Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1921, Blaðsíða 4

Læknablaðið - 01.12.1921, Blaðsíða 4
178 LÆKNABLAÐIÐ og var hún þá kornin um alt, fór hratt yfir og kom á flest heimili þar i kauptúninu og sveitinni. Aö Hofi í Svarfaöardal fluttist veikin meö manni, er gisti þar aöfara- nótt þess 13. júlí, og haföi verið eitthvaö lasinn þá um morguninn. Þar veiktist einn heimamanna 15- júlí; svaf hann í stofu fram við bæjardyr ásamt dönskum manni, er var þar í sumarvist; sá haföi fengið „spönsku veikina“ 1918. Voru þeir haföir þarna einangraðir, eftir því sem tök voru á. Ekki veiktist Daninn, en viku seinna veiktist alt hitt heimilisfólkið, nema ein gömul kona. Ætlaði eg fyrst, aö þaö hefði smitast af fyrsta sjúklingnum, ])ótt seint væri, eða langur meðgöngutími, en seinna fékk eg þær upplýsingar, aö 2 dögum áöur en það veiktist, heföi verið þar í vinnu maður frá Hofsá, er veiktist daginn eftir að hann var þar, og tel eg meiri líkur til, að smitunin hafi frá honum stafað. En að Hofsá var þá kominn fyrir 1 eða 2 dögum stúlkukrakki frá Akureyri, er var að verða lasin, er þangað kom, og veiktist þar síðan flest heimilisfólkið. Ekkert breiddist veikin út frá þessum heimilum. Loks barst veikin utanhéraðs frá, að Brimnesi á Upsaströnd; sótti unglingspiltur þaðan hana til Akureyrar um miðjan júli, veiktist þann 15., en eg fékk fyrst vitneskju um veikina þarna þann 18., um kvöldið; var eg þá sóttur til húsmóðurinnar þar, fárveikrar. Tel eg víst, að af henni hafi eg smitast, þvi að hún fékk, er eg var að hlusta hana, afar- ’narða hóstakviðu, er kom svo skyndilega, að eg varð of seinn að varast. En eg veiktist aðfaranótt 20. júlí. Dagana kring um þann 20. gaus veikin upp á mörgum heimilum i Dalvík og á Upsaströnd, og mátti víðast rekja smitunina að Brinmesi eða til þeirra, er þaðan höfðu smitast. Frá Dalvík barst hún á 2 heimili þar rétt fyrir sunnan, Böggversstaði og Ytra-Holt; liöfðu bæði vélbátaútgerö á Dalvik, og fluttu veikir menu frá útgerðinni sóttina heim á bæina. Að öðru leyti varðist Svarfaðardalur algerlega veikinni. Stöku heimili á Upsaströnd vörðust henni lika, og 6 heimili á Dalvík. Eitt þeirra sýndist þó mörgum fremur lagt í hættu. Ung hjón við Brimness-útgeröina veiktust 18. júl. Lágu þau í sjóbúð við illa aðbúð. Maðurinn komst þó á fætur, lasinn samt og liklega með hita, eftir 2 daga, og á 4. degi voru þau flutt i hús bróður hans á Dalvík, konan þá í rúm- inu og allveik. Samt veiktist enginn heimamanna i þessu húsi (miðaldra hjón með mörgum börnum á ýmsu reki). Alls barst veikin þannig 8 sinnum inn i héraðið úr öðrum héruðum: 1. Til Hrísevjar frá Rvík. 2.—3. Til Hriseyjar frá Siglufirði. 4. Til Ár- skógsstrandar frá Rvik. 5. Til Ólafsfjarðar frá Vik i Héðinsfirði. 6. Að Hofi með ferðamanni. 7. Að Hofsá frá Akureyri. 8. Að Brimnesi frá Akur- evri. Milli bvgðarlaga i héraðinu fluttist veikin aftur á móti ekki, og mestallur Svarfaðardalur varðist henni, þótt hún væri í kauptúninu og á Upsaströndinni í fullan mánuð. Frá 1., 6. og 7. l)arst veikin ekki á önnur heimili (nema að likindum frá Hofsá í annað sinn að Hofi). 2. hefði mátt varast, ef kunnugt hefði verið um veikina á Siglufirði. 3. sýnist eingöngu skeytingarleysi vélbátsskipshafnar um að kenna. 4. heföi vafa- lítið mátt koma i veg fyrir að breiddist út, hefði læknir verið látinn vita um það í tíma, og sennilega hefði þá og mátt draga úr útbreiðslunni i 5. og 8. skiftið.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.