sem er aö mestu raðaö eftir sérgreinum, þannig aö hver grein getur veriö út af fyrir sig. — Lestrarsalirnir eru opnir frá 10—2 og 4—8, þ. e. nálega allan daginn; og á hverju föstudagskvöldi kl. 7 koma (fjölmenna!) læknar borgarinnar á fund, sem oftast er mjög fjölhreyttur og lærdómsríkur og stendur vanalega 1—2 tima. Ennfremur hafa læknar hverrar sérgreinar demonstrations-fundi hver í sinni deild eitt til tvö kvöld í mán. Auk þessa opinbera félagslifs er prívatfélagsskap- ur lækna mikill. í sumum kaffihúsum hefi eg séö borö meö skilti áletr- uöu: „Stammtisch fúr Árzte“, þar sem læknar koma og rabba saman yfir kaffinu og lesa blöðin, þau almennu og sín. Á öllum stærri kaffihúsum liggja öll austurrísku og úrval þýsku læknablaöanna og tímaritanna. Sé maöur einu sinni búinn aö koma og fala læknisfræðilegt blað, er maður ekki í annað skifti fyr búinn aö reka inn nefið en þjónninn er kominii meö fult fangið af læknisfræöil. tímartum og blöðum.“ Um heilbrigðismál á þingi er lítiö aö segja fram yfir þaö, sem blöðin flytja. Berklaveikismáliö er nú sloppiö gegnutn neðri deild og samfara pví breytingar á læknaskipun (borgarlæknir auk héraðslæknis) í Rvík. — Lyfjasölumálið er nú komið i þaö horf, aö lyfsalar séu ekki bundnir viö landsverslunina, erí aö læknar geti aftur fengiö lyf sín bæði frá lyfsölutn og landsverslun. Þeir veröa því svo frjálslega settir sem frekast má. Væri óskandi að þetta leiddi til lækkunar á lyfjaveröi. Er að svo stöddu óvíst hvað úr öllu þessu verður. Um Radiumstofnunina ritar Gunnl. Claessen grein i Morgunblaöinu 6. þ. m. Nýir sjúkl. voru 1919 20, en 1920 28. Smávaxið er þetta auðsjáanl. enn, og ekki síst er búast má við, að margir sjúkl. meö tum. malign. fái ekki fullan bata, en G. Cl. býst viö aö sjúkl. fjölgi og lækningurium fari sifelt fram. Á Akureyrarspítala lágu 37 sjúkl. er síðast fréttist, en spítalinn, með allri viðbótinni, hefir 40 rúm. Er þvi viðbúið, aö þar verði troöfult í sum- ar. Hastarlegt er þaö, aö 11. d. vildi klipa 3 þúsund af þeim 20.000 kr. styrk, sem stjórnin ætlaði spítalanum í þetta sinn (eftir geysikostnað viö bygginguna!) ; ætti þó öllum að vera þaö augljóst, að Akureyrarspítalinn er meginathvarf sjúkliriga víðsvegar frá, aö Landakotsspitala frá töldum. Vonandi getur Lbl. bráölega flutt uppdrátt af spitalanum, sem nú hefir tekiö miklum stakkaskiftum. Guðm. Ó. Einarsson læknir er nú kominn til all-góðrar heilsu. Læknafél. Rvk. 11. þ. m. flutti Halldór Hansen erindi um einkenni maga- sárs og gildi þeirra. Var þaö óárennilegt, því að bæöi getur kvilli þessi farið algerlega huldu höföi þangaö til alt fer um þverbak, og einnig brugö- ist í allra kvikinda liki, og gert hreint og beint gys að vesalings læknun- um. Þá var og rætt um læknavörð í Reykjavik. Oft erfitt aö ná i lækni þrátt fyrir læknagrúann.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.