Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1921, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.12.1921, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 1S5 Eftirmáli. Konan hafði fyrstu dagana eftir skurðinn dálítinn hita, sem steig eitt kvöld upp í 38,4°. Eggjahvítan hvarf úr þvaginu eftir nokkra daga. Sárið greri pr. primam. Michels klemmur teknar á 7. degi. Tveim vikum eftir skurðinn fékk hún dálitla mastitis og þurfti að skera i brjóstið. Að öðru leyti heilsaðist henni og barn- inu vel. Eg gekk að þessum keisaraskurði með jafnaðargeði, því bæði hafði eg lært af eigin reynslu og séð til Bumms. Og eg er ekki að segja frá þessu af þvi, að eg telji skurðinn neitt vandaverk, sem hrósvert sé, (liann er áreiðanlega ekki vandameiri en t. d. amputatio uteri supravaginalis), heldur af því, að eg er um fátt sannfærðari, en að s e c t i o c æ s a r e a e r langt'um h e i 11 a r í k a r i f y r i r m ó ð u r o g b a r n e n þ æ r 1 æ k n i n, g a r a ,ð f e r Ö i r, s e m v öl e r á v i ö m i k i 1 g r i íTcP a-'r- þrengsli, og í þetta skifti mátti segja, að svo væri, þar sem bjúgur bættist við þrönga grind, en þar á ofan svo stórvaxið barnið eins og raun varð á (sjá höfuðmálin). Hefði enginn bjúgur verið, né eclampsiu-von. þá hefði eg beðið og reynt vendingu eða töng. En eins og ástandið var, er eg ekki i vafa um, að þessari sængurkonu varð ekki með neinu öðru móti betur hjálpað, en með skurðinum, ef til vill var það eini vegurinn til að hjálpa henni til lifs, en tvimælalítið, að barnið hefði ekki náðst lif- andi á annan hátt. Um kveldið, þegar öllu var lokið, var eg glaður yfir að geta farið að hátta, í stað þess að þurfa að vaka alla nóttina og fram á næsta dag, —> vaka og stumra yfir stynjandi og veinandi. kvíðafullri vesalings konu, er vænta mátti aö fengi krampa þá og þegar. Ganga um gólf. reykja meir en góðu hófi gegndi, brjóta heilann um hvað réttast væri að gera, hugg- andi konuna, reynandi að bæta líðan hennar með deyfandi eiturlyfjum (morfin. og event. chloral, hvorttveggja, þó sennilega til að veikla hana) og verða svo snögglega neyddur til aðgerða — t. d. symfyseotomi, — en þegar hún ekki dygöi, þá líklega töng, og gengi ekki. þá perforatio kranioklasis og töng. Alt saman meiri þrekraun. bæði fyrir konuna, fvrir l)arnið og jafnvel fyrir sjálfan læknirinn. Eg er þakklátur Henrik kollega Thorarenseii, sem uppgötvaði hættuna í titna og sendi konuna á sjúkrahúsið nógu fljótt. Nokkur orð um skýrslur lækna. Það líöur nú aö áramótum og skýrsluskriftum. Mér hafa borist ýmsar fyrirspurnir um skýrslugerð og tel því réttast að drepa á nokkur atriði hér í blaðinu. Fyrst má þá minnast á til hvers slíkar skýrslur séu. Ef j>ær eru samviskusamlega samdar má hafa af þeim hið mesta gagn. Þær sýna framfarir og afturíarir i heilbrigðismálufíi og eru conditio sine qua non til þess að geta hugsað um ]>au eða ráðið fram qr vandamálum. Góðar skýrslur bæta blátt áfram ástandið ef þær eru notaðar.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.