Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1921, Blaðsíða 4

Læknablaðið - 01.04.1921, Blaðsíða 4
50 LÆKNABLAÐIÐ ropa), ælur upp í munn, (súrar eSa bragðlitlar), óhægð eða vind fyrir brjóstið, þeir verða óeðlilega fljótt saddir, eða maturinn eins og á bágt með að komast niöur. Venjulegast konia þessi óþægindi um leið og þeir eru að borða, eöa mjög skömniu á eftir, og þeim líður vel soltnum, hitt er þó ekki fágætt, að þeir hafi einnig óþægindi við sult, þola hvorki að vera saddir né svangiri Þessu fylgir þá stundum óbragð og slefja í munninum og þeir missa lyst, megrast og verða magnlausir og úthaldslausir við vinnu eða kulvísari og fjörminni en áður. — Almennu einkennin koma þó oft löngu seinna. Stundum ber mest á einkennum frá þörmunum, sjúkl. sem ávalt hefir haft góðar hægðir. fer að fá þrálátt hægðaleysi, eða öllu oftar verkja- lausan niðurgang. En á öðrum haga byrjunareinkennin sér á alt ann'an hátt, og eru miklu svæsnari, getur þá eitthvert eitt einkenni verið mjög áberandi og ákafara en við mætti búast af byrjandi c. v. Þannig getur það byrjað með skyndilegum og áköfurn verk fyrir bring- spölum eða í bakinu, sem likist t. d. gallkveisu — eða sjúkl. fá svæsin og mikil uppköst (:c. pylori) -— eða þrálát og óstöðvandi uppköst, eins og lýst er við hysteri, eða þeir Jrjást af langvarandi velgju. Þessi skyndilega og ákafa byrjun einkennanna er oft við krabbamein. sem veldur ntikilli tæmingarhindrun eða situr neðantil í maganum. En þetta eru ekki tilfellin, sem erfiðast er að vara sig á, einkum hafi maga-eink. staðið stutt og sjúklingurinn er á hættulegasta cancer aldri. Aftur getur sjúklingur kornið til læknis vegna lítils blóðuppkasts, eins og oft kemur fyrir, og það áður en tumor ulcererar, svo ekkert blóð finst ef til vill i fæces, þegar frá líður. Mestum vandkvæðum er það hins vegar bundið, að þekkja sjúkdóm- inn eða yfir höfuð að taka hann með i reikninginn, þegar sjúklingurihn hefir verið magaveikur svo að segja alla sina æfi, segist hafa haft rnaga- kvef, magasár, gallsteina e. þ. u. 1., og svo bætist C. v. við, annað hvort vegna þess, að t. d. ulcus breytist í cancer —- eins og sumir álíta að sé algengt, — eða cancer bætist við af tilviljun. Smithies fann þannig af 566 opereruðum c. v. sjúkl. á Mayoklinikinni, ,,precancerous history“ hjá nálægt því 60 af hundraði, er í 239 tilfellum líktist alveg ul’cus-einkennum, en 18,7% höfðu áreiðanlega haft ulcus. Einkennin höfðu staðið að meðaltali í 11,4 ár hjá þessum sjúklingum, en greinileg krabbameinseinkenni í rúma 6 mán. Borið saman við skýrslur lyflækna og skýrslur úr daglega lífinu (alm. praxis), þá eru þessar tölur að vísu alt of háar — og flestir reikna ekki með meiru en 5—6 af hundraði af þessu tagi. Sérstakrar nákvæmni verður að gæta í slikum tilfellum við að grensl- ast eftir gangi veikinnar á siðustu árunum, einkurn komast eftir þvi, hvaða ný einkenni hafi bæst við, og hvaða einkenni horfið, og hvort sjúkd. hafi þá aldrei áður hagað sér eins. Til dæmis er það grunsamlegt, ef að ulcus- sjúkl., sem haft hefir ágæta lyst í góðu 'köflunum, fer að verða stöðugt lystarlaus, eða einkennin, sem jafnan haía batnað við rúmlegu og nratar- hæfi, eða verið greinilega periodisk, batna ekki af því og verða viðvar- andi. — Einkar grunsamlegt er það, ef slik breyting verður eftir nokk- urra ára velliðan — eöa miklu lengra einkennahlé en annars var vant.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.