Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1921, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 01.12.1921, Blaðsíða 8
LÆKNABLAÐIÐ 182 ei. I o e t o r ex ore (e'ða öllu heldur e. naribus) var aS eins í eitt skifti til muna. Langoftast var h æ g ö a t r e g 'ö a. Fáeinir fengu n i tS u r- g a n g, einkum seinni \;ikurnar, sem veikin stóö yfir, og var hann svo ])rálátur í einum þeirra, 10 ára gömlum dreng, aö mér fór aö detta í hug, aö um taugaveiki gæti veriö aö ræða. — Höf uðverk u r var oft ill- ])olandi, en sjaldan var kvartaö um verk í augum, og aldrei sá eg telj- andi conjunctivitis. Óráö fékk stöku sjúkl., en enginn niiki'ö, nema konan sem dó. Beinverkir voru oft slæmir, einkurn fyrstu dagana. Hitinn var mjög misjafn (hæst vissi eg um 40.5), og engan veginn ætíö mestur á þeim, sem ])yngst voru haldnir aö ööru leyti. Mjög fáir höföu tíöari æöaslög en vænta mátti vegna hitans. en margir miklu hægari, höföu sumir reglulega brady.cardi. Einn haföi t. d., er eg kom til hans Tp. 39, P. 80, annar Tp. 39,1, P. 52, þriðji Tp. 39,3 P. 90, fjóröi Tp. 39,3, P. 76, fimti Tp. 39,4, P. 86, sjötti Tp. 40.3, P. 76. — Sumum þeirra batnaöi ótrúlega fljótt, þótt ])eir virtust all-þungt haldnir. og yfirleitt virtust mér hægu æðaslögin góðs viti. Svefnleysi sótti á marga, einkurn í byrjun; á einum sjúkl. var það svo þrálátt, að nota varö svefnlyf. Einn 4 ára drengur fékk snert af k r a m p a í byrjun. — Margir voru lengi að ná sér, eins og oft vill brenna viö eftir inflúensu, cn oft mátti því um kenna, að fariö var aö reyna á sig fyr og meir en góöu hófi gegndi. Fáeinir leituðu hingaö vegna taugaslekju (neu- rastheni), sem þeir fengu (eða versnaði) upp úr veikinni, en enginn fékk neins konar geöbilun (j)sykose). í blööunum hefir ])ess verið get- iö, aö kona sú á Upsaströnd, er kveikti i fötum sínum og brendist svo, aö hún beið bana af, hafi bilast á geösmunum upp úr inflúensunni, en ])að er rangt. Hún fékk aldrei inflúensuna, var á einu þeirra fáu heimila á Upsaströnd, sem varðist henni algerlega, en var mjög móðursjúk, enda talsverö geösmunabilun í ættinni, haföi árum saman fengið mó'ðursýkis- köst með köflum, en brá'ð af henni á milli og stundað heimili sitt þangað til síöasta misseriö, aö aldrei bráði svo af henni, að hún yröi til ])ess fær. R o s e o 1 a, mjög líka og í taugaveiki, sá eg einu sinni, sá sjúkl. (karl- maöur) haf'ði mikinn hita, angina og laryngo-tracheo-bronchitis, en enga maga- eöa garnaveiki, og var oröinn hitalaus eftir tæpa viku. E x a n- thema s c a r 1 a t i n æ f o r m e kom tvisvar fyrir; báöir sjúkl. voru konur, rúmlega tvítugar báöar; önnur hafði m. a. angina og mikinn hita, hin hafði þegjandi hæsi og nokkra bronchitis, en hiti var að eins 37,5, P. 60. Hún hafði mikiö af acne-bólum um heröarnar og bakið ofan til, og þar var roöinn mestur. Meöferöin býst eg viö að hafi verið svipuö og gengur og gerist, o vrði vísast lítiö á þvi aö græöa, þótt henni væri eitthva'ð lýst; sleppi e því þess vegna, enda þegar orðiö helst til langt mál. Dalvík, 22. okt. 1921. Sigurjón Jónsson. crq crq

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.