Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1921, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.12.1921, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 183 Konur í barnsnaud. Memoranda et memorabilia úr fæðingarpraxis. Eftir Steingr. Matthíasson. Grindarþrengsli. Eclampsia imminens. Sectio cæsarea. í fundargerö síöasta læknafundar var stuttlega sagt frá þessum keisara- skuröi. Af því að eg hygg, aö öörum sé fróðleikur aö því, vil eg segja nokkuð ýtarlegar frá honum hér. Mín litla reynsla bendir á, aö veruleg grindarþrengsli séu sjaldgæf hér á landi. Hins vegar getur vel verið, aö ósamræmi milli fósturs og grindar- víddar sé tiöara hér á landi en víöa annarsstaöar, því rannsóknir Þórunnar Björnsdóttur sýna, aö börn t'æðast stærri hér en í nágrannalöndum. Mér er grunur á, aö bæöi læknar og ljósmæöur hér á landi haldi oft, aö um grindarþrengsli sé að ræöa, þó svo sé ekki í raun og veru. Eg hefi margrekiö mig á, aö yfirsetukonur tala um grindarþrengsli, ef þeim finst arcus pubis krappur, og j)ekkja naumast önnur einkenni grindar- þrengsla. Mun fleirum fara eins og mér, aö hafa ekki frá j)ví fyrsta gert sér þá reglu, aö mæla vandlega grindarvídd, heldur láta venjulegt handa- hóf duga. Á seinni árum hefi eg reynt aö bæta úr Jæssu, — rétt diagnosis á þó að vera fyrsta boöoröiö. (Eg átti lengi ekkert pelviometer, en eftir aö mig höföu hent fyrstu alvarlegu grindar])rengslin, lét eg járnsmið hér í bæ smíða mér fullbrúklegt áhald, — kostaði 5 kr.). Síöan eg tók að eldast, iðrast eg nú j)essa trassaskapar, aö mæla ekki hverja konu. Fyrir- höfnin er lítil. Oftast fátt jrarfara aö gera, meðan maður stritast við að sitja yfir konu. Vil eg ráða yngri kollegum, aö taka réttu stefnuna strax, enda gott að æfa sig i tíma, til aö standa ekki sem glópur (með bæk- urnar á hillunni heima). ]>egar á ])arf að halda. Og oft lífsspursmál. aö uppgötva grindarþrengsli í tæka tíð. Einnig gleðilegt, að fá vissuna um, að engin stórhætta sé á feröum. V. L. 28 ára, g. norskum sjómanni á SiglufirÖi. Kom 24. april, — fór 24. maí. I-para, komin að falli, meö grindarþrengsli og mikinn bjúg. Er send með sérstökum vélbát til sjúkrahússins. Fæðingarhríðir hyrjuðu á leiðinni og halda áfram, aðgerða- litlar, og ekki mjög sárar. Frísk um meðgöngutimann, þar til bjúgurinn kom, fyrir nokkru. Hægðir í lagi. Daglega fósturliræring. Þvag oft, en lítið og gruggugt. Hitalaus. Hefir ekki fylgt neinum niataræðisreglum og klæðst daglega. en fótaferð erfið síðustu daga. Lækni mældist conjugata diagonalis mundi vera nálægt 10 ctm. Honum leist alvarlega á ástandið, og sendi konuna til aðgerða hingað. Status prccscus. Tp normal. Púls qo, reglulegur. Lítil vexti, eins og um fermingu. Búlduleit af bjúg og bjúgur víðsvegar. Mikil chloasmata i andliti. Hún er vel hress, milli stuttra hríða, er koma með nokkurra minútna bili. Stethoskopia eðlileg.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.