Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1921, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.04.1921, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ 53 Fyrirkomulag í Noregi. Hlutaðeigendum til fróöleiks vil eg leyfa mér, aö skýra frá þeirri tilhögun hér í landi sem tryggir hverjum. sjúkl. í stærri bæjum læknishjálp, á hvaöa tíma sólarhrings sem er. Fyrir því er á ein- hvern hátt séö í flestum bæjum á stærö við Reykjavik og mun víð'ast bæjarfélagiö telja skyldu sína, aö standa þar aö baki meö nauðsynlegum fjárframlögum. Fyrirkomulag hér í bænum er mér kunnast, og vil eg leyfa mér aö lýsa þvi nokkru nánar. Lægevakten. Við eina fjölförnustu götu í bænum er læknavarð- stöö bæjarins („Kommunal lægevakt“ stendur yfir dyrunum), þar sem lækni má h i 11 a allan sólarhringinn og lækni m á f á ú t; í b æ i n n allan daginn og aö vissu leyti á nóttunni líka. Þetta annast 3 læknar launaðir úr bæjarsjóöi. Á daginn eru altaf 2 til taks og getur annar þeirra fariö út um bæ ef brýn þörf gerist. En á nóttunni er þar að eins 1 læknir, en hann hefir lista yfir 1 lækni í hverj- um bæjarhluta, sem gegnir ákveöna nótt eftir samkomulagi við varö- stöðina. Vanalega eru fengnir 7 læknar í hverjum bæjarhluta til aö skifta með sér næturvökunni yfir mánuðinn, svo aö ekki komi meira en ein vökunótt á hvern lækni á viku. — Þessu ráðstafar varðstööin í byrjun hvers mánaðar, raðar svo niöur nóttunum á læknana, sem báðum best hentar, tilkynnir þeim hvaða nætur þeir eigi aö gegna, og sendir hverri lögreglustöö afrit af varölista hennar umdæmis. Hún afritar aftur lista varöstöðvarinnar handa öllum sínum næturvöröum, svo aö einu gildir aö nóttu til, hvort bæjarbúar snúa sér til næturvarðar, lögreglustöðvar eöa læknavaröstöðvar. — Allir vísa á réttan varðlækni og vita enda deili á einum varalækni, ef þörf gerist. Annars vita þær vanal. svo vel um hvar varðlæknir er og hve mikiö sé um að vera, þar sem hann er, aö læknis- leitandi getur af því reiknað, hvort réttara sé, að ná i varalækni eöa bíða. Kostir auðsæir. 1) Fastur staöur, þar sem lækni er aö hitta allan sól- arhringinn. — 2) Föst varöstöö, þar sem lækni má fá út um bæinn á þeim tima dagsins, sem erfitt er að hitta lækna. — 3) Fastir varðlæknar á nóttum með varaliði, sem læknavaröstöðin eða hlutaðeigandi lögreglustöö geta sagt og símað til eöa næturverðir náö í. Kostnaður. Laun 3 fastra lækna, húsnæöi varöstöövar og 30 kr. handa hverjum varðlækni fyrir hverja nótt, sein hann gegnir, hvort sem hans er vitjaö eöa ekki, (þ. e. fast, auk „honorars“ sjúkl.). Varðstöðin sér um fleira. En varðstöðin gerir meira en þetta. Hún er líka v a r ö s t ö ö f y r i r sjúkrahús bæjarins og veit um allar laus- ar sængur á þeim, og jafnar niöur á þeim og deildir þeirra, eftir plássi og sjúkdómi sjúklings, þannig að trygging er fyrir, aö sjúkl. fari á þá deild, þar sem hann á heima, (skurölæknissjúkl. á skurðlæknisdeild o. s. frv.). Læknirinn fær sjúkl. seöil um aö hann þurfi aö fara á spítala vegna þess sjúkd., sem hann tilgreinir, og læknavaröstöðin segir ekki einungis til um sjúkrahús og deild, heldur s é r h ú n u m f 1 u t n i n g á s j ú k 1. ef meö þarf. — Þeim, sem ekki bráðliggur á, gerir hún aðvart, þegar pláss er til. Eins og sjá má af þessu stutta yfirliti, er það ekki lítilvægt starf, sem læknavaröstööin hefir með höndum. Bæjarfélagiö væri báglega sett án hennar, eða einhvers svipaös fyrirkomulags. Vitanlega cr hún þeim mun

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.