Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1921, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 01.04.1921, Blaðsíða 10
56 LÆKNABLAÐIÐ ur sjálft nefndarálitið upp í höndurnar á manni, svo að ekki er um að villast. Núgildandi lög um berklavarnir, sem þó er marg'falt auðveldárá að framfylgja og sjá um að sé framfylgt en löggjöf sú, er nefndin vill setja í staSinn, eru brotin árs árlega að ósekju, og án þess að nokkrum detti í hug að skifta sér af því. Þarf ekki annað en nefna rétt til dæmis, að i sjálfum höfuðstaðnum er ekki og hefir aldrei verið til nein berkla- veikisbók, og var þó sá maður er nefndin telur höfund berklavamalag- anna frá 1903, er fyrirskipa að héraðslæknar skuli halda slíkar bækur, s j á 1 f u r héraðslæknir í Reykjavík þegar lögin voru sett og ein 4 ár á eftir, og síðan landlæknir. Þetta minnir á þjóðsöguna um þá, er dæmdu Stóradóm, og urðu allir sekir um brot á honum er þeir riðu af þingi. En sá er munurinn, að berklavarnalögin frá 1903 voru enginn Stóridóm- ur, og er ekki hefir gengið betur að framfylgja þeim en raun ber vitni um, má nærri geta, hvernig fara rnuni um framkvæmd þessa Stóradóms nefndarinnar. Þvi að lögunum frá 1903 hefði verið og er auðvelt að fram- fylgja nokkurn veginn, ef menn vilja, en eg held, að það verði gersarn- lega ókleift fyrir héraðslækna, a. m. k. í hinum fjölmennari og víðáttu- meiri hjeruðum, að framkvæma eða líta eftir framkvæmd þessara fyrir- liuguðu laga að nokkru gagni, hversu ljúft sem þeim kann að vera að ,.beita kröftum sínum til almenningsheilla“, eins og nefndin vonast eftir. og illa sæti á mér, að láta i ljósi efa um. Eg held því, að nefndin 'hefði unnið þarfara verk, ef hún hefði fundið ráð til að fá lækna til að hlýða og framfylgja núgildandi berklaveikislöggjöf, þótt ófullkomin sé, en að semja ný lagafyrirmæli, sem enn minni líkur eru til að verði hlýtt. Það er vafasamt, hvort lagaákvæði, sem ekki er hlýtt eða ekki fremur en verkast vill, gera ekki meira ógagn en gagn. Þau valda því, að eitthvað s ý n i s t gert, þar sem ekkert er gert, eða a. m. k. annað en það, sem sýnist, pappírsráðstafanirnar gera menn örugg-a, þótt hættan sé jöfn og áður, ,.falsa veruleikann", eins og Carlyle mundi hafa að orði kveðið. III. Þrátt fyrir alt hefir síðustu áratugi verið gert ólíkt meira til varnar gegn berklav. en nokkru sinni áður hér á landi; áður var nfl. ekkert gert. Meðferð ungbarna og almennum þrifnaði er að vísu enn stórum ábóta- vant, en hefi r þó batnað mjög mikið frá því sem áður var; jöfnum hönd- um hefir ungbarnadauði þverrað og dregið úr flestum bráðum farsóttum. Ef berklav. væri hér landlæg frá gamalli tið, hefði því mátt húast við að hún, ekki síður en aðrar næmar sóttir, hefði áður gert margfaldan usia við það, sem hún gerir nú. En hefði hún gert það, er litt hugsan- legt, að læknar hefðu orðið hennar jafn-lítið varir og raun ber vitni um, alt fram að síðustu áratugum 19. aldar. Þetta finst mér gera meira en litið vafasama þá ætlun S. M., sem annars skal ekki neitað, að hann færir ýmsar álitlegar likur fyrir, að berklav. sé hér miklu eldri i lijettunni s e m a 1 þ j ó ð a r s j ú k d ó m u r cn flestir hafa ætlað. Hitt virðist vist, að veikinnar hafi orðið v a r t hér löngu fyr en undir lok 19. aldarinnar; bæði getur Schleisner hennar, og af heilsufari sumra merkra manna hafa menn þær sögair, cr benda á sterkar líkur þess, að þeir hafi haft berklav. (Tómas Sæmundsson t. d.). En hvernig stendur þá á því, úr því að hún

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.