Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1921, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 01.04.1921, Blaðsíða 8
54 LÆKNABLAÐIÐ nauSsynlegri, sem bærinn er stærri, en af framangreindum ástæðum verð- ur Reykjavíkurbær aö sjá bæjarbúum fyrir varöstöö og varðlæknum í einhverri mynd. Tillögur. Á meöan bærinn er ekki stærri en hann er nú, virðist ósann- gjarnt aö ætlast til, að hann setji upp fullkomna læknavaröstöð eins og hér hefir verið lýst, með launuðum, föstum varðlæknum og lækningastöð. Það yrði of dýrt til að byrja með. Hann verður að sníða sér stakk eftir vexti og feta sig fram. Þar með er j)ó ekki sagt, að hann eigi að skella skolleyrum við réttmsgtum kröfum tímans um skjóta læknishjálp, jregar alvarlegt slys ber að höndum. — Það má margt laga frá því sem nú er, bænum að kostnaðarlitlu, og ber honum að sjá um framkvæmdir. 1) Reyna að fá almenna lækna bæjarins til að dreifa viðtalstimamun meira yfir mið- og síðari hluta dags. Beri alvarlegt slys að höndum, gegn- ir hvaða læknir sem er, þótt í viðtalstíma sé, að eg nú ekki tali um, ef bæjarstjórnin semdi svo um við þá. 2) Fá lækna til að vera á verði á Jieim tíma dags, sem aðrir læknar hafa ekki viðtalstíma, einn eða fleiri, á ákveönum stað, fyrir ákveöið gjald. 3) Iiafa alla lækna bæjarins á sama blaði i símabókinni með tilfærð- um viðtalstíma og stað. 4) Fá stærstu og tryggustu bifreiðastöð i Rvik til að hafa fyrirhugaðan sjúkrabíl altaf í lagi og til taks. 5) Fá 7 lækna bæjarins til að skifta með sér næturvökum (1 nótt í viku) fyrir ákveðið gjald, hvort sem vakað er eða ekki, og aðra 7 til vara. 6) Sjá um að næturverðir fái mánaðarlega lista yfir þá lækna, sem vekja má hverja nótt, (og hvernig nóttum sé skift milli þeirra). 7) Hlutast til um, að næturverðir hafi einhvern ákveðinn samastað eða stöð, sem almenningur veit um, og altaf má hitta einhvern jieirra á nóttunni á, ])ví ekki er ávalt hlaupið að jiví að finna þá á götunum. Kostir. Ivostir við jietta fyrirkomulag eru auðsæir, bæði fyrir bæjar- búa og lækna. A. Fyrir bæjarbúa: 1) Læknir á viðtalsstofu allan daginn og ])ess vegna altaf hægt að ná í lækni í síma á dagirin og nálgast hann eða ná í hann, ef um alvarlegt slys eða sjúkdóm er að ræða. — 2) Ákveðinn læknir að snúa sér til á nóttunni, sem fyrirfram er búinri að lofa að gegna. 3) Milliganga næturvarðar eða næturlögreglustöðvar, sem ætti að flýta fyrir komu læknis, þar eð stöðin að sjálfsögðu hefði nætursamband við varölækninn og gæti leyft læknisleitanda aö tala við hann. B. Fyrir lækna: 1) Jafnari eftirspurn á daginn. — 2) Minna ónæði á nóttum; að eins 1 nótt í viku auk þess, sem sjálfir ákveða. — 3) Símasamband að nóttu viö lögreglustöðina. Það gæti enda stundum sparað lækni ómakið að klæða sig og fara út í dyr eða glugga, því að eftir því sem mér er sagt, eru Rvikurlæknar síundum vaktir upp vegna sjúkdóma, sem þeir geta gefið ráð við úr rúmi sínu. í ofangreindum tillögum er ekki djúpt tekið i árinni. engin stór fjár- framlög, sem bæjarsjóður þurfi aö óttast, — og þó er vissulega stór bót í þessari tilhögun frá því, sem nú er, ef vel og röggsamlega er stjórnað.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.