Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1921, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 01.12.1921, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ 179 Varnarrá'ðstafanir voru ekki gerðar aðrar en þær: 1. a ð auglýsa sem best hvar kunnugt var um veikina; það er óvíða til sveita jafn-hægt og hér, af því að símastöðvar eru svo margar, 6 i héraðinu; 2. a ð skora á almenning, að forðast öll ferðalög, nema brýna nauðsyn bæri til; 3. a ð leggja niöur messur og aðra mannfundi en við jarðarfarir, og hafa gát á eftir föngum að þar, — við jarðarfarirnar, — væri höfð sú varúð, sem við varð komið, þar á meðal engar veitingar hafðar þá um hönd, sem annars er aldagamall sveitasiður. En reynslan sýndi, að þar, sem fólkið hafði eindreginn vilja á að verjast, þar komu þessar ráðstafanir að fullu haldi, og mjög vafasamt, að betur hefði tekist, þótt ströngum og kostn- aðarsömum vörnum hefði verið beitt. Aðalatribið við allar sóttvarnir, til sveita að minsta kosti, er þetta tvent, að vitneskja fáist sem allra fyrst um þá sótt, sem um er að ræða, og a ð fólkið hafi sjálft vilja á að verjast henni. Starf læknisins verður þá aðallega leiðbeinandi og líklegt til að hafa góðan árangur, en vanti fólkið viljann til sóttvarna eöa trúna á, að þær gæti tekist, þarf ekki árangurs að vænta, jafnvel af ströngum og kostnaðarsömum sóttvörnum. Tvent er það í fari inflúensunnar, sem eg tel farsóttina í sumar hafa gefið mér, að vísu ekki vissu um, en þó nokkra reynslu, er bendir í ákveðna átt. Það er m e ð g ö n g u t í m i v e i k i n n a r o g s m i t- h æ 11 u t í m i. Að vísu er það ekki nema um örfáa af þeim nál. 200 sjúkl., sem min var leitað til, sem eg hef getað fengið áreiðanlegar upplýsingar, er nokkuð verði bygt á um þessi atriði, og ber fleira en eitt til þess: 1. að margir af sjúkl. voru í fjarlægð, og sá eg marga þeirra aldrei; 2. að eg veiktist sjálfur að kalla mátti um leið og veikin var komin í það ná- grenni við mig, að kostur hcföi verið á, að athuga hana nokkurn veginn vandlega, og náði mér ekki svo tímann út, sem veikin var hér, að eg gæti lagt á mig meira starf en það, sem brýnast kallaði að, og var ærið mikið fyrst eftir að eg komst á fætur; 3. a ð athuganir itm meðgöngu- tima og smithættutíma eru aö kalla ógerlegar í hverju bygöarlagi, eftir að veikin er oröin ]iar til muna útbreidd. En þau fáu tilfelli, sem eg þykist hafa nokkurn veginn áreiðanlegar upplýsingar um, benda öll í sömu áttina, cg skal nú skýrt frá þeirri niðurstöðu, setn mér virðist þau leiða til, um hvert þessara atriða, og jafnframt talin þau dæmi, setn niðurstaðan er bygð á. Meðgöngutíminn er stuttur, 1—3 sólarhringar: Ólafsfirðingarnir smitast (9. eða) 10. júlí, veikjast II. Pilturinn á Hofi smitast 13. júlí, veikist 15. Hitt heimilisfólkið á Hofi smitast af manni frá Ilofsá, veikist 2 dög- um síðar. Fólkið á Hofsá veikist 2—3 dögum eftir að inflúensu-sjúkl. kemur þar. Þ. B. kemur veikur af skipi 12. júlí, á heimili sitt i Hrísey, er þá var ósýkt, þótt infl. væri þá orðin útbreidd í eynni. 14. júli veikjast þar 6 í einu, móðir hans og systkin. Pilturinn frá Brimnesi veikist 15. júlí, húsmóðirin þar 17. Eg smitast (að líkindum) 18. júlí, veikist 20. Að vísu er mér það ljóst, að sumstaðar er það hér ágiskun hver smitað

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.